Fréttablaðið - 09.12.2014, Síða 6
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
ORKUMÁL Hæstu arðgreiðslur
Landsvirkjunar frá stofnun fyrir-
tækisins hafa verið greiddar í
ríkis sjóð síðastliðin þrjú ár. Vænt-
ingar eru um hærri arðgreiðslur á
næstu árum.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði á nýaf-
stöðnum haustfundi fyrirtækisins
að Landsvirkjun gerði ráð fyrir
að auka arðgreiðslur til ríkisins
eftir þrjú til fjögur ár. Á fjór-
um árum hefur verið fjárfest í
nýjum orkumannvirkjum fyrir 50
milljarða króna og skuldir verið
greiddar niður um annað eins á
sama tíma.
Í samantekt Landsvirkjunar
fyrir Fréttablaðið um arðgreiðslur
fyrirtækisins frá stofnun þess
kemur í ljós að greiðslurnar í ríkis-
sjóð voru rétt tæpir fimm milljarð-
ar árin 2012 til 2014, eða 13 til 14
milljónir Bandaríkjadala árlega.
Fyrstu árin eftir hrun greiddi
Landsvirkjun ekki arð, en öll árin
og stighækkandi á árunum 1997
til 2008, þegar greiðslurnar voru
hæstar fram til þess tíma eða 7,8
milljónir Bandaríkjadollara – eða
milljarður króna á núvirði.
Hörður segir að arðgreiðslur
tímabilsins fyrir hrun þurfi að
skoðast í ljósi mikilla fjárfestinga
á þeim tíma. „Ég geri ráð fyrir
að það sé skýringin, með mikl-
um fjárfestingum dregur úr arð-
greiðslugetu. Fyrstu árin eftir
hrun studdi eigandinn fyrirtækið
með því að taka ekki út arð,“ segir
Hörður.
Spurður um hversu háar arð-
greiðslurnar gætu orðið segir
Hörður að niðurgreiðsla lána gefi
vissa hugmynd um arðgreiðslu-
getu Landsvirkjunar. Ef ekki
þyrfti að greiða lán niður, held-
ur að mögulegt væri að viðhalda
þeim, þá hefði arðgreiðslugetan
verið 50 milljarðar undanfarin
fjögur ár. Þá sé eftir að taka vilja
eigandans inn í jöfnuna, og hvort
uppbygging eða arðgreiðslur eru
forgangsatriði.
Um mitt ár 2011 birti GAM
Management hf. [GAMMA] úttekt
á efnahagslegum áhrifum af
rekstri og arðsemi Landsvirkj-
unar til ársins 2035. Niðurstöður
skýrslunnar voru að greiðslur til
ríkissjóðs gætu numið frá 30 millj-
örðum króna innan fárra ára – háð
þróun rafmagnsverðs og fjárfest-
inga. „Miðað við þá hækkun raf-
orkuverðs sem þar var lögð til
grundvallar, og við höfum bent á
að sé möguleg, þá hefur það mjög
jákvæð áhrif á arðgreiðsluget-
una. Sú hækkun lendir aðallega á
alþjóðlegum stórfyrirtækjum, og
þó fyrstu viðbrögð um hækkun
raforkuverðs til almennings séu
neikvæð þá verður orkuverð hér
áfram lágt.“ svavar@frettabladid.is
1. Hvað heitir bókin sem hreppti ís-
lensku barnabókaverðlaunin í ár?
2. Hvað voru mörg Íslandsmet sett á
HM í sundi í Katar?
3. Hvar er langbylgjumastrið sem
sendir frá sér krampakennd leiftur?
SVÖR:1. Leitin að Blóðey. 2. Fimm. 3. Á Eiðum.
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
6,1 7,8 7,8 0 0 0 14,2 12,8 13,4
**ár
*upphæð
ARÐGREIÐSLUR LANDSVIRKJUNAR
** Fyrir árið 2006 var Lv í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar.
* Upphæðir eru í milljónum USD og á verðlagi hvers árs.
JÓLATILBOÐ
69.900
120X200 CM
JÓLATILBOÐ
111.120
140X200 CM
JÓLATILBOÐ
135.920
160X200 CM
Arðgreiðslur Lv hafa
aldrei verið hærri
Landsvirkjun hefur undanfarin þrjú ár greitt meira í arð en áður í sögu sinni. Að
jafnaði nema greiðslurnar rúmlega 1,5 milljörðum á ári. Gangi allar rekstrarfor-
sendur fyrirtækisins eftir gæti sú upphæð tífaldast fyrir árið 2020.
BÚRFELLSVIRKJUN Næsta verkefni Landsvirkjunar gæti verið stækkun Búrfells-
virkjunar. MYND/LV
MENNTAMÁL Vigdís Hauksdóttir
hefur kallað eftir frekari gögnum
um skiptingu aukafjármagnsins til
háskóla á Íslandi. Samkvæmt skipt-
ingu frá menntamálaráðuneytinu
fá Háskóli Íslands og Háskólinn
í Reykjavík um 90% af þeim 617
milljónum sem lagt er til að fari
aukalega til háskólanna í landinu.
„Nú erum við að bíða eftir að ann-
arri umræðu um fjárlög ljúki svo
við getum tekið málið aftur upp í
fjárlaganefnd. Meirihluti fjárlaga-
nefndar vill fá frekari útskýringar
á því hvernig þessi skipting hafi
verið ákveðin. Það kom okkur í opna
skjöldu þegar við sáum skiptinguna
svona,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Eyjólfur Guðmundsson, rektor
Háskólans á Akureyri, er ánægð-
ur með það að nefndin vilji skoða
þessi mál betur. „Ég fagna því að
fleiri skuli sjá að þetta er ekki rétt-
lát skipting, sérstaklega miðað við
hvað gerst hefur á síðustu sjö árum
og þess vegna er það gott að for-
maður fjárlaganefndar kalli eftir
frekari gögnum um málið. Í beinu
framhaldi af því er það staðfest-
ing á því að það er í höndum ríkis-
valdsins hvernig þeir skipta fjár-
munum milli háskólanna og hægt
að komast að mismunandi niður-
stöðu eftir því hvaða reikniregla er
notuð. Vonandi verður fundin rétt-
látari aðferð við skiptingu þessara
fjármuna,“ segir Eyjólfur. - sa
Formaður fjárlaganefndar hefur ákveðið að kalla eftir frekari gögnum um skiptingu fjár til háskóla:
Undrandi á skiptingu aukafjármagnsins
VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Formaður fjár-
laganefndar Alþingis.
SJÁVARÚTVEGUR Vísbendingar
eru um að ýsuárgangur ársins
2014 geti orðið stór eftir langvar-
andi lélega nýliðun. Þá er vísitala
þorsks sú hæsta síðan mælingar
hófust árið 1996.
Þetta eru helstu niðurstöður
nýafstaðins haustralls Hafrann-
sóknastofnunar, en helsta mark-
mið þess er að styrkja mat á
stofnstærð helstu botnlægra nytja-
stofna á Íslandsmiðum með sér-
stakri áherslu á djúpkarfa, grálúðu
og fleiri djúpsjávarfiska. Auk þess
er markmiðið að fá annað mat,
óháð aflagögnum, á stærð þeirra
nytjastofna sem vorrall nær yfir.
Kannski er stærsta fréttin að
fyrsta mæling á 2014-árgangi ýsu
bendir til að nú sé sex ára hrinu
af mjög lélegum árgöngum lokið.
Mældist 2014-árgangurinn sá
næst stærsti síðan haustrall hófst
árið 1996 og einungis stóri árgang-
urinn frá 2003 mældist stærri í
fyrstu mælingu árgangsins.
Heildarvísitala um magn þorsks
hefur farið hratt vaxandi síðast-
liðin 7 ár. Enn eitt árið er mæld-
ur metfjöldi af gömlum fiski. Mun
meira er af þorski stærri en 80
sentímetrar samanborið við með-
altal áranna 1996-2013. - shá
Haustrall Hafrannsóknastofnunar sýnir sterkari stofna botnfisks en oft áður:
Ýsan sýnir veruleg batamerki
Það kom okkur í
opna skjöldu þegar við
sáum skiptinguna svona.
LJÓSAFELL SU Fyrir rallið voru leigð
togskipin Ljósafell og Jón Vídalín VE.
M
YN
D
/L
O
Ð
N
U
VI
N
N
SL
AN
VEISTU SVARIÐ?