Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 6
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
Allar
þessar að-
gerðir hafa
skilað ein-
hverjum
árangri en við
teljum ekki
forsvaranlegt að eyða
meiri tíma í að reyna að
þétta svæðið betur.
Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri
verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf.
6
FRAMKVÆMDIR Ekki verður gerð
önnur tilraun til að loka heita-
vatnssprungunni sem opnaðist
í Vaðlaheiðargöngum í febrúar.
Vatnið verður leitt út úr göng-
unum í rörum en einnig streym-
ir talsvert af heitu vatni úr minni
sprungum innar í göngunum.
Stóra sprungan dælir enn um 65
lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í
göngin Eyjafjarðarmegin á hverri
sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið
gerðar til að loka henni með sér-
útbúinni efnablöndu. Síðustu til-
rauninni lauk í lok nóvember en
þá tókst að minnka strauminn um
30 lítra á sekúndu.
„Þá var dælt ofan í sprungu-
svæðið í nokkra daga og þá lok-
aðist á einum stað en opnaðist
á öðrum. Allar þessar aðgerðir
hafa skilað einhverjum árangri
en við teljum ekki forsvaranlegt
að eyða meiri tíma í að reyna að
þétta svæðið betur,“ segir Val-
geir Bergmann, framkvæmda-
stjóri verkkaupans Vaðlaheiðar-
ganga hf.
Alls streyma nú um 140 lítrar af
heitu vatni úr göngunum á hverri
sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59
gráðu heitu vatni koma úr minni
sprungum innar í göngunum. Loft-
hitinn er í kringum 30 gráður og
vonast er til að hann lækki þegar
vatnið úr stóru sprungunni verður
komið í rör.
„Það lekur mest við stafn gang-
anna en það stendur til að loka
fyrir það með efnaþéttingu. Píp-
urnar verða svo til bráðabirgða til
að minnka uppgufun og hitann,“
segir Valgeir.
Framkvæmdir við að loka
sprungunni hafa verið kostnaðar-
samar. Efnablandan er dýr og
erlendir sérfræðingar hafa komið
að framkvæmdunum. Ganga gerðin
hefur einnig tafist vegna heita
vatnsins og verkið er nú á eftir
áætlun. Valgeir segir ekki búið
að taka saman hversu mikið efna-
blandan hefur kostað.
„Þetta er kostnaður sem má allt-
af búast við í svona verki en efna-
grauturinn er dýr og þetta hleypur
á tugum milljóna króna. Samt sem
áður erum við bara búin að nota
einungis brot af því magni sem fór
í gerð Héðinsfjarðarganga.“
Valgeir segir ekki ljóst hvenær
gangagerð í Eyjafirði getur hafist
aftur.
„Það verður ekki fyrr en
aðstæður batna og vatnið þeim
megin minnkar. Vonandi getum
við byrjað þar aftur á fyrstu mán-
uðum næsta árs.“
Hitinn og rakinn í göngunum
urðu til þess að tæki og tól verktak-
ans Ósafls voru færð yfir í Fnjóska-
dal í september. Þar hefur tekist að
bora og sprengja 760 metra og eru
göngin því nú alls 3.450 metra löng.
„Þar gengur ágætlega en þó
erum við búin að vera í leiðinda-
bergi inn á milli en það er ekki
hægt að segja að það sé að tefja
verkið þeim megin. Þar að auki er
lítið sem ekkert vatn þar.“
haraldur@frettabladid.is
Ná ekki að loka sprungunni
Enn hefur ekki tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Verktakinn
hefur gert þrjár tilraunir og náð að minnka flæðið talsvert. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum.
VAÐLAHEIÐARGÖNG Þessa dagana streyma um 140 lítrar af heitu vatni út úr göngunum á hverri sekúndu. MYND/VALGEIR
VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið
hefur heimilað samruna 365 miðla
og fjarskiptafyrirtækisins Tals.
Fyrirtækin hafa því sameinast
undir merki 365.
Þetta kom fram í tilkynningu í
gær en starfsmönnum var kynnt um
tíðindin á fundi síðdegis sama dag.
Sævar Freyr Þráinsson, for-
stjóri 365, segir spennandi tíma
fram undan, bæði fyrir við-
skiptavini og starfsfólk samein-
aðs félags. Hann segir að í kjöl-
far sameiningarinnar verði unnt
að bjóða skemmtilegar nýj ungar,
sem ekki hafi sést áður á fjar-
skiptamarkaðnum, neytendum til
hagsbóta.
„Miklar breytingar eru að verða
á afþreyingar- og fjarskiptamark-
aði og sameinuð munu félögin geta
boðið viðskiptavinum sínum upp á
spennandi lausnir. Til að mynda
eru miklar breytingar fram undan
á dreifingu sjónvarpsefnis þar
sem snjalltæki eru í auknum mæli
að taka við hlutverki hinna hefð-
bundnu myndlykla,“ segir Sævar.
Eina áþreifanlega breyting-
in fyrir viðskiptavini félaganna
fyrst í stað er sú að Tal mun
flytja með skrifstofu og verslun
úr Grímsbæ í höfuðstöðvar 365 í
Skaftahlíð. Þar með verður stigið
fyrsta skrefið í að samþætta þjón-
ustu beggja fyrirtækjanna.
Í tilkynningu 365 segir að nýjar
áherslur sameinaðs félags verði
kynntar strax á nýju ári. Sam-
einingarviðræður fyrirtækjanna
hófust í sumar.
- ktd / hg
Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna fyrirtækjanna í gær en viðræðurnar hófust í sumar:
Sameining 365 miðla og Tals gengin í gegn
FORSTJÓRI 365 Sævar Freyr Þráinsson
segir spennandi tíma fram undan hjá
fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ATVINNUMÁL
Bjarni Guð-
mundsson hefur
verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri Samtaka
sunnlenskra
sveitarfélaga
(SASS) en gengið
var frá ráðningu
hans á stjórnar-
fundi samtakanna í gær.
Alls sóttu 45 um starfið en
fjórir drógu umsókn sína til
baka. Bjarni gegndi stöðu fram-
kvæmdastjóra þróunar hjá RÚV
frá árinu 2007 til 2014 en lét af
þeim störfum sl. vor. Bjarni hefur
áralanga stjórnunarreynslu.
Áætlað er að Bjarni taki til
starfa hjá SASS í janúar 2015.
- mhh
Tekur til starfa í janúar:
Bjarni ráðinn
til SASS
BJARNI
GUÐMUNDSSON
ÚTIVIST Vetrarkort fyrir göngu-
skíðafólk í Bláfjöllum og Skála-
felli mun kosta 12 þúsund krónur
og dagskort kostar 600 krónur.
Þetta er ákvörðun stjórnar
Skíðasvæða höfuðborgarsvæðis-
ins sem sendi frá sér tilkynningu
af því tilefni. Frítt verður fyrir
67 ára og eldri og yngri en 16 ára.
Þá er hægt að fá vetrarkortið á
gönguskíði á 10 þúsund krónur í
desember. Fram til þessa hefur
engin gjaldtaka verið fyrir
gönguskíðafólk. - kdt
Gjaldtaka á skíðasvæðum:
Gönguskíðafólk
þarf að borga
DÓMSMÁL Óðinn Jónsson, fyrrver-
andi fréttastjóri RÚV, og Malín
Brand fréttamaður voru í gær
sýknuð fyrir héraðsdómi í meið-
yrðamáli sem fyrrverandi slökkvi-
liðsmaður höfðaði á hendur þeim.
Maðurinn fór
fram á miska-
bætur og að til-
tekin ummæli
yrðu dæmd
ómerk. Umfjöll-
un RÚV sem
stefnt var fyrir
snerist um að
maðurinn, sem
starfaði þá hjá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins, hefði verið
dæmdur fyrir kynferðisbrot
gegn barni. Honum var í kjölfar-
ið vikið úr starfi. Maðurinn var
árið 2003 dæmdur í þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
blygðunarsemisbrot og kynferðis-
lega áreitni gagnvart stúlku. - ak
Fór fram á miskabætur:
Voru sýknuð í
héraðsdómi
ÓÐINN JÓNSSON