Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 12
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
STJÓRNMÁL Utanríkisráðu neytið
rannsakar nú þær upplýsingar
sem fram koma í skýrslu Banda-
ríkjaþings um pyntingar á föng-
um. Þetta kom fram í máli Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar
forsætisráðherra í óundirbúnum
fyrirspurnum á Alþingi í gær.
Árni Páll Árnason, for maður
Samfylkingarinnar, sagði að
skýrslan lýsti forkastanlegri
meðferð bandarísku leyniþjón-
ustunnar á saklausu fólki.
„Af þeirri skýrslu má ráða að
reiknað er með að Ísland hafi
verið nýtt til millilendingar með
saklaust fólk. Við vitum það að
frá og með sumri 2007 var mörk-
uð sú stefna að leita í flugvélum
sem grunaðar vorum um að vera
með fanga. En það er lítið vitað
um tímabilið frá 2001-2007. Mig
langar þess vegna til að vita
hvort þessi skýrsla kalli ekki á
það að Ísland geri hreint fyrir
sínum dyrum og við gröfumst
fyrir um það til fulls hvað gerð-
ist á þessum árum,“ sagði Árni
Páll.
Hann vill vita hvort gefin hafi
verið fyrirheit til leyniþjónustu
Bandaríkjanna um að hún gæti
millilent hér á Íslandi í friði, nýtt
flugvelli og aðstöðu. Hafi þau
fyrirheit verið gefin vill Árni
Páll vita hver gaf þau. „Voru það
ráðherrarnir tveir sem ákváðu
stuðninginn við Íraksstríðið? Var
þetta hluti af þeirri ákvarðana-
töku?“ spurði Árni Páll, en ráð-
herrarnir tveir voru Davíð Odds-
son og Halldór Ásgrímsson.
„Árið 2007 var skrifuð skýrsla
um þessi mál. Nú veit ég til þess
að utanríkisráðuneytið er aftur
að fara yfir málið og rannsaka
það í ljósi þeirra upplýsinga sem
fram komu í fyrrnefndri skýrslu.
Rannsaka
þátt Íslands
Utanríkisráðuneytið rannsakar nýjar upplýsingar í
skýrslu Bandaríkjaþings um fangaflug. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson segir málið mjög alvarlegt.
ERFIÐIR DAGAR Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson var mæðulegur á Alþingi
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Af þeirri
skýrslu má
ráða að
reiknað er
með að Ísland
hafi verið nýtt
til millilend-
ingar með saklaust fólk.
Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi fordæmi harðlega pyndingar
bandarísku leyniþjónustunnar. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem
lögð var fram á Alþingi í gær. Flutningsmenn tillögunnar segjast telja afar brýnt
að sú hræðilega meðferð á fólki sem lýst er í fyrrgreindri skýrslu verði fordæmd
um heim allan og mælast til þess að Alþingi Íslendinga bregðist skjótt við og
fordæmi þessi grimmdarverk með formlegum og opinberum hætti.
Í tillögunni er bent á að Alþingi hafi áður fordæmt mannréttindabrot og
ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-
flóa á Kúbu. Með tillögunni nú sé lagt til að slík fordæming verði ítrekuð í ljósi
nýrra upplýsinga sem fram hafa komið með hinni nýju skýrslu.
Alþingi fordæmi pyndingarnar
SÍ
A
1
3
3
6
3
9
Demants skart
-falleg jólagjöf
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
YOUR TIME IS NOW.
MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND.
Pontos Day/Date
Sígild en engu að síður nútímaleg
hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta.
Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir
vikudaga og dagsetningu. Einfalt
og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð.
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind
ÍSLAND NÝTT Í MILLILENDINGAR Forsætisráðherra segir málið alvarlegt og kann-
að verði hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Það er að segja vinnu Banda-
ríkjaþings,“ sagði Sigmundur
Davíð og tók undir með Árna
Páli. „Þetta er auðvitað mjög
alvarlegt mál og mikilvægt að
kanna hvort að aðstaða á Íslandi
hafi á einhvern hátt verið misnot-
uð í þessum aðgerðum,“ sagði Sig-
mundur Davíð. jonhakon@frettabladid.is