Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 22
13. desember 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK E itt þema er áberandi í umræðunni um útlend-ingamál. Það er mennt-aði útlendingurinn í lág- launastarfinu. Eðlisfræðingur að raka lauf. Hjúkrunarfræð- ingur að þrífa klósett. Læknir að vinna í frystihúsi. Sálfræðingur að passa börn í frímínútum. Sem sagt: hámenntað fólk að vinna illa launuð störf sem heimamenn „nenna ekki að vinna“. Fréttir eru auðvitað bara fréttir og ef þær eru sannar þýðir ekkert að amast við því að þær séu s a g ð a r. E n ég hef stund- um áhyggjur af því hvaða ályktanir fólk getur dregið af svona sögum. Augljósasta ályktunin er bersýnilega sú að innflytjendur séu ekki metnir að verðleikum. Það er vissulega oft tilfellið og það er fínt að menn hafi áhyggj- ur af því. En það er önnur ályktun sem menn gjarnan draga af frá- sögnum sem þessum. Hún er: „Æi, eigum við nokkuð að vera að fá allt þetta fólk inn í land- ið ef við höfum ekkert að gera fyrir það?” Fólk hugsar kannski: Ef ég væri menntaður lögfræð- ingur og gæti bara unnið við að skúra gólf í frystihúsi þá þætti mér það glatað. Fólk dregur þá ályktun að öllum öðrum hljóti að þykja það glatað. Fólk fær nei- kvæða tilfinningu fyrir flutn- ingum annars fólks milli landa. Leyfi ð lögmanninum að skúra Einhverjum kann að þykja það til merkis um sóun að fólk vinni störf þar sem mennt- un þeirra nýtist ekki að fullu. Og það má vel vera að það sé rétt. En það er samt ekki okkar að taka ákvörðun um hvernig fólk eigi að nýta sína menntun. Sú ákvörðun er einungis ákvörðun fólksins sem um ræðir. Sá sem tekur ákvörðun um að flytjast inn á annað mál- svæði veit oft að hann er að stíga út fyrir þæginda rammann. En hann gerir það samt. Í sumum störfum er góð tungumálakunnátta einfaldlega forsenda þess að fagmenntun nýtist því að fullu. Þetta á til dæmis við í heilbrigðisgeir- anum eða á öðrum sviðum þar sem krafist er samskipta við almenning. Vitanlega kann það stundum að vera tilfellið að tungumálakröfur séu notaðar sem skálkaskjól til að mismuna fólki eftir uppruna. En í mörg- um tilfellum geta þær átt fullan rétt á sér. Það er eðlilegt að einhver tími geti liðið þar til menn ná það góðum tökum á málinu. Í því samhengi má til dæmis nefna að margir útlendingar hafa hafið sinn starfsferil í leikskólum eða frístundaheimilum. Það er í alvörunni engin ástæða til að amast neitt við því. Það er ekk- ert að því að margir útlendingar vinni á leikskólum og frístunda- heimilum og það er heldur ekki neitt að því að margir þeirra leiti annað þegar á líður. Sóun á hæfi leikum? Síðan er eitt. Það eru auð-vitað ekki bara ein hverjir útlendingar sem vinna við annað en það sem þeir eru menntaðir í. Ég lærði víxlna reiknialgebru og ég verð að játa að ég hef lítið nýtt þá mennt- un mína í skrifum mínum fyrir Fréttablaðið eða í öðrum störf- um á hinum almenna vinnu- markaði. Á mörgum vinnustöðvum er fólk með alls konar menntun að gera alls konar hluti sem oft tengjast menntun þeirra ekki neitt. Ég þekki ótal hugvísinda- menn sem hafa unnið á Kleppi eða á dvalarheimilum aldraðra. Í sumum tilfellum er ekki mikið um vinnu í viðkomandi háskóla- fagi. En svo gerist það einfald- lega líka að fólk breytir um áhugasvið. Tímarit heimsins eru full af sögum af fólki sem hættir að vinna í banka til kenna börnum að syngja og dansa. Þær sögur eru settar fram sem hetjusögur, ekki sem harmsögur. Það ætti að líta eins á málin þegar um útlend- inga er að ræða. Margir eru að elta draum um að búa í öðru landi. Margir líta á ástand sitt sem tímabundið. Margir eru að afla sér reynslu til að geta vaxið og haft það betra í framtíðinni. Foreldrar mínir, sem eru bæði háskólamenntuð, unnu á fyrstu árum ýmis störf sem kannski hæfðu ekki beinlínis þeirra menntun. En ég er þeim auð vitað þakklátur fyrir að hafa látið sig hafa það og glaður yfir að engum hafi tekist að banna þeim að gera það. Það er ekkert nema gott mál að vilja búa til samfélag þar sem hæfileikar fara ekki til spillis. En áhyggjur af því að við metum útlendinga ekki að verð- leikum mega ekki verða til þess að við hleypum þeim síður inn í landið. Því það er ekki okkar að taka lokaákvörðun um hamingju annarra. Ekki okkar ákvörðun B est er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samn- ingafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Bene- diktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær fall- einkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heil- brigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðis- kerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heil- brigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil. Ástandið ekki þolandi og lausn er aðkallandi: Lífshættulegt verkfall lækna Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.