Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 6
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Allar þessar að- gerðir hafa skilað ein- hverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. 6 FRAMKVÆMDIR Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heita- vatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göng- unum í rörum en einnig streym- ir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sér- útbúinni efnablöndu. Síðustu til- rauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu. „Þá var dælt ofan í sprungu- svæðið í nokkra daga og þá lok- aðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Val- geir Bergmann, framkvæmda- stjóri verkkaupans Vaðlaheiðar- ganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Loft- hitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn gang- anna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Píp- urnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðar- samar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Ganga gerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efna- blandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má allt- af búast við í svona verki en efna- grauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mán- uðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktak- ans Ósafls voru færð yfir í Fnjóska- dal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda- bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“ haraldur@frettabladid.is Ná ekki að loka sprungunni Enn hefur ekki tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Verktakinn hefur gert þrjár tilraunir og náð að minnka flæðið talsvert. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum. VAÐLAHEIÐARGÖNG Þessa dagana streyma um 140 lítrar af heitu vatni út úr göngunum á hverri sekúndu. MYND/VALGEIR VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna 365 miðla og fjarskiptafyrirtækisins Tals. Fyrirtækin hafa því sameinast undir merki 365. Þetta kom fram í tilkynningu í gær en starfsmönnum var kynnt um tíðindin á fundi síðdegis sama dag. Sævar Freyr Þráinsson, for- stjóri 365, segir spennandi tíma fram undan, bæði fyrir við- skiptavini og starfsfólk samein- aðs félags. Hann segir að í kjöl- far sameiningarinnar verði unnt að bjóða skemmtilegar nýj ungar, sem ekki hafi sést áður á fjar- skiptamarkaðnum, neytendum til hagsbóta. „Miklar breytingar eru að verða á afþreyingar- og fjarskiptamark- aði og sameinuð munu félögin geta boðið viðskiptavinum sínum upp á spennandi lausnir. Til að mynda eru miklar breytingar fram undan á dreifingu sjónvarpsefnis þar sem snjalltæki eru í auknum mæli að taka við hlutverki hinna hefð- bundnu myndlykla,“ segir Sævar. Eina áþreifanlega breyting- in fyrir viðskiptavini félaganna fyrst í stað er sú að Tal mun flytja með skrifstofu og verslun úr Grímsbæ í höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Þar með verður stigið fyrsta skrefið í að samþætta þjón- ustu beggja fyrirtækjanna. Í tilkynningu 365 segir að nýjar áherslur sameinaðs félags verði kynntar strax á nýju ári. Sam- einingarviðræður fyrirtækjanna hófust í sumar. - ktd / hg Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna fyrirtækjanna í gær en viðræðurnar hófust í sumar: Sameining 365 miðla og Tals gengin í gegn FORSTJÓRI 365 Sævar Freyr Þráinsson segir spennandi tíma fram undan hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ATVINNUMÁL Bjarni Guð- mundsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) en gengið var frá ráðningu hans á stjórnar- fundi samtakanna í gær. Alls sóttu 45 um starfið en fjórir drógu umsókn sína til baka. Bjarni gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra þróunar hjá RÚV frá árinu 2007 til 2014 en lét af þeim störfum sl. vor. Bjarni hefur áralanga stjórnunarreynslu. Áætlað er að Bjarni taki til starfa hjá SASS í janúar 2015. - mhh Tekur til starfa í janúar: Bjarni ráðinn til SASS BJARNI GUÐMUNDSSON ÚTIVIST Vetrarkort fyrir göngu- skíðafólk í Bláfjöllum og Skála- felli mun kosta 12 þúsund krónur og dagskort kostar 600 krónur. Þetta er ákvörðun stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðis- ins sem sendi frá sér tilkynningu af því tilefni. Frítt verður fyrir 67 ára og eldri og yngri en 16 ára. Þá er hægt að fá vetrarkortið á gönguskíði á 10 þúsund krónur í desember. Fram til þessa hefur engin gjaldtaka verið fyrir gönguskíðafólk. - kdt Gjaldtaka á skíðasvæðum: Gönguskíðafólk þarf að borga DÓMSMÁL Óðinn Jónsson, fyrrver- andi fréttastjóri RÚV, og Malín Brand fréttamaður voru í gær sýknuð fyrir héraðsdómi í meið- yrðamáli sem fyrrverandi slökkvi- liðsmaður höfðaði á hendur þeim. Maðurinn fór fram á miska- bætur og að til- tekin ummæli yrðu dæmd ómerk. Umfjöll- un RÚV sem stefnt var fyrir snerist um að maðurinn, sem starfaði þá hjá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins, hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var í kjölfar- ið vikið úr starfi. Maðurinn var árið 2003 dæmdur í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðis- lega áreitni gagnvart stúlku. - ak Fór fram á miskabætur: Voru sýknuð í héraðsdómi ÓÐINN JÓNSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.