Fréttablaðið - 09.12.2014, Síða 28
| SMÁAUGLÝSINGAR | 9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR8
fundir / mannfagnaður
VERK- OG
STJÓRNENDANÁM
Er verk- og stjórnendanám eitthvað fyrir þig?
• Námið er fjarnám fyrir starfandi og
verðandi millistjórnendur
• Námið skiptist í fimm lotur sem skiptast á
vor og haustönn
• Markmiðið er að gefa þátttakendum
tækifæri á að stunda stjórnendanám á
sínum forsendum og tíma.
• Ekki eru gerðar sérstakar forkröfur til
þátttakenda en námið þarfnast almennrar
tölvufærni auk aðgangs að tölvu og neti
• Námið hefst með kennslu á lotu eitt þann
12. febrúar 2015
Nánari upplýsingar veitir Kristján Óskarsson,
kro@nmi.is
Sótt er um á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands,
www.nmi.is
Aðilar að VSSÍ geta sótt um styrk í menntasjóð
VSSÍ og SA fyrir allt að 80% af námskeiðsgjaldi.
Umsóknareyðublöð eru á www.vssi.is
Starfsmenntasjóður
SA og VSSÍ
Hótel til leigu
- Arnarholt á Kjalarnesi
Til leigu í stuttan eða langan tíma - viku til 10 ár - hótel á
Arnarholti, 116 Reykjavík. Hægt er að leigja hluta eignarinnar.
Um er að ræða 4 tveggja herbergja hótelíbúðir, 4 herbergi
með baðherbergjum og 26 herbergi sem hafa sameiginlega
baðherbergi, eldhús, þvottahús og sameign. Góð skrifstofu-
og starfsmannaaðstaða. Í sameiginlegum rýmum er gert ráð
fyrir líkamsrækt, gufubaði, sjónvarps- og billiardherbergi,
fundar- og matsölum og svo mætti lengi telja. Öflugt eldhús.
Húseigandi leitar að samstarfsaðilum og/eða rekstraraðilum
allra eignarinnar eða hluta hennar. Stórkostlegir möguleikar
í boði, sem sem hersaga, minjasaga, huldusaga og fleira.
Stutt í golfvöll og sjó, stór útisvæði, tjaldstæði, hestar og
fleiri dýr. Glæsilegt útsýni.
Fasteignin og svæðið er sýnis áhugasömum eftir
samkomulagi. Hafið samband við Stefán í 8976121 eða
stefan@fylkirehf.is eða eirikur@fylkirehf.is
Framboðsfrestur til trúnaðarráðs
Eflingar-stéttarfélags
Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest
vegna kosningar trúnaðarráðs félagsins fyrir tímabilið
1. janúar 2015 til 31.12.2016. Kosið er listakosningu.
Á hverjum frambornum lista skulu vera tillögur um 115
trúnaðarráðsmenn til tveggja ára samkvæmt 15. gr. laga
félagsins.
Listi uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs liggur
frammi á skrifstofu félagsins frá og með þriðjudeginum
9. desember 2014.
Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins
fyrir kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 16. desember nk.
Kjörstjórn Eflingar - stéttarfélags
atvinna
nám
til leigu