Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.12.2014, Qupperneq 16
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Nú er liðið vel á annan mánuð síðan læknar og skurðlæknar hófu verk- fallsaðgerðir sínar sem enn standa yfir. Hvernig stend- ur á því að ríkisvaldið hefur ekki komið með neitt raun- verulegt útspil til að leysa þessa deilu? Rætt er um að kaupkröf- ur lækna séu allt of háar og muni setja af stað launa- skrið annarra stétta. Ljóst er þó að deilan verður ekki leyst nema komið verði að einhverju leyti til móts við þær kröfur. Eru stjórn- völd tilbúin að leggja til fjármagn svo það megi verða, eða ekki? Þögn ráðamanna varðandi þetta er í raun- inni óskiljanleg. Hvað með kjara- samningsumhverfi lækna, vinnu- tíma, vinnuskilyrði og stjórnun? Geta úrbætur á þessum atriðum eða öðrum liðkað fyrir úrlausn deil- unnar til viðbótar við launahækk- anir? Við skulum ekki gleyma því að ríkis valdið gegnir hér tvíþættu hlutverki, annars vegar sem samn- ingsaðili lækna og hins vegar sem sá aðili sem á að tryggja landsmönn- um mannsæmandi heilbrigðisþjón- ustu. Af þeim fréttum sem almenn- ingur hefur fengið af læknadeilunni er ekki að sjá að raunhæfar lausnir hafi verið lagðar fram af hálfu rík- isins sem samningsaðila. Grundvallarábyrgð Þegar sjómenn fara í verkfall hefur það þótt mjög alvarlegt mál og ríkis valdið almennt verið tilbúið að grípa til lagasetningar. Þetta hefur verið gert með vísan til almanna- hagsmuna þrátt fyrir að fyrir liggi að alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðavinnumálastofn- unina (ILO) og Evrópuráð- ið samþykki ekki lagasetn- ingu sem stöðvar verkföll við slíkar aðstæður. Inn- grip löggjafans í læknaverkföll- in (með lagasetningu sem myndi stöðva þau) eru ekki raunhæf leið við þær aðstæður sem nú eru uppi, þrátt fyrir að slíkt væri mun rétt- lætanlegra heldur en þegar aðilar á borð við sjómenn og skipverja á Herjólfi eiga í hlut. Hér verða aðrar, kannski ekki eins einfaldar, lausnir að koma til. Ég er meðal þeirra sem lýsa yfir fullum stuðningi við lækna – en eins og fram hefur komið af þeirra hálfu er það grafalvarlegt mál að lækna- stéttin skuli nú í fyrsta skipti hafa nýtt sér verkfallsréttinn. Við vilj- um öll geta fengið þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem á þarf að halda, ekki síst þegar mikið ligg- ur við. Sú þjónusta hlýtur alltaf að vera ríkisrekin að grunni til. Bæði stjórnvöld og forsvarsmenn lækna bera ábyrgð á því að leggja fram raunhæfar tillögur til lausnar kjaradeilunni. Stjórnvöld ein bera hins vegar grundvallarábyrgð á því að heilbrigðisþjónusta í landinu sé með eðlilegum hætti. Ætlar ríkis- stjórnin samt bara að sitja hjá og láta verkföll lækna ganga áfram aðgerðalaust? Vegna verkfalla lækna og skurðlækna Í febrúar 2009 skrifaði ég í Mbl. „Landspítala skal byggja í Fossvogi“. Áður hafði ég fylgst með skrif- um Ólafs Arnars Arnarson- ar læknis í Mbl. og vitnaði í grein hans. Pólitísk pattstaða gæti verið ástæða þess að rök- semdir Fossvoginum í hag eru ekki virtar viðlits: Fyrri stjórn gat látið grafa grunn samtímis teiknun húss- ins og í leiðinni bjargað nokkrum verktökum frá að missa tæki sín úr landi. Í staðinn leyfðu þau fjármála- fyrirtækjum, eins og t.d. Lýsingu, að virða niður atvinnutæki og selja í útlöndum á mikið hærra verði. Eftir sitja verktakar bundnir á skuldaklafa Lýsingar. Nú lekur gjaldeyririnn til baka í skjóli Fjár- málaeftirlits og það með 20% geng- isálagi Seðlabanka (SB). Allt með leynd. SB virkar sem opinber pen- ingaþvottastöð. Ránsfengurinn er svo í samkeppni við fyrirtæki í landinu og uppboðsfasteignir keypt- ar af bönkum. Hvernig geta flokkarnir, sem bera ábyrgð á þessu, tekið vinkil- beygju í Fossvoginn núna? Núverandi stjórn gerði ekkert í að leiðrétta villu fyrri stjórnar í spítalamálum. Heilbrigðisráð- herra telur sig líklega bundinn af samþykktum fyrri stjórna og þorir ekki að rugga bátnum. Framsókn hefur tekið umdeildar ákvarðanir, sem kostað hafa mikið fé. Þeir gætu sótt fé upp í byggingakostn- aðinn í Fossvog með bygg- ingu þar. Kannski óttast þeir að fara inn á svið sam- starfsflokksins eða telja sig stikkfrí, þar sem þeir eru ekki með ráðuneytið. Helsta vonin er að Frosti taki af skarið. Ódýrara í Fossvogi Besti f lokkurinn vill byggja spítala við Hringbraut fyrir skuldaleiðréttinguna og sést yfir að bygging í Fossvogi er ódýrari, sem nemur leiðréttingunni. Lítil von er að eitthvað af viti komi frá þeim sem vilja eyðileggja góðan flugvöll og byggja nýjan, sem þeir vita hvorki hvar eigi að vera né hvað kostar. Verðugt verkefni væri að fara yfir, hversu faglega var staðið að ákvörðun um staðsetningu við Hringbraut. Hvenær var ákvörð- unin tekin? Hvernig var gatnakerfi og umferð þá? Síðast en ekki síst, hverjir komu að ákvörðuninni? Hvaða menntun og reynslu höfðu þeir hinir sömu af skipulags- og byggingamálum? Ég er nokkuð viss um að útkom- an yrði sú að það borgi sig að byrja strax í Fossvogi í stað þess að setja X milljarða á ári í byggingu sjúkra- húss við Hringbraut í Y mörg ár (X,Y=?). Hvernig verða kröfurn- ar uppfylltar, þegar byggingu er lokið? Er ekki bara verið að flytja Borgar spítalann í Landspítalann við Hringbraut, þar sem ekki er pláss fyrir hann? Forsætisráðherra biðlar nú til aðila atvinnulífsins og vill þjóðar- sátt um laun lækna. Geta þessir aðilar, sem sömdu um 3% hækkun lægstu launa, farið fram á það við sína umbjóðendur? Þeir lofuðu að aðrir skyldu ekki fá meira. Síðan hefur verið stöðugt launaskrið. Meiri hækkun til lækna kæmi fljót- lega fram hjá opinberum starfs- mönnum og svo upp allan launa- stigann. Hér er því líka pattstaða. Vænlegra væri að bjóða fyrir þjóðarsátt hækkun skattleysis- marka í t.d. 390.000 kr. Þá fengju þeir með lægri launin hlutfalls- lega meiri hækkun en t.d. þeir, sem semja fyrir þá um kjörin. Hvort sem byggt verður við Hringbraut eða í Fossvogi þarf í kjaraviðræðum að liggja fyrir, hvenær nýr spítali verður tekinn í notkun. Læknar eru líka að flýja vinnuaðstöðu og aðrir veigra sér við að koma heim í aðstöðuna sem er í boði. Spítalabygging og kjaradeila í sjálfheldu Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangs- raða sínu skattfé í heil- brigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capa- cent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvem- ber. Þetta á við alla aldurs- flokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Þingmenn ræða þessa dagana for- gangsröðun skattfjár í fjárlögum fyrir næsta ár. Stjórnmálaályktun 41. lands- fundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir síðustu kosningarnar er sam- mála þessari forgangsröðun og segir að það skuli „leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi“ og nefnir þar fyrst: „Örugg heilbrigðisþjónusta.“ Í stefnuskrá XD í síðustu kosningum var kafli um heilbrigðismál sem sagði það vera leiðarljós „að heil- brigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verð- mæti heilbrigðiskerfisins“. Kosningaloforð XB fyrir kosningar í heilbrigðismál- um voru að leggja ríka áherslu á „að verðmæti heilbrigðisþjónust- unnar felst fyrst og fremst í mann- auðnum og því þarf að bæta starfs- umhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.“ Stjórnarsáttmáli flokkanna segir svo: „Íslenskt heilbrigðis- kerfi verður að vera samkeppnis- fært við nágrannalönd.“ Læknar eru langþreyttir og hafa í fyrsta skipti í sögu landsins farið í verkfall. Við landsmenn stöndum frammi fyrir miklu brotthvarfi þeirra og minna öryggi í heil- brigðismálum. Lítil von er meðal lækna um að það takist að semja. Margir gjörgæslulæknar ætla að segja upp um áramót ef ekki tekst að semja. Eftir gefin kosningaloforð, alvöru ástandsins og skýran vilja kjósenda allra flokka þá eiga þing- menn ekki að fara í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna. Alþingi ekki í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna Þeir sem hafa verið virk- ir á samfélagsmiðlum á borð við Facebook hafa líklega orðið varir við hópana „Beautytips“ og „Sjomlatips“. Þessir hópar eru kynjaskiptir, þ.e.a.s. eingöngu kvenmönnum er heimilaður aðgangur í Beautytips og eingöngu karlmönnum í Sjomlatips. Þessir hópar byggjast á því að meðlimir þeirra fá ráðleggingar og bera fram spurningar til félaga/vin- kvenna innan þeirra um allt mögulegt sem gæti varðað einstaklinginn. Meðlimir í Beautytips eru nú um 14.000 og Sjomlatips 9.000. Báðir hóparnir tóku sig til og settu af stað safnanir. Þær gengu út á það að meðlimir hópanna lögðu inn pening á reikning og rann sá peningur óskertur til Mæðra- styrksnefndar. Að nota fjöldann til góðs, líkt og í þessu tilfelli, finnst mér fram- úrskarandi og hafa hóp- arnir safnað um 1,2 millj- ónum króna samanlagt. Þrátt fyrir allt góðviljaða fólkið í þessum hópum eru nokkur skemmd ber í klas- anum. Eftir að hafa séð mynda- safnið sem meðlimir Sjomlatips hlóðu upp á samskiptamiðilinn Snap- chat get ég ekki á mér setið. Þar voru birtar niðr- andi myndir af fólki og hlutgerving kvenna gríð- arleg. Allt gert í nafnleysi internetsins. Ég skil ekki hvað drífur þessa „sjomla“ til þess að niðurlægja konur með því að merkja myndir af þeim með orð- unum „nauðgunarefni“ eða dreifa myndum af þeim sem voru augljós- lega ætlaðar einungis einum aðila. Stúlkur undir lögaldri eru helstu fórnarlömb þessarar dreifingar og veldur mér miklu hugarangri. Hvers konar heimur er það sem samþykkir slíkan gjörning? Ég vil taka það sérstaklega fram að það eru ekki allir meðlimir hópsins sekir um þessa hegðun, heldur einungis hluti af hópnum sem hefur greinilega ekki skiln- ing á almennri virðingu fyrir jafningjum sínum. Þessari hegð- un verður að útrýma, sama hvort hún er af hendi karla eða kvenna. Þar sem þetta er vandamál sem bæði kynin þurfa að takast á við tel ég kynjaskiptingu þessara hópa óþarfa, en það er hins vegar efni í aðra grein. Vegna fjölda með- lima í hópunum, Sjomlatips og Beautytips, hafa þeir grundvöll til að útrýma þessari hegðun og efla virðingu fyrir náunganum. Þeir hafa sýnt fram á að með því að leggjast á eitt er hægt að gera gott í krafti fjöldans, er ekki betra að sýna samstöðu? „Tips“ á samfélagsmiðlum KJARAMÁL Elín Blöndal lögfræðingur ➜ Ætlar ríkisstjórnin samt bara að sitja hjá og láta verkföll lækna ganga áfram aðgerða- laust? SKIPULAGSMÁL Sigurður Oddsson verkfræðingur ➜ Heilbrigðisráðherra telur sig líklega bundinn af sam- þykktum fyrri stjórna og þorir ekki að rugga bátnum. Sjá má lengri útgáfu greinar- innar á Vísi. visir.is KJARAMÁL Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata SAMFÉLAG Álfrún Björt Øfjörð Agnarsdóttir nemi í MH og meðlimur í ungmennaráðum Samfés og Sveitarfélagsins Árborgar ➜ Meira en 90% lands- manna setja heilbrigðis- kerfi ð í fyrsta eða annað sæti málafl okka á fjár - lögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Bókapúði Verð 11.840 kr með fiðurfyllingu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.