Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 42
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 34
MEISTARADEILDIN
LEIKIR KVÖLDSINS:
A-riðill:
Olympiakos - Malmö
Juventus - Atletico Madrid Sport 4
Staðan: Atletico 12 stig, Juventus 9, Olympia-
kos 6, Malmö 3.
B-riðill:
Liverpool - Basel Sport & HD
Real Madrid - Ludogorets
Staðan: Real Madrid 15 stig, Basel 6,
Liverpool 4, Ludogorets 4.
C-riðill:
Monaco - Zenit
Benfica - Leverkusen
Staðan: Leverkusen 9 stig, Monaco 8, Zenit
7, Benfica 4.
D-riðill:
Galatasaray - Arsenal Sport 3
Dortmund - Anderlecht
Staðan: Dortmund 12 stig, Arsenal 10,
Anderlecht 5, Galatasaray 1.
FÓTBOLTI Það er allt eða ekkert hjá
Liverpool í kvöld er lokaumferðin
í riðlakeppni Meistaradeildar Evr-
ópu hefst.
Liverpool tekur þá á móti sviss-
neska liðinu Basel og verður að
vinna til þess að tryggja sér far-
seðilinn í sextán liða úrslit keppn-
innar. Basel er með tveimur stig-
um meira og dugir því jafntefli til
að komast áfram. Það verða því
átök á Anfield í kvöld.
Liverpool er búið að spila fjóra
leiki í röð í keppninni án þess að
vinna og leikmenn liðsins verða
því að rífa sig upp ef þeir ætla að
komast áfram í fyrsta skipti síðan
2008. Basel vann fyrri leik lið-
anna, 1-0. „Við megum ekki fara
á taugum heldur verðum við að
vera þolinmóðir. Basel er virkilega
gott lið og þeir hafa margsannað
það síðustu árin með því að leggja
sterk lið að velli,“ sagði Brendan
Rodgers, stjóri Liverpool.
„Við vitum vel hvað við þurf-
um að gera og hver lykillinn er að
því að vinna. Við verðum að vinna
og okkar lið er best þegar allt er
undir. Það var gott að halda hreinu
um helgina og gefur okkur sjálfs-
traust. Við vörðumst sem lið og
verðum að halda því áfram.“
Stjórinn segist hafa búist við því
að allt gæti orðið undir í þessum
leik sem hefur nú komið á daginn.
„Takmarkið var alltaf að kom-
ast áfram í keppninni og það hefur
ekkert breyst. Það verður gaman
að glíma við þetta verkefni. Ég
efast ekkert um að við munum fá
frábæran stuðning en þessi leikur
mun reyna á þolinmæðina.“
Juventus er einnig í erfiðri
stöðu í kvöld en liðið þarf stig
til að tryggja sig áfram í A-riðli.
Tveggja marka sigur á Atletico
myndi síðan tryggja liðinu sigur í
riðlinum. Áhugaverð rimma í Tór-
ínó.
Monaco og Zenit berjast síðan
um annan farseðilinn í C-riðli þar
sem Leverkusen er þegar komið
áfram. Spennan í D-riðli er aftur
á móti engin þar sem Dortmund
og Arsenal eru komin áfram. Þar
er þó verið að berjast um toppsæti
riðilsins sem gæti reynst happa-
drjúgt. - hbg
Úrslitaleikur á Anfi eld
Liverpool verður að vinna Basel á heimavelli sínum.
PRESSA Gerrard og félagar verða að fá
þrjá punkta í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Skoðaðu úrvalið á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040
Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Notaðir bílar
- Brimborg
400.000 KR.
FERÐAFJÖR
FINNDU BÍLINN ÞINN Á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
*Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi
verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla.
Kauptu notaðan bíl af Brimborg
og þú átt möguleika á að vinna
* GJAFABRÉF FRÁ WOWair
NOTAÐIR BÍLAR
Vertu með!
Hvert myndir
þú fara?
Í MIKLU ÚRVALI
Tilboð: 3.590.000 kr.
Ford Kuga Titanium S JJF07
Skráður júní 2012, 2,0TDCi dísil, sjálfskiptur
Ekinn 85.000 km.
Ásett verð: 4.090.000 kr.
Tilboð: 2.950.000 kr.
Ford Focus Trend Edition ORK29
Skráður nóvember 2013, 1,0i bensín, beinskiptur
Ekinn 16.000 km.
Ásett verð: 3.090.000 kr.
Tilboð: 1.050.000 kr.
Toyota Avensis Sol DP114
Skráður júní 2006, 1,8i bensín, beinskiptur
Ekinn 134.000 km.
Ásett verð: 1.190.000 kr.
HANDBOLTI Enn einn íslenski þjálf-
arinn hefur verið ráðinn til félags
í þýsku úrvalsdeildinni en í gær
var tilkynnt að Füchse Berlin
hefði ráðið Eyjamanninn Erling
Richards son til að taka við þjálf-
un liðsins af Degi Sigurðssyni
sem hefur náð góðum árangri með
félagið síðan hann tók við því árið
2009. Leitin að eftirmanni Dags
hófst svo fyrr í haust eftir að hann
var ráðinn þjálfari þýska lands-
liðsins og mun hann láta af störf-
um hjá refunum í Berlín í sumar.
„Ég held að þetta sé mikið
gæfuskref fyrir alla aðila,“ sagði
Dagur við Fréttablaðið í gær.
Hann kom þó ekki að ráðningu
Erlings með beinum hætti en
Bob Hanning, framkvæmda-
stjóri Füchse Berlin, leitaði þó
ráða hjá Degi.
„Ég var spurður álits
á mörgum þjálfurum og
mér fannst mjög margt
mæla með Erlingi.
Hann er með báða
fætur á jörðinni, kemur
hreint og beint fram
og er góður drengur.
Hann hefur sýnt að
hann vinnur vel með
ungum leikmönnum
og það eru eiginleik-
ar sem henta Füchse
Berlin afar vel,“ segir
Dagur.
Erlingur klárar
tímabilið með West-
wien sem trónir á toppi
austurrísku úrvalsdeild-
arinnar en hann hefur stýrt
liðinu undanfarið eitt og
hálft ár. Þar er Konrad Wilczynski
framkvæmdastjóri en hann þekkir
vel til Füchse Berlin og Dags enda
var hann sjálfur leikmaður liðsins
til margra ára.
Fékk góð meðmæli
„Við eigum enn í nánum sam-
skiptum við Konny, við fengum
góð meðmæli frá honum. Fram-
kvæmdastjóri okkar [Bob Hann-
ing] fékk því góð meðmæli úr
mörgum áttum fyrir Erling og
fékk strax góða tilfinningu fyrir
honum,“ segir Dagur.
Hanning hefur komið
fram í þýskum fjölmiðl-
um að undanförnu og
tekið fram að margir hafi
komið til greina í starfið.
„Við tókum okkur
tíma til að finna
úr því hver pass-
aði best við okkur,“
sagði Hanning í
viðtali á heima-
síðu félagsins. „Við
komumst að því að
við áttum mest
sameiginlegt með
Erl ingi ,“ bætti
hann við en Erling-
ur segir sjálfur á
síðunni að hann hafi alla tíð lagt
áherslu á að hlúa vel að ungum
leikmönnum.
„Áhersla félagsins er að vera
með í keppni bestu liða Þýskalands
og Evrópu en við viljum nýta þá
stráka sem koma upp úr unglinga-
starfinu okkar,“ segir Dagur. „Það
starf hefur verið öflugt og yfirleitt
skilað 1-2 leikmönnum á hverju
ári sem eru tilbúnir að taka þann
slag.“
Einn af þessum vetrum
Füchse Berlin er sem stendur í
sjötta sæti þýsku úrvalsdeildar-
innar og talsvert frá toppliðum
deildarinnar. Mikil meiðsli hafa
sett strik í reikninginn og lengd-
ist meiðslalistinn enn nú í vik-
unni. „Ég fékk tilkynningu í [gær]
nótt að örvhenta skyttan
mín [Konstantin Igropulo]
hefði fengið botnlangakast
og þurft að fara í aðgerð.
Hann spilar því ekki meira með
á árinu. Þetta er bara einn af þess-
um vetrum,“ segir hann í léttum
dúr.
„En við erum þó ágætlega sáttir
á meðan við eigum enn möguleika
á að ná efstu 5-6 sætunum sem er
það sem við stefndum á fyrir tíma-
bilið. Þá erum við enn með í Evr-
ópukeppninni sem og bikarnum,“
segir Dagur sem reiknar með því
að endurheimta nokkra menn úr
meiðslum eftir vetrarfríið í deild-
inni.
Auk Dags eru nú starfandi þjálf-
arar í efstu deild í Þýskalandi þeir
Alfreð Gíslason hjá Kiel og Geir
Sveinsson hjá Magdeburg. Guð-
mundur Guðmundsson hætti hjá
Rhein-Neckar Löwen í sumar og
tók við danska landsliðinu og þá
á Ísland fjölda þjálfara á Norður-
löndunum og þýsku B-deildinni.
Vinnusamir og lausir við stæla
„Ég held að aðalatriðið sé að
árangurinn hefur verið góður,“
segir Dagur um sívaxandi vin-
sældir íslenskra þjálfara. „Þar
að auki fer gott orð af íslenskum
þjálfurum – þeir eru vinnusamir
og lausir við mikla stæla. Almennt
tel ég að þeir séu vel liðnir í fag-
inu,“ segir Dagur.
Erlingur Richardsson neitaði
beiðni Fréttablaðsins um viðtal
þegar eftir því var leitað.
eirikur@frettabladid.is
Passar vel við hugmyndir refanna
Ráðning Erlings Richardssonar til þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin var staðfest í gær. Erlingur hefur náð góðum árangri með
austurríska félagið Westwien og verður eft irmaður Dags Sigurðssonar í þýsku höfuðborginni frá og með næsta sumri.
ÚR EINNI HÖFUÐBORG Í AÐRA Erlingur flytur frá Vín í Austurríki til Berlínar í
Þýskalandi í sumar er hann tekur við Füchse Berlin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
DAGUR
SIGURÐSSON