Fréttablaðið - 09.12.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.12.2014, Blaðsíða 2
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Anna, var bara hlegið að þér? „Fólk meig í sig úr hlátri.“ Anna Þóra Björnsdóttir, sem er 52 ára þriggja barna móðir, segir alla hafa haldið að hún hafi fengið blæðingu inn á heila þegar hún sagðist ætla á námskeið í uppistandi. SPURNING DAGSINS Fiskislóð 31, 101 Reykjavík | Sími 514 1400 | sumarferdir.is Sól fyrir jól TENERIFE 10.–20. desember Hotel Zentral Center FRÁ 109.900 kr. Verð á mann m.v. tvo fullorðna. Morgunverður innifalinn. Brottför: 10. des. — 10 nætur. MENNTUN „Þetta er mikið áfall fyrir okkur,“ segir Arnór Guð- mundsson, forstöðumaður Náms- matsstofnunar, um villur í útreikn- ingum á samræmdum prófum. Vitlaust var gefið fyrir rétt svör í samræmdum prófum í fjórða bekk. Arnór segir búið að leiðrétta nið- urstöðurnar í gagnagrunninum og senda skólastjórnendum upp- lýsingar um þær. Einkunnir 2.058 barna hækkuðu í kjölfarið. „Það verður farið yfir öll próf í fjórða, sjöunda og tíunda bekk,“ segir hann. Hann segir engar einkunnir munu lækka í kjölfar leiðrétting- arinnar þótt rúmlega 200 nemend- ur séu í raun með lægri einkunn. „Einkunnir barna verða bara hækkaðar. Við höfum látið vinna fyrir okkur lögfræðiálit sem segir að það megi ekki lækka einkunn- ir. Breytingar á einkunnum, bæði hækkanir og lækkanir, breyta hins vegar tölfræði samræmdra prófa í ár.“ Samræmd próf í grunnskólum hafa verið töluvert til umfjöllunar síðustu vikur og Námsmatsstofn- un sætt mikilli gagnrýni vegna innihalds prófanna sem þykir að einhverju leyti ekki í samræmi við aðalnámskrá skólanna. Þá var ein spurning um orð í fleir- tölu á íslenskuprófi röng og texti á enskuprófi þótti fullþungur. Arnór segir þau mistök sem gerð hafa verið í ár áminningu um betri vinnubrögð og segir stofnunina nú skoða fyrirkomulag samræmdra prófa almennt. „Við tökum allt til gagngerrar endurskoðunar. Próf þurfa að vera í samræmi við hæfnimiðað náms- mat, þá erum við að þróa skimun- arpróf vegna lesturs og rafræn einstaklingsmiðuð próf. „Við erum að fara í gegnum öll samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði með það fyrir augum að bæta þau og uppfæra í tengslum við nýja námsskrá. Í einstaklings- miðuðum, rafrænum prófum getum við fylgt færni hvers og eins. Í staðinn fyrir að prófa ein- stök þekkingaratriði þá prófum við hvernig nemendur geta beitt þekk- ingu,“ segir Arnór. kristjanabjorg@frettabladid.is Einkunnir meira en 2.000 barna hækka Samræmd próf verða tekin til gagngerrar endurskoðunar eftir röð mistaka við framkvæmd þeirra. Einkunnir 2.058 barna hækka, engar einkunnir munu lækka. ÁFALL Forstöðumaður Námsmatsstofnunar segir mistök við framkvæmd sam- ræmdra prófa í ár áfall og áminningu um betri vinnubrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Blackstone Group íhugar nú kaup á Refresco Gerber, stærsta drykkjar- vöruframleiðanda Evrópu. Kaup- verðið er tæplega 1,5 milljarðar sterlingspunda sem jafngildir 300 milljörðum íslenskra króna. Meðal hluthafa Refresco Gerber eru Stoðir (áður FL Group) sem á um þriðjungs hlut, Kaupþing, Arion banki og félagið 3i. Í sumar bárust fréttir af því að eigendur Refresco Gerber væru að skoða skráningu fyrirtækisins á markað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur skráning ekki enn verið útilokuð en verið er að ræða við fjárfesta sem sýnt hafa fyrirtækinu áhuga og meta hvort nægilega gott tilboð berist. Ellegar verði það skráð á hlutabréfamarkað. Bandaríski bankinn JP Morgan ann- ast söluferlið fyrir félagið. Ekki er búist við endanlegri ákvörðun fyrr en í mars á næsta ári. Þrír Íslendingar sitja í stjórn Refresco Gerber, þeir Þorsteinn Már Jónsson, Hilmar Þór Krist- insson og Jón Sigurðsson. Starfs- menn Refresco Gerber eru tæplega 5 þúsund en fyrirtækið framleiðir árlega í kringum 6,5 milljarða lítra af drykkjarvörum. - fbj Kaupverðið er 1,5 milljarðar punda eða 300 milljarðar íslenskra króna: Íhuga kaup á Refresco Gerber SMOOTHIE Refresco Gerber, sem er að hluta í eigu nokkurra Íslendinga, framleiðir um 6,5 milljarða lítra af drykkjarvörum árlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP NÁTTÚRA Eldgosið í Holuhrauni hefur staðið í 100 daga samfleytt, og heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Í skýrslu vísindamannaráðs almannavarna segir jafnframt að þrátt fyrir að gosið hafi staðið í rúm- lega þrjá mánuði sé enn mikið hraun- flæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Ef þróunin verður með sama hætti og verið hefur mun bæði sig Bárðarbungu og eldgosið í Holu- hrauni halda áfram í að minnsta kosti nokkra mánuði, er mat vís- indamannaráðsins. - shá Goslok ekki á næstunni: Eldgosið staðið í alls 100 daga KJARAMÁL Félagar í Félagi tón- listarskólakennara samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfé- laga. Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn hófst 3. desem- ber og lauk á hádegi í gær. Alls greiddu 81,39 prósent atkvæði með samningnum en 11,67 prósent voru andvíg. Kosningaþátttakan var 67,92 prósent. Á kjörskrá voru 530. Kjarasamningurinn gildir frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015. - ibs Tónlistarskólakennarar: Nýr samningur var samþykktur KJARAMÁL Læknar samþykktu í gærkvöld auknar verkfallsað- gerðir á komandi ári. Verkfalls- loturnar á nýju ári munu standa í fjóra daga í stað tveggja. Kosning um aðgerðirnar hafði staðið und- anfarna viku. Fyrsta lotan mun hefjast þann 5. janúar. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sam- þykktu verkfallið. „Það þarf að boða til verkfalls með ákveðnum fyrirvara og það er ekkert sem bendir til að samn- ingar séu í nánd,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann segir jafnframt að ekkert heildstætt tilboð hafi bor- ist frá ríkinu. Ríflega tvö hundruð lækna- nemar lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki ráða sig sem kand- ídata eða aðstoðarlækna á heil- brigðisstofnanir landsins fyrr en sátt hefði náðst í deilunni. Umsóknarfrestur um kandídats- stöður rann út 24. nóvember en var framlengdur sökum fárra umsókna. Læknanemar hafa mannað um 75 stöðugildi undan- farin sumur. Samninganefndir deiluaðilanna funduðu í gær án árangurs. Fund- urinn stóð yfir í klukkustund og hefur verið boðað til nýs fundar á morgun. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins hefur lækn- um verið boðin um tíu prósenta launahækkun en Sigurveig Pét- ursdóttir, formaður samninga- nefndar lækna, segir tilboð rík- isins hljóða upp á minni hækkun. - jóe Enn lengist kjaradeila lækna og ríkisins. Ríkið býður læknunum hátt í tíu prósenta launahækkun: Boða harðari verkfallsaðgerðir á nýju ári HEILBRIGÐISSTARFSMENN Verkfalls- lotur á nýju ári munu standa í fjóra daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BANDARÍKIN Það þurfti yfir 250 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlög- um elds sem kviknaði í Los Angeles í gær. Framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem varð eldinum að bráð en til stóð að opna verslanir á neðstu hæðum þess en efri hæðirnar áttu að hýsa fólk. Sjö hæða hátt húsið brann til kaldra kola. Eldurinn náði að breiða úr sér í tvær nærliggjandi byggingar og loka þurfti nálægum hraðbraut- um meðan unnið var að slökkvistarfi. Rannsókn fer fram á tildrögum eldsins en talið er að kveikt hafi verið í. Engin slys urðu á fólki. - jóe Íkveikja er talin líklegasta orsök brunans. Rannsókn er hafin: Stórhýsi brann til kaldra kola VINNUPALLAR Byggingin var rústir einar og ekkert stóð eftir nema vinnupallarnir sem umluktu það. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.