Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 12
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið
er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu
að eigin vali og rennur aldrei út.
AFGANISTAN, AP Fjölþjóðalið Atl-
antshafsbandalagsins í Afganist-
an er hætt að taka þátt í hernaðar-
átökum þar í landi, þótt áfram
verði 13 þúsund manna lið þar á
vegum NATO og Bandaríkjanna.
Afganski herinn á nú að taka
alfarið yfir þetta bardagahlutverk
fjölþjóðaliðsins, en smám saman á
svo að fækka enn frekar í erlenda
herliðinu.
Haldin var hátíðleg athöfn í
Kabúl í gær, þar sem fáni yfir-
stjórnar fjölþjóðaherliðsins var
tekinn niður. Um svipað leyti
gerðu uppreisnarmenn enn eina
árásina, að þessu sinni á lögreglu-
stöð í Kandahar-héraði, þar sem
fimm létust og sjö særðust.
Talibanar hafa hert árásir sínar
undanfarið og Zabihullah Múdj-
ahíd, talsmaður talibanahreyfing-
arinnar, sagði í viðtali við AP að
þeir myndu halda áfram árásum
sínum þangað til allir erlendir her-
menn yrðu farnir frá Afganistan.
Á þessu ári hafa átök og árásir
í landinu kostað meira en 4.600
manns lífið, sem er nokkur fjölgun
frá síðasta ári þegar 4.350 manns
létust í átökum og árásum.
Frá því Bandaríkin og banda-
menn þeirra réðust inn í Afgan-
istan árið 2001, nokkrum vikum
eftir árásir hryðjuverkamanna al-
Kaída-samtakanna á Bandaríkin,
hafa um 3.500 erlendir hermenn
látið þar lífið, þar af að minnsta
kosti 2.210 Bandaríkjamenn.
Fjölþjóðaliðið mun frá og með
áramótum einbeita sér að því að
þjálfa og aðstoða hersveitir heima-
manna, en afganski herinn hefur
haft forystu í átökunum við upp-
reisnarmenn síðan um mitt síð-
asta ár.
Bandaríski herforinginn John
F. Campbell, sem er yfirmaður
fjölþjóðaliðs NATO og Bandaríkj-
anna, segir að sveitir afganska
hersins og afgönsku lögreglunnar
séu orðnar vel færar um að sinna
þessu verkefni: „Þeir þurfa að
gera einhverjar breytingar á yfir-
mönnum, sem verið er að fram-
kvæma, og þeir þurf að láta fólk
axla ábyrgð á verkum sínum.“
Þegar mest var voru 140 þúsund
erlendir hermenn í Afganistan, en
það var árið 2011. Þeir voru 13.300
nú í byrjun desember. Bandaríkin
ætla að vera með nærri 11 þúsund
manna herlið fyrstu þrjá mánuði
næsta árs. gudsteinn@frettabladid.is
Afganskar hersveitir
taka við af NATO
Þrettán þúsund hermenn á vegum NATO og Bandaríkjanna verða áfram í Afgan-
istan til að þjálfa og aðstoða heimamenn, en hætta beinni þátttöku í hernaðar-
átökum. Smám saman er svo ætlunin að fækka í erlenda fjölþjóðaliðinu.
FÁNI TEKINN NIÐUR Efnt var til hátíðlegrar athafnar á flugvellinum í Kabúl í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÚRÚGVÆ, AP Sex fangar hafa verið
fluttir frá fangabúðum Banda-
ríkjahers við Guantanamoflóa á
Kúbu til Úrúgvæ, þar sem þeir
hafa fengið leyfi til að búa.
Byrjað var á að leggja þá inn á
sjúkrahús í Montevídeó, höfuðborg
landsins, þar sem heilsufar þeirra
verður skoðað.
Fjórir þeirra eru frá Sýrlandi,
einn frá Túnis og einn er Palest-
ínumaður. Einn þeirra hefur lengi
verið í hungurverkfalli, en er nú
byrjaður að borða og verður fljót-
lega útskrifaður af sjúkrahúsinu.
Strax árið 2009 komust Banda-
ríkjamenn að þeirri niðurstöðu
að óhætt væri að láta þá lausa, en
þeir hafa verið áfram í haldi vegna
þess að ekki þótti óhætt að senda
þá til fyrri heimkynna sinna. Illa
hefur gengið að fá önnur lönd til að
fallast á að taka við þeim.
Eleuterio Fernandez Huidobro,
varnarmálaráðherra í Úrúgvæ,
segir það „kjánalegt“ að þeir hafi
verið grunaðir um aðild að hryðju-
verkasamtökum.
Alls hafa nærri 800 manns verið í
haldi Bandaríkjahers á Kúbu árum
saman, flestir handteknir á árunum
2001 og 2002. Enn eru 136 fangar
eftir í fangabúðunum, og hafa þeir
flestir verið þar í meira en áratug
án þess að hafa nokkurn tímann
komið fyrir dómara, hvað þá að
hafa verið dæmdir til fangavistar.
- gb
Sex fangar Bandaríkjahers fluttir frá Guantanamo til Úrúgvæ þar sem þeir munu búa:
Lausir úr haldi eftir rúman áratug
SJÚKRAHÚSIÐ Í MONTEVÍDEÓ Menn-
irnir sex voru fyrst fluttir á sjúkrahús,
þar sem heilsufar þeirra er rannsakað.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Í kjölfar hótana og átaka
vegna spilaskulda hafa spil verið
tekin af föngum í nokkrum fang-
elsum í Svíþjóð. Sænskir fjöl-
miðlar greina frá því að fangar
hafi neyðst til að einangra sig
vegna hótana samfanga.
Fangar gagnrýna harðlega
þessar aðgerðir stjórnenda fang-
elsanna. Að spila á spil sé helsta
skemmtunin um helgar. Bent er á
að fangar muni finna nýjar leiðir
til að spila um peninga.
- ibs
Hótanir vegna spilaskulda:
Föngum bann-
að spila á spil
SUÐUR-AFRÍKA, AP Suður-Afríku-
menn voru langt komnir með
að semja við mannræningjana í
Jemen um að láta suðurafríska
kennarann Pierre Korkie lausan
þegar hann lést á laugardaginn í
árás Bandaríkjamanna.
Bandaríkjamenn segjast ekkert
hafa vitað af þessum samninga-
viðræðum, en Suður-Afríkumenn
segjast hafa látið stjórnvöld í
Jemen fylgjast með öllu sem gerð-
ist í samningaviðræðunum.
Þá fullyrðir háttsettur leyni-
þjónustumaður í Jemen að banda-
rískir erindrekar í Sanaa, höfuð-
borg Jemens, hafi fyrir hálfum
mánuði fengið upplýsingar um
stöðu mála. Bandaríkjamenn hafi
hins vegar ekki formlega beðið
um upplýsingar um suðurafríska
gíslinn.
Imtiaz Sooliman, stofnandi
suður afrísku hjálparsamtakanna
sem áttu í samningaviðræðunum
um lausn Korkies, segist ekki geta
annað en trúað því að Bandaríkja-
menn hafi ekki vitað að láta átti
Korkie lausan: „Ef þeir segjast
ekki hafa vitað það, þá vissu þeir
það ekki,“ segir hann.
Korkie lést á laugardaginn
ásamt bandaríska gíslinum Luke
Somers, þegar bandarískar her-
sveitir gerðu árás á gíslatöku-
mennina.
- gb
Bandaríkin segjast ekkert hafa vitað um samningaviðræður um gísl:
Greiða átti 200 þúsund dali
LUKE SOMERS Bandaríski fréttaljósmyndarinn sem lést ásamt suðurafríska kennar-
anum Pierre Korkie. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALLT Á FLOTI Bóndi gengur um hrísgrjónaakur sem flætt hefur yfir í kjölfar felli-
byljarins. Sólarhringsúrkoma var tæpir 400 millimetrar þegar mest lét. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FILIPPSEYJAR Fellibylurinn Hagupit gekk yfir Filippseyjar í gær og í
fyrradag. Vindhraði var öllu minni en gert hafði verið ráð fyrir í upp-
hafi en tjón varð engu að síður töluvert. Aðeins er rúmt ár síðan felli-
bylurinn Hayian olli tjóni upp á tæpa þrjá milljarða dollara.
Rúm milljón manna hefst nú við í neyðarskýlum og unnið er að því
að hreinsa vegi og flugvelli svo hægt sé að koma nauðsynjum til bág-
staddra. 24 dauðsföll hafa verið rakin til fellibyljarins, sem nú flokk-
ast sem hitabeltisstormur, en líklegt þykir að sú tala muni hækka. - jóe
Hagupit stráði salti í sárin rúmu ári eftir að Haiyan gekk yfir:
Allt á floti eftir mikinn fellibyl
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
manns hafa látið lífi ð í
átökum og árásum í Afgan-
istan á þessu ári.
4.600