Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 24

Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 24
FÓLK|HEILSA Vetur konungur hefur tekið sér endanlega bólfestu á suðvestur-horni landsins með tilheyrandi snjó og frosti. Áhugasamir göngumenn láta það þó ekki slá sig út af laginu enda þarf kalt veðurfar ekki að hindra góða gönguferð. Með breyttri árstíð þarf þó að huga að ýmsum þáttum og segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, að mikilvægt sé að huga að góðum skóm, hlýjum fatnaði og almennum öryggisþáttum. „Þegar vetur gengur í garð er mikilvægt að klæða sig rétt til að verja sig bæði fyrir kulda og breytilegu vetrarveðri. Á vetrargöngu er betra að vera í háum gönguskóm sem ná vel upp fyrir ökkla og eru vatns- heldir að einhverju leyti og gott er að bera á þá leðurfeiti.“ Páll segir miklu máli skipta að vera í göngufatnaði úr viðeigandi efnum og ekki sé verra að vera í ullarbrókum og ullarfatnaði sem innsta lagi. „Gallabux- ur, strigaskór og bómullarbolir ættu til dæmis almennt að vera bannaðir fyrir göngufólk og geta beinlínis stefnt lífi fólks í hættu. Síðan er rétt að vera í góðum hlífðarfatnaði, vindheldum göngujakka og buxum, eða léttri vetr- arúlpu. Þá eru húfa og vettlingar alltaf með í för í gönguferð að vetri.“ Ef fólk er eitt á ferð er mikilvægt að láta vita af ferðum sínum, skilja eftir leiðarlýsingu og vera með hlaðinn síma og helst GPS- tæki enda breytist veður mjög fljótt yfir vetrartímann. Endalaust framboð skemmtilegra gönguleiða er í boði á suðvesturhluta landsins, eins og því öllu að hans sögn. „Það er fallegt að ganga meðfram ströndinni og skoða fjörulífið og dást að brimsköflunum við seiðandi sjávarnið- inn, til dæmis við Gróttu, í Grafarvogi, í Kópavogi og á Suðurnesjum. Þá er að sama skapi sérlega róandi og gefandi að fara í góða skógargöngu og aldrei að vita nema maður rekist á nokkra jólasveina á þessum tíma árs. Þar má nefna Heiðmörk með óteljandi fallegum gönguleiðum, skógræktarsvæðið ofan við Mógilsá við Esjurætur, skógræktar- svæði í Brynjudal í Hvalfirði og eins við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Svo má halda til fjalla og yfir vetrartímann er tilvalið að ganga á fjöll eins og Úlfars- fell, Mosfell, Grímmannsfell og Helga- fellin tvö bæði ofan Hafnarfjarðar og eins í Mosfellssveit. Á veturna er betra að velja fjöll með aflíðandi löngum brekkum og vera minna í brattlendi.“ Og það er lítið mál að virkja börn og unglinga ef ferðin er á þeirra forsend- um. „Þannig má segja að ferðin en ekki áfangastaðurinn skipti máli. Auðvitað finnst þeim gaman þegar þau ná upp á tind eða komast á milli skála en þau verða alltaf að fá njóta sín í gönguferðinni. Svo er auðvitað mik- ilvægt að þau séu aldrei köld, blaut eða svöng. Á meðan svo er þá má lengi leiða þau áfram.“ ■ starri@365.is VETUR KALLAR Á BREYTTAR ÁHERSLUR GÖNGUFERÐIR Snjór og frost hindra ekki góða gönguferð. Margar gönguleið- ir eru í boði og þá þarf bara að klæða sig vel og huga að almennu öryggi. FJÖLSKYLDUSTUND Allir aldurshópar við Snorraríki í Þórsmörk. MYND/FERÐAFÉLAG ÍSLANDS HRESSIR KRAKKAR Lítið mál er að virkja börn til gönguferða. MYND/FERÐAFÉLAG ÍSLANDS GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR „Þegar vetur gengur í garð er mikilvægt að klæða sig rétt til að verja sig bæði fyrir kulda og breytilegu vetrarveðri,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. MYND/VILHELM SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS GRÍPTU GÆSINA SETTU ALVÖRU GÆÐI Í JÓLAPAKKANN! CITADEL KENSINGTON kr.129.990.- kr.129.990.-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.