Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 39

Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 39
ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 2014 | MENNING | 31 Við skellum börnunum í pössun, förum í bílskúrinn að grafa upp hljóm- plöturnar okkar og setjum okkur í gírinn til að hverfa svolítið aftur í tímann. Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smá- skífa hans sem kallast Variant. Hún inniheldur endurhljóð- blöndun laga af Aurora eftir Evian Christ, Regis, Dutch E Germ, HTRK og Kangding Ray. Hægt er að streyma smáskífunni í heild á bandaríska tónlistar- vefnum Pitchfork. Aurora hefur hlotið mikið lof í fjölmiðlum og hefur meðal annars verið nefnd í hópi bestu platna ársins af miðlum á borð við Rolling Stone, New Yorker, Stereogum og Drowned in Sound. Ben Frost er fæddur og uppalinn í Ástralíu en hefur búið hérlendis og starfað um árabil. Ben Frost með nýja smáskífu BEN FROST Tónlistarmaðurinn ástralski hefur starfað hér á landi um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gítarleikari hljómsveitarinnar Green Day, Jason White, hefur greinst með hálseitlakrabbamein. Í tilkynningu á vefsíðu Green Day segir sveitin að batahorfurn- ar séu jákvæðar þar sem háls- kirtlakrabbamein sé læknanlegt. „Við vildum að þið heyrðuð það frá okkur áður en það dreifðist út,“ segir hljómsveitin. „Jason fór fyrir stuttu í hálskirtlatöku og læknarnir fundu kirtlakrabba- mein sem er læknanlegt. Sem betur fer fannst það snemma en hann ætti að ná sér að fullu fljót- lega.“ White spilaði fyrst með hljóm- sveitinni árið 1999 og tróð í kjöl- farið alltaf upp með henni á tón- leikum þar til hann var gerður að föstum meðlimi árið 2012. Gítarleikari með krabba JASON WHITE Gítarleikarinn hefur greinst með hálseitlamein. Safaríkir ávextir St.Dalfour kynnir safaríka og gómsæta ávexti sem tilvalið er að neyta sem millimál eða nota í baksturinn Ávextirnir frá St.Dalfour eru sérvaldir og eingöngu úr náttúrulegum hráefnum og án allra rotvarnaefna. Ávextirnir hafa lágt innihald fitu og kólesteróls. FRANCE Extra stórar rúsínur Eðal trönuber Risa sveskjurLjúffengar fíkjur Gæðavörurnar frá St.Dalfour fjölgar jafnt og þétt. Flestir þekkja St.Dalfour sulturnar sem búnar eru til úr 100% ávöxtum og innihalda engin aukaefni. Auk þess eru til lífrænar desertsósur sem innihalda engan viðbættan sykur né aukaefni. „Þetta gerist náttúrulega ekki á hverjum degi, að við sláum upp svona balli, en jólin mega náttúru- lega ekki bara snúast um verslun og yfirdrátt, það verður líka að sinna líkama og sál,“ segir Eldar Ástþórsson. Hann stjórnaði útvarpsþættin- um Skýjum ofar á árunum 1996 til 2001 ásamt Arnþóri Snæ Sæv- arssyni en þeir félagar standa nú fyrir fyrsta og eina jólaballi útvarpsþáttarins í samvinnu við Breakbeat.is. „Við ætlum að gera þetta annan í jólum, 26. desem- ber, á Glaumbar en okkur fannst sá staður ríma sæmilega vel við þetta tímabil,“ segir Eldar. „Við skellum börnunum í pössun, förum í bílskúrinn að grafa upp hljóm- plöturnar okkar og setjum okkur í gírinn til að hverfa svolítið aftur í tímann og spila þessa tónlist sem var upp á sitt besta í kringum tíunda áratuginn og aldamótin.“ Eldar og Arnþór munu fá með sér fjölda þekktra íslenskra plötu- snúða. „Við setjum þarna inn heljar innar hljóðkerfi og ætlum að gera eins mikið úr þessu og við getum. Það hefur verið sífelld pressa á okkur að setja upp ein- hverja viðburði og við höfum verið frekar þrjóskir en nú látum við undan þrýstingnum og látum slag standa.“ - þij Skýjum ofar snýr aft ur með teknójólaball Skýjum ofar sameinast Breakbeat.is og fj ölda íslenskra plötusnúða fyrir ball á Glaumbar á annan í jólum. SKÝJUM OFAR Arnþór Snær Sævars- son og Eldar Ástþórsson stjórnuðu útvarpsþættinum Skýjum oftar frá 1996 til 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.