Fréttablaðið - 09.12.2014, Síða 14
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
H
var er góðærið? Hver á að fá hvað? Hvernig
verður kökunni skipt? Fá allir jafna sneið,
eða endurtekur sagan sig og þau betur settu
skammta sér magafylli og gæta vel að um leið
að þau verr settu fái ekki meira en dugar til
lágmarksnæringar? Trúlegast endar þetta á sama veg og svo
oft áður. Þeim verr settu verður trúlega gert að gæta þess
að meðaltalið haldi. Þá munu þau betur settu ekki ganga á
undan með góðu fordæmi. Reynslan segir að viðsemjendur
venjulegs launafólks, það eru launagreiðendur, sitja ekki við
hið hefðbundna samningaborð þegar þeir semja um eigin
laun. Í samningaviðræðum hjá ríkissáttasemjara er ekki
samið um sex hundruð þúsund
króna launahækkun á mánuði.
Þar er samið um tveggja til
þriggja prósenta hækkun, sem
svo er fagnað með nýbökuðum
vöfflum með rjóma. Þegar vel
setta fólkið semur um sín laun
er samningum varla fagnað
með vöfflum. Meira þarf til.
Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar, vegna launa
fyrir árið 2013, hækkuðu laun sumra millistjórnenda í
einkafyrirtækjum um allt að fjörutíu prósent milli ára og
stjórnenda um þrettán prósent. Á sama tíma hækkaði launa-
vísitalan um 5,7 prósent. Að meðaltali eru millistjórnendur
einkafyrirtækja með um 2,2 milljónir í mánaðarlaun og
tvö hundruð launahæstu forstjórarnir með 2,6 milljónir á
mánuði. Laun forstjóra hækkuðu að jafnaði um 300 þúsund
krónur á mánuði og sumra millistjórnenda um 600.000. Fjár-
magnstekjur eru ekki inni í þessum launatölum.
Það er að mestu þetta fólk, með þessi laun, sem nú mun
gera allt hvað það getur til að tryggja að hið almenna launa-
fólk fái sem minnsta hækkun. Allt í nafni stöðugleika. Í raun
er einfalt að vísa öðrum veginn, en fara hann ekki sjálfur.
Enda er það gert. Á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins segir
og það réttilega: „Verðbólgan hefur farið hjaðnandi frá gerð
kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu og
er nú innan við 1%. Verðbólga ársins 2014 verður sú minnsta
í 60 ár á Íslandi og verðtryggðar skuldir heimilanna hækka
minna á þessu ári en á nokkru ári frá því verðtryggingin var
tekin upp fyrir 35 árum.“
Um þetta er ekki og verður ekki deilt. Væntanlega verður
tekist á um að þau sem eru í aðstöðu til að semja í glæstum
sölum eða í bakherbergjum taki þátt í að verja stöðugleikann
en ætli ekki enn og aftur að ætlast til alls af öðrum.
Það eru átök fram undan á vinnumarkaði. Ekki vegna þess
að launafólk sé heimtufrekt. Miklu frekar vegna þess að sum
okkar hafa skammtað sér allt of stóra sneið af kökunni og
með framgöngu sinni séð til þess að allar meðaltalsmælingar
eru nánast einskis virði.
Hvar er góðærið? er spurt. Ekki hjá láglaunafólki, ekki
hjá öryrkjum, sem nú horfa fram á að fá ekki allt það sem
búið var að lofa þeim, ekki hjá öðrum bótaþegum og ekki hjá
atvinnulausum. Er það í öðrum löndum en ekki hér, nema hjá
hinum útvöldu? Og svo, hver fær hvað?
Launafólk ætlar að sækja ríflegar launahækkanir:
Hver fær hvað?
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árna-
dóttur ferðamálaráðherra er með
furðulegri uppátækjum í íslenskum
stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um
náttúrupassa kemur fram. Ráðherrann
bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri
manna er henni andvígur en ráðherrann
heldur engu að síður staðfastlega áfram
göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti
þótt augljóst sé að málið muni aldrei fá
brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa
færi að lagafrumvarpið yrði samþykkt
yrðu lögin engu að síður andvana fædd
því almennt myndu Íslendingar ekki festa
kaup á þessum passa. Sama fólk sem án
efa greiddi með ánægju gjald eða skatt
til verndar íslenskri náttúru myndi aldrei
undirgangast passaskoðun til að ganga
inn á Þingvelli. Það krefst ekki mikillar
ígrundunar að skynja þetta.
En er þar með sagan öll sögð? Ekki
alveg. Ferðamálaráðherra virðist vilja
hugnast þremur aðilum: Icelandair og
öðrum flugrekstraraðilum sem ekki vilja
að sett verði komugjald á ferðamenn til
að fjármagna náttúruvernd, hóteleigend-
um sem ekki vilja gistináttagjald og síð-
ast en ekki síst landeigendum sem vilja fá
að rukka sjálfir beint og ofan í eigin vasa.
Þegar rukkað var við Kerið, Geysi,
Leirhnjúk og í Námaskarði síðastliðið
sumar sagði ferðamálaráðherra ekki
orð gegn þessu framferði, jafnvel þótt
Umhverfisstofnun hefði sagt hið augljósa,
að þetta væri lögleysa. Ragnheiður Elín
lýsti því meira að segja yfir að sér þætti
gjaldheimtan í Kerinu takast sérlega vel!
Við þetta fengu skráðir eigendur Kersins
án efa aukið sjálfstraust enda innheimtu
þeir nú ránsfeng sinn undir blaktandi
fána lýðveldisins og sögðu engan mann
hafinn yfir einkaeignarrétt þeirra!
Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að
gera innheimtu fyrir aðgang að íslenskri
náttúru eðlilega, „náttúrulega“.
Íslensk náttúra á að vera allra að njóta.
Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að
gera hana að prívat gróðalind. Það má
aldrei gerast.
Inn um bakdyrnar á náttúrupassa
UMHVERFIS-
MÁL
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður
➜ Og ef svo illa færi að lagafrum-
varpið yrði samþykkt yrðu lögin
engu að síður andvana fædd því
almennt myndu Íslendingar ekki
festa kaup á þessum passa.
Hvað býr að baki?
Innan Sjálfstæðisflokksins og utan
eru kenningar um hvers vegna Bjarni
Benediktsson kallaði til Ólöfu Nordal,
fyrrverandi varaformann, í embætti
innanríkisráðherra. Bjarni gekk fram
hjá sitjandi þingmönnum, en nokkrir
þeirra töldu sig hæfa til verksins,
njóta trausts þingflokks og almennra
flokksmanna. Eins og kunnugt er bar
þar mest á Ragnheiði Ríkharðsdóttur,
Pétri Blöndal, Unni Brá Konráðs-
dóttur og Brynjari Níelssyni. Eftir að
Bjarni bar upp tillöguna um Ólöfu,
á þingflokksfundi, og hún var
samþykkt samhljóma var ljóst
að sumum þingmönnum var
brugðið. Ekki síst þegar Bjarni
sagðist hafa valið ráðherra sem
nyti óskoraðs traust flokks-
manna.
Kenning eitt
Í röðum flokksmanna er grunur um
að Bjarni Benediktsson og Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra
hafi sammælst um að ógn stæði
af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem
sigraði glæsilega í kjöri um ritara
flokksins og því sé leiðin greið fyrir
hann til forystu í Reykjavík. Nú þegar
Ólöf hefur tekið við sem ráðherra
opnist líkur á að hún og Illugi, bæði
ráðherrar þegar kemur að næsta
prófkjöri, verði kjörin til forystu í
Reykjavíkurkjördæmunum
báðum. Guðlaugur Þór, og
svo auðvitað Hanna Birna
Kristjánsdóttir, eigi því á
brattann að sækja þegar að
því kemur. Vissulega er þetta
langsótt kenning, en hún
kemur úr flokknum.
Kenning tvö
Önnur kenning kemur úr röðum
Sjálfstæðisflokksins, sú gengur
þvert á þá fyrri. Þegar Hanna Birna
Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherra-
dómi sagði Bjarni Benediktsson að
mögulega yrði Hanna Birna ráðherra
á ný, áður en kjörtímabilið verði allt.
Nú er kenningin sú að Bjarni hafi
leitast við að fá góðan flokksmann til
að vista embættið í einhvern tíma.
Á það á Einar K. Guðfinnsson ekki
að hafa fallist, en Ólöf Nordal hafi
fallist á það. Alltént var Ólöf ekki
fyrsti kostur Bjarna Benedikts-
sonar. Tíminn mun síðan leiða
í ljós hvort önnur kenningin sé
rétt, og þá hvor, eða
jafnvel að báðar
séu rangar.
sme@frettabldid.is