Fréttablaðið - 09.12.2014, Blaðsíða 46
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 38
Hann er búinn að
hlusta á Guns N’Roses
frá því hann var tveggja
ára. Þetta er eitthvað
sem hann fékk frá
kallinum.
Jóhannes Bjarki Sigurðsson
➜ Eftir áramót
heldur Hitt húsið
þrykknámskeið
í samstarfi við
Söru Maríu
Júlíusdóttur í
versluninni
Forynjum.
„Í gegnum tíðina hef ég alltaf bent tónleikahöldur-
um víðs vegar um heiminn á hljómsveitir sem þeir
eru svo himinlifandi yfir, svo að ég fór að hugsa:
„Af hverju held ég alltaf áfram að gera þetta?“
segir rokkarinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff,
sem hefur slegið til og stofnað fyrirtækið Wildcat
Productions ásamt plötusnúðnum Önnu Brá Bjarna-
dóttur.
Wildcat sér fyrst og fremst um innflutning á
erlendum hljómsveitum til Íslands en tvíeykið mun
einnig taka upp og framleiða tónlist fyrir tónlistar-
menn ásamt því að leiðbeina ungum tónlistarmönn-
um um hinn grýtta jarðveg rokkheimsins. Fyrsti
rokkarinn sem Wildcat flytur inn er Hugh Cornwell,
fyrrverandi söngvari pönksveitarinnar The Strang-
lers, sem mun troða upp á Gauknum um helgina.
„Mér datt í hug að hafa samband við alla gömlu
vini mína úr rokksenunni – Siouxsie Sioux & The
Banshees, Iggy Pop, Sex Pistols, The Clash, The
Damned,“ segir Smutty, enda var hann í miðju pönk-
senunnar á sínum tíma. Næst á dagskrá er pönksveit-
in The Ruts en að sögn Smutty hefur hann verið í við-
ræðum við tónlistarmenn eins og Marc Almond úr
Soft Cell, Steve Jones úr Sex Pistols og fleiri. - þij
Smutty fl ytur inn gamla rokkara
Wildcat Productions sér um innfl utning á tónlist og margt fl eira.
ROKK OG RÓL Smutty og Anna Brá. Smutty hefur heyrt í
gömlu félögum sínum úr pönksenunni varðandi tónleika á
íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ungir hönnuðir á aldrinum 16 til
25 ára ætla að selja hönnun sína
og handverk í Hinu húsinu fimmtu-
daginn 11. desember frá kl. 17-22.
Markaðurinn er hugsaður sem
vettvangur fyrir unga hönnuði til
að koma hönnun sinni á framfæri
sér að kostnaðarlausu.
„Þeir fá að selja hérna og sýna
vörurnar sínar frítt. Svo erum við
líka að veita þeim aðhald og hjálpa
þeim að búa til Facebook-viðburði,
hvetja þá til að taka myndir af vör-
unum sínum og stílisera vel. Við
erum að undirbúa upprennandi
hönnuði við að stíga sín fyrstu
skref í þessu,“ segir Erla Gísladótt-
ir, kynningarfulltrúi Hins hússins.
Hún segir markað sem þennan
mjög mikilvægan fyrir unga hönn-
uði. „Það er ekkert hægt að sækja
sér upplýsingar neins staðar ann-
ars staðar, eins og hvernig þú átt
að kynna vörurnar þínar.“
Í boði verður að kaupa ýmis-
legt í jólapakkann, m.a. handgerð-
ar skissubækur, eyrnalokka, hár-
bönd, ofurhetjuslaufur, hálskraga,
prjónaðar og heklaðar húfur og
heimabakaðar smákökur. - fb
Undirbúa unga og upprennandi hönnuði
Ungir hönnuðir á aldrinum 16 til 25 ára sýna hönnun sína og handverk í Hinu húsinu á fi mmtudaginn.
ERLA GÍSLADÓTTIR Segir markaðinn mjög mikilvægan
fyrir unga og efnilega hönnuði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Erfitt að velja, en Það er Primal:
The Best of the Fire Years með
Pulp.“
Katrín Helga Andrésdóttir, meðlimur Hljóm-
sveittrar
ÞRIÐJUDAGSPLATAN
Þrettán ára einhverfur strákur frá
Akureyri, Davíð Máni Jóhannes-
son, fékk draum sinn uppfylltan á
laugardaginn þegar hann fékk að
hitta Slash, fyrrverandi gítarleik-
ara Guns N’Roses, eftir tónleika
hans í Laugardalshöllinni.
„Slash var bara frábær, alveg
sallarólegur og rosalega almenni-
legur,“ segir pabbi Davíðs Mána,
Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem
var með í för. „Strákurinn fraus
aðeins. Þótt hann sé sleipur í ensk-
unni þá var hann pínu feiminn.“
Salóme Sigurðardóttir stóð á bak
við fundinn með gítarhetjunni en
Davíð Máni er systursonur manns-
ins hennar. Hún sendi tónleikahald-
aranum Guðbjarti Finnbjörnssyni
hjartnæm skilaboð á Facebook.
Þar kom fram að Davíð Máni væri
einhverfur og hefði gengið í gegn-
um ýmislegt, þar á meðal ein-
elti. Á meðan á því stóð hélt vinur
hans, Blængur Mikael Bogason,
yfir honum verndarhendi en fyrir
tveimur árum dó hann í bílslysi.
Þessi saga snerti Slash sem ákvað
í kjölfarið að hitta strákinn eftir
tónleikana.
„Þeir vissu ekkert af því að ég
hafði gert þetta. Svo hringdi ég í
pabba hans á laugardeginum og
hann var í skýjunum líka að fá að
fara með stráknum,“ segir Salóme.
Jóhannes Bjarki bætir við: „Við
ætluðum bara að sjá Slash, sem er
gamalt átrúnaðargoð hjá strákn-
um. Hann er búinn að hlusta á
Guns N’Roses frá því hann var
tveggja ára. Þetta er eitthvað sem
hann fékk frá kallinum. Að fara
á tónleikana var gamall draum-
ur fyrir strákinn sem við gátum
ekki sleppt. Hitt var skemmtileg-
ur bónus,“ segir hann en feðgarnir
fengu að vita af fundinum nokkr-
um klukkutímum fyrir tónleikana.
„Hann hoppaði hæð sína í fullum
herklæðum þegar hann fékk frétt-
irnar,“ segir hann um Davíð Mána.
Strákurinn mætti einmitt með
skissubók á tónleikana þar sem
hann hafði teiknað mynd af Slash,
án þess að vita af fundinum síðar
um daginn. „Hann sagðist ætla að
Draumur að hitta Slash
Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri fékk draum sinn uppfylltan þegar
hann hitti gítarleikarann Slash eft ir tónleika hans í Laugardalshöll á laugardag.
Í SKÝJUNUM
Davíð Máni
Jóhannesson
ásamt goðinu
sínu Slash eftir
tónleikana í
Laugardalshöll.
MYND/JÓHANNES
BJARKI SIGURÐSSON
ÁRITUN Slash gaf sér góðan tíma með
Davíð Mána og áritaði skissubókina hans.
Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið
var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti
gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu.
Skelltu sér á Bæjarins bestu
sýna Slash þetta ef hann myndi
hitta hann. Við hlógum að því og
sögðum að það væri örugglega ekki
hægt.“
Þegar á hólminn var komið fékk
Davíð Máni áritun frá gítargoð-
inu í bókina og gaf kempunni einn-
ig Guns N’Roses-merki sem hann
hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk
líka eitthvað fyrir sinn snúð því
Slash áritaði Guns N’Roses-vínyl-
plötu hans, Use Your Illusion II,
með bros á vör.
Þess má geta að Slash gaf sér
tíma til að hitta fleiri íslenska aðdá-
endur á laugardaginn því klukku-
tíma fyrir tónleikana hitti hann
sautján ára pilt í hjólastól sem er
mikill aðdáandi Guns N’Roses og
spjallaði við hann. freyr@frettabladid.is