Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 09.12.2014, Qupperneq 20
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HREFNU BJARNADÓTTUR Skúlagötu 20, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B-7 fyrir góða umönnun. Þorgerður Ellen Guðmundsdóttir Guðmunda Björg Jóhannsdóttir Rúnar Guðjónsson Jóhanna Lára Jóhannsdóttir Halldór Ingi Karlsson Kolbrún Jóhannsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og ástríkur faðir okkar, HILMIR HÖGNASON rafvirkjameistari og rithöfundur, lést að Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 5. desember. Útför fer fram föstudaginn 12. desember, klukkan eitt. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Alda Björnsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS Á. JÓHANNESSONAR blikksmíðameistara, Jökulgrunni 10. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Halldóra Ólafsdóttir Helga Ólafsdóttir Magnús Jónsson Ólafur Jón Magnússon Kristín Rut Ragnarsdóttir Kristín Sigrún Magnúsdóttir Hjalti Jóel Magnússon Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR hjúkrunarkona, áður til heimilis að Einilundi 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi að morgni sunnudagsins 30. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. desember kl. 15.00. Ólafur Tryggvi Magnússon Magnús Karl Magnússon Ellý Katrín Guðmundsdóttir Atli Freyr Magnússon Steinunn Gestsdóttir Ásdís Magnúsdóttir Viðar Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, stjúpmóðir og stjúpamma, FLÓRA SIGRÍÐUR EBENEZERSDÓTTIR lést þriðjudaginn 2. desember á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 13. desember klukkan 14.00. Halldór Sigurgeirsson Guðbjörg Halldórsdóttir Þórbergur Egilsson Hugrún Þórbergsdóttir Ólafur Jóhann Þórbergsson Ásdís Helga Þórbergsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR frá Reykjum í Fnjóskadal, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 4. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Hafsteinsson Karítas Erla Jóhannesdóttir Sólrún Hafsteinsdóttir Sigurður Jónsson Lára Hafsteinsdóttir Fjölnir Sigurjónsson Gunnar M. Guðmundsson Erna H. Gunnarsdóttir Þóra K. Guðmundsdóttir Magnús Hallur Sævarsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA SIGRÍÐUR HAUKSDÓTTIR læknaritari, Glósölum 7, Kópavogi, lést á LSH við Hringbraut föstudaginn 5. desember. Útför hennar verður gerð frá Lindakirkju þriðjudaginn 16. desember kl. 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á að styrkja líknarfélög. Ingvar Níelsson Borghildur Ingvarsdóttir Sigurpáll Jónsson Anna Kristín, Sigurbjörg, Ingunn og Margrét Sigurpálsdætur og fjölskyldur þeirra. MERKISATBURÐIR 1644 Kristín Svíadrottning verður lögráða. 1749 Skúli Magnússon er fyrstur Íslendinga skipaður landfógeti. 1917 Fyrri heimsstyrjöldin: Bretar ná Jerúsalem af Tyrkjaveldi. 1926 Á Stokkseyri verður mikill eldsvoði og brenna sjö hús, en ekkert manntjón verður. 1945 Íþróttabandalag Siglufjarðar stofnað. 1946 Seinni Nürnberg-réttarhöldin hefjast. 1956 Stærsta skip sem Íslendingar höfðu eignast, Hamrafell, kemur til landsins. Skipið var 167 m á lengd og gat hvergi lagst að bryggju á Íslandi nema í Hafnarfirði stærðar sinnar vegna. 1982 Ásmundur Sveinsson myndhöggvari í Reykjavík deyr, 89 ára. Á þessum degi árið 1960 fór fyrsti þáttur af bresku sápuóperunni Coronation Street, sem oft er nefnd Corrie, í loftið en engan gat órað fyrir velgengni þáttarins. Handritshöfundurinn Tony Warren hjá framleiðslufyrirtækinu Granada Tele- vision í Manchester er maðurinn á bak við þættina. Hann bar hugmynd sína undir stofnanda Granada Television, Sidney Bernstein, en sá hafnaði þátt- unum. Framleiðandinn Harry Elton fékk hann hins vegar til að gefa sápuóperunni tækifæri og voru upprunalega þrettán þætti framleiddir. Sex mánuðum eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið var Corrie orðinn vinsælasti þátturinn í bresku sjón- varpi. Síðan þá hafa verið framleiddir rúmlega átta þúsund þættir og árið 2010 státaði Corrie af þeim heiðri að vera sú sápuópera sem hefur verið lengst í loftinu í heiminum. Þættirnir voru frumsýndir á ITV og eru enn sýndir á stöðinni og eru taldir ein helsta orsök þess að sjónvarps- stöðin heldur enn velli. Coronation Street fjallar um íbúa götunnar Coronation Street sem er í uppspunna bænum Weatherfield sem byggður er á Salford á Norðvestur-Eng- landi. - lkg ÞETTA GERÐIST: 9. DESEMBER ÁRIÐ 1960 Fyrsti þáttur Coronation Street fer í loft ið „Ég held upp á daginn þannig að ég er búinn að ákveða að gera nákvæmlega ekki neitt,“ segir leikarinn og rit- höfundurinn Ævar Þór Benediktsson. Hann fagnar þrí- tugsafmæli sínu í dag en síðustu vikur og mánuðir hafa verið annasöm hjá afmælisbarninu sem gaf nýverið út bókina Þín eigin þjóðsaga. „Ég hef verið að lesa upp úr bókinni og árita nánast alla daga síðan um miðjan október. Dagurinn í dag er sá eini sem ég hélt algjörlega lausum. Það var meðvit- uð ákvörðun. Ég fer örugglega og fæ mér gott að borða með kærustu minni og systkinum en annars ætla ég bara að sofa út og hafa það næs. Þetta er eini dagurinn síðustu vikurnar sem ég hef leyft mér það og örugg- lega eini dagurinn alveg fram að jólum sem það gerist,“ segir Ævar sem ætlar síðan að halda afmælisveislu fyrir vini og vandamenn um helgina. Aldurinn leggst vel í hann. „Mér finnst ég búinn að vera 27 ára í þrjú ár. Þessar tölur, 28 og 29, hafa eiginlega týnst. Ég held að þetta sé miklu meira sjokk fyrir foreldra mína en nokkurn tímann mig. Ég er elstur af okkur systkinunum og ég held að þetta sé áfangi fyrir mig en áfall fyrir foreldra mína. En þau eru ung í anda þannig að ég hef litlar áhyggjur af þeim,“ segir hann hlæjandi. Þetta ár hefur verið gjöfult fyrir Ævar og skilur hann því við þrítugs- aldurinn sáttur. „Það er búið að ganga svakalega vel og Þín eigin þjóðsaga er fyrsta bókin hjá Forlaginu til að komast í þriðju prentun. Ég er einnig búinn að heyra sögur af foreldrum sem keyra um allan bæ til að reyna að finna eintök því krakkarnir heimta bókina. Það er frábært að krakkar séu að lesa og tengir inn í lestrarátak sem ég byrjaði með í haust og stendur til 1. febrúar,“ segir Ævar. Margir kannast einnig við hann úr sjónvarpinu sem Ævar vísindamann en ný þáttaröð hefst á RÚV eftir áramót. Forskot verður tekið á sæluna þann 27. desember með sérstökum áramótaþætti. „Þá sprengjum við til dæmis flugeld inni til að sýna hversu hættulegt það er og hversu mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á flugeldum. Að sjálfsögðu var þetta allt saman gert í samstarfi við slökkvilið og björgunarsveit.“ Hann hlakkar til að takast á við nýtt afmælisár „Ég er bara rétt að byrja og held ótrauður áfram. Það stefnir allt í að næsta ár einkennist af mikilli sköpun og rosalega miklu af skrifum. Ég ætla að leikstýra í fyrsta skipti. Ég leikstýri nemendum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir áramót í söngleik sem gerður er upp úr Bítlalögunum. Maður á alltaf að reyna að ögra sér á ein- hvern hátt og þetta er stærsta ögrunin á næsta ári. Svo verð ég vonandi meira í sjónvarpi og skrifa allavega tvær bækur eins og ég gerði á þessu ári. Maður á ekki að eyða tíma í eitthvað sem manni þykir leiðinlegt. Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar og ef maður getur á maður að finna eitthvað að gera sem kveikir í manni. Ég held að það geri mann að betri listamanni og betri manneskju. Þannig að ég ætla að skapa sem mest og líða vel og láta öðrum líða vel.“ liljakatrin@frettabladid.is Áfangi fyrir Ævar en áfall fyrir foreldrana Leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Hann ætlar að nýta daginn í að gera ekki neitt eft ir annasamar vikur. ÆVAR BLÓMSTRAR Árið hefur verið listamanninum gjöfult og tekur hann því nýja fagnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Maður á ekki að eyða tíma í eitthvað sem manni þykir leiðin- legt. Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar og ef maður getur á maður að finna eitthvað að gera sem kveikir í manni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.