Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 30

Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 30
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is ÁSTRÍÐUFULLUR BRANSI Tómas, Guðrún og Jóhann Páll eru sammála um að til að tolla í bókabransanum þurfi maður að hafa logandi ástríðu fyrir bókaútgáfu og hafa taugarnar í lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jóhann Páll er fyrstur til að berjast í gegnum snjóstorm-inn og hitta mig á Kaffivagn-inum. Hann er útgefandi hjá Forlaginu, stærsta útgáfu-fyrirtæki landsins, og gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells og Iðunnar. Skömmu síðar birtast Guðrún, útgáfustjóri Bjarts, og Tómas Hermannsson, útgefandi hjá Sögum. Þegar þau ganga að borð- inu segir Jóhann að hann hafi von- ast til að þau myndu fjúka í burtu og ekki mæta í viðtalið. Svona er stemningin í desember hjá útgef- endum á Íslandi enda standa þeir í blóðugri samkeppni á jólamarkaðn- um. Hjá flestum útgefendum gefur jólamarkaðurinn 70-80 prósent af árstekjunum. Afkoman er því háð metsölubókunum í jólapakkanum hjá landanum. Þau þekkjast öll og að sjálfsögðu er allt í gamni sagt. Það breytir því þó ekki að taug- arnar eru þandar á þessum tíma ársins. Jóhann: „Maður telur dagana til jóla. Auðvitað er þetta svaka- legt kikk og maður verður fíkinn í þetta en svo spyr maður sjálfan sig á þessum árstíma hvern djöfulinn maður er að gera í þessu og bíður eftir að þessu ljúki. Svo er maður eins og aumingi á aðfangadag. Ég sting af úr landi í janúar til að jafna mig eftir þetta.“ Guðrún: „Þetta er bara okkar jólaundirbúningur. Maður fer með síðustu sendingarnar í bókabúðir á Þorláksmessu og hefur aðfanga- dagsmorgun til að undirbúa jólin. Maður er svo til í slaginn, uppá- pússaður og fínn klukkan sex.“ Jóhann: „Þetta er bara svo mikið spennufall og eftir jólamatinn er ég horfinn í rúmið. Börnin kvörtuðu yfir því þegar þau voru lítil og gera það enn. Ég er bara búinn á því og gæti alveg hugsað mér að loka mig af í nokkra mánuði eins og faðir minn var vanur að gera.“ Tómas: „Maður er mjög víraður en orðinn góður um áramótin. Þá fer maður að spá í næstu jól og byrjar allt upp á nýtt. En það tekur svona viku að hrista þetta af sér.“ Jóhann: „Þú ert svo ungur enn.“ Guðrún: „Þetta eru nokkrar vikur sem eru skelfilega tauga- trekkjandi. Skelfilega. Þegar maður er að sjá hvernig þetta leggst. Restina af árinu er þetta skemmtilegasti bransi sem maður kemst í.“ Jóhann: „Ég er ekki að segja að þessi spenna sé ekki skemmtileg. Annars væri ég ekki í þessu en ég finn að þetta gengur nærri mér og þetta er alls ekki fyrir alla. Fyrir allmörgum árum kom til okkar útgefandi sem gekk prýðilega sem vildi selja fyrirtækið. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri alltof hættuleg grein, spennan og álagið. Þetta er auðvitað svaka- legur þrældómur og allir sem eru í bókaútgáfu þurfa að gefa af sjálf- um sér með logandi ástríðu.“ Guðrún: „Já, annars væri þetta fullkomlega ómögulegt.“ Tómas: „Maður fer ekki út í þetta af excel-ástríðu.“ Dramatískur bransi Er bókaútgáfa sem sagt sérlega til- finningasöm kaupmennska? Þau játa því öll. Jóhann: „Ég held því fram að bókaútgáfa sé lífshættulegt starf.“ Guðrún: „Jói minn, mér finnst þú bara vera á brún hengiflugsins.“ Tómas: „Bókaútgáfa er lífsstíll.“ Jóhann: „Svo sannarlega. Starfið tekur brjálæðislega á því við erum ekki að framleiða sömu vöruna ár eftir ár, eins og Ora-baunir með fullri virðingu fyrir þeim, heldur búa til og selja nýja vöru á hverju einasta ári og þurfum alltaf að byrja frá grunni. Það skapar þessa spennu.“ Íslenska jólabókaflóðið einstakt Samkeppnin í desember er mikil og starf útgefandans fer að snúast í meiri mæli um sölumennsku. Útgef- endur keppa þó ekki eingöngu inn- byrðis heldur einnig við aðrar jóla- gjafir en það verður æ erfiðara að keppa um tíma fólks vegna úrvals afþreyingar á markaðnum. Verk- efnin snúast því um markaðssetn- ingu og kynningarstarfsemi sem og að fylgjast með gagnrýni og met- sölulistum sem getur tekið verulega á taugarnar. Guðrún: „Á ákveðnum tímapunkti í desember töpum við fyrir kjötinu, þá verðum við að vera búin að koma okkar til skila.“ Jóhann: „Ég hef metið það svo að til að ná eyrum þjóðarinnar verður það að gerast fyrir desember. En ef bók er slátrað í Kiljunni þá er þetta oft bara búið.“ Guðrún: „Ég er ekki sammála. Kiljan nær ekki til allra hópa og þá virðist slæm gagnrýni ekki bíta á þá. Stundum fljúga bækur áfram á orðsporinu. Meðbyr frá Kiljunni hjálpar samt alltaf.“ Jóhann: „Áhrif Kiljunnar eru gríðarlega mikil og miklu meiri en nemur áhorfstölum. Ef bók er slátr- að í Kiljunni þá er eins og sagan breiðist enn hraðar út og það sé talað um það yfir kaffibollanum í vinnunni daginn eftir. Annars ger- ist þetta svolítið með fyrsta metsölu- listanum í desember. Þá sér maður hvernig línurnar ætla að leggjast.“ Fyrir þessi jól eru 114 útgefendur að gefa út bækur og eru 642 prent- aðir titlar á boðstólum. Er það sér- íslenskt að bækur séu svona mikil jólavara? Tómas: „Algjörlega. Ég gef líka út í Svíþjóð og var þar um jólin í fyrra og ætlaði að ná sænskum jólamark- aði en hann er bara ekki til.“ Jóhann: „Jólabókaflóðið má rekja til stríðsáranna vegna vöruskorts. Þannig skapaðist sú hefð að gefa bækur í jólagjöf því það var í raun ekkert annað á boðstólum. Þið heyr- ið á tali fólks að það eru engin jól án bóka og allir spyrja: Hvaða bók fékkstu í jólagjöf?“ Guðrún: „Þetta er dásamleg hefð og skapar umræðu í jólaboðunum. Mjög þægilegt hjá fjölskyldum sem eru í ólíkum stjórnmálaflokkum því allir geta sameinast um að tala um jólabækurnar.“ Bækur halda í okkur lífinu Hafið þið áhyggjur af bókinni? Guðrún: „Nei, en það er ástæða til að hlúa að henni. Virðisaukaskattur- inn sem stjórnvöld hafa hækkað er grafalvarlegt mál.“ Tómas: „Yfirvöld vita ekkert hvað þau eru að gera. Bókabransinn velt- ir svona þremur til fjórum millj- örðum á ári sem er um eitt prósent af veltu í álinu, í ferðamennsku og sjávarútvegi. En þetta heldur lífinu í þjóðinni og svo á að hækka skatt- inn. Ég sel bæði bækur til Noregs og Danmerkur og það er 25% virðis- aukaskattur í Danmörku en enginn í Noregi. Þeim gengur ekkert að selja í Danmörku. Án bóka og tónlistar væri Ísland bara risastór verstöð en það er einmitt kannski það sem stjórnvöld vilja? Því ef þeim tekst að drepa bækur og tónlist þá erum við bara vinnudýr, eins og starfsmenn við færibandið.“ Guðrún: „Í Frakklandi er til dæmis mikil mál- og menningar- stefna rekin til varnar tungumálinu. Svo erum við á okkar litla málsvæði og hækkum skattinn. Franskir eru með skýra menningarstefnu, styrkja til dæmis bókaverslanir og því eru þær margar fallegar og á besta stað í verslunargötum en ekki arðbærari fyrirbæri einsog McDo- nalds búin að taka allt yfir.“ Jóhann: „Stjórnvöld horfa allt- af í peninga og umræða um menn- ingarlegt gildi eða menningarslys nær ekki eyrum þeirra. Talandi um beinharða peninga, þá er ég algjör- lega sannfærður um að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni á endanum skila miklu minni pen- ingum í ríkiskassann. Bókaútgáfa er óhemju viðkvæm grein og nægir að skoða hvaða stóru bókaútgefend- ur eru eftir sem voru að fyrir tíu, tuttugu og þrjátíu árum. Það hafa allir lent í verulegum erfiðleikum og margir farið á hausinn.“ Allir geta gefið út bók Tómas er nýjastur í bransanum og stofnaði Sögur fyrir níu árum. Hvernig datt honum í hug að fara út í þetta vitandi af þessari sam- keppni? Tómas: „Þetta er bara sjúk dómur. Ég bara fæddist svona og langaði alltaf að gefa út bækur.“ Jóhann: „Ég er með þetta í gen- unum og alinn upp við þetta.“ En eru ekki alltof margar bækur? Guðrún: „Stundum segjum við það en getum alls ekki bent á hvaða bókum er ofaukið.“ Tómas: „Eigum við ekki bara að leyfa fólkinu að ráða því? Það sem Barátta útgefenda í jólabókaflóði Bókaútgefendurnir Jóhann Páll Valdimarsson, Guðrún Vilmundardóttir og Tómas Hermannsson eiga jólabókaflóðinu lifibrauð sitt að þakka. Þau spjalla um sérstöðu íslensks bókamarkaðar, samkeppnina og ansi þandar taugar í desember.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.