Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 42

Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 42
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Það er verst hvað dimm-viðrið er mikið í dag. Við erum með Búlandstind í bakgarðinum en nú grillir ekki í hann,“ segir Hall-dóra Dröfn Hafþórsdóttir brosandi þegar bankað er upp á hjá henni í Kápugili við Berufjörð. Hún býr með fjölskyldu sinni í stjörnu- laga húsi inn á milli kletta og erindið er að fá að kíkja inn og komast í nánd við einstaka orkustrauma sem um húsið liggja. Ræður öllu Halldóra er hvorki meira né minna en leikskóla-, grunnskóla og tón- skólastjóri á Djúpavogi. „Ég ræð öllu, segi ég stundum við krakkana,“ segir hún hlæjandi. En það er ekki um starfið hennar heldur húsið sem við erum sérstaklega forvitin. „Já, þetta er skrítið hús og það er ofboðs- lega góður andi í því. Öllum sem koma hingað finnst koma friður og ró yfir þá,“ segir Halldóra. „Sá sem byggði húsið heitir Emil Björnsson, hann er ættaður frá Teigarhorni og er mikill útivistarmaður. Hann teiknaði húsið fyrst sem píramída, ætlaði að hafa það í laginu eins og Búlandstind. En svo sá hann að efri hæðin yrði alltof þröng og togaði hornin út. Þegar horft er á húsið ofan frá er það eins og stjarna og öll her- bergin í því eru stór og björt. Eitt er víst, það á enginn annar svona hús.“ Halldóra hefur það eftir hús- byggjandanum, fyrrnefndum Emil, að þrjár orkulínur mætist í súlu sem gengur upp í gegnum húsið. Þær komi frá nálægum stöðum sem kraftur streymi frá, meðal annars Búlandstindi. „Hér er mikill orku- punktur,“ segir hún og styður hendi á súlu á neðri hæðinni sem hún segir enn greinilegri á þeirri efri – og það passar. Ætluðu að vera eitt sumar Halldóra Dröfn og eiginmaður henn- ar, Albert Jensson, eru Stöðfirðingar sem komu á Djúpavog 1995. „Við ætl- uðum að vera hér eitt sumar. Albert fór að þjálfa fótbolta en ég var nýút- skrifaður kennari og ætlaði að fara heim á Stöðvarfjörð að kenna um haustið. Svo voru allar kennarastöð- ur dekkaðar þar en hér vantaði kenn- ara svo ég hugsaði, ah, jæja, ég verð þá einn vetur hér. En svo ílengdumst við. Bjuggum fyrst þrjú ár úti í þorpi en langaði alltaf að eiga hús aðeins utan við bæinn, svo frétti ég einn daginn á kennarastofunni að Kápu- gil væri til sölu. Við fengum að kíkja á það sama dag og ekki varð aftur snúið. Við fluttum hér inn 4. maí 1998 og erum mjög hamingjusöm, enda í dásemdarumhverfi.“ Margir reka upp stór eyru Eftir skoðunarferð um þetta skrítna hús kíkjum við á garðinn. Tilkomu- mikill klettur setur svip sinn á hann, þar búa hollvættir heimilisins, að sögn Halldóru. Hreindýrin hafa eyðilagt sum trén enda virða þau engar hindranir eins og girðingar. Rjúpa kurrar í grenndinni og uppi í hlíðinni blasir við gil, Kápugil. „Margir reka upp stór eyru þegar þeir heyra bæjarnafnið Kápugil,“ segir Halldóra. „Venjulega sagan er mjög einföld, að það hafi verið kind sem hét Kápa sem hafi haldið til í gilinu. En sagan sem við höldum á lofti er að Kápa hafi verið tröll- skessa. Það er drangur hér rétt fyrir ofan og þar segjum við að hún hafi orðið að steini, þessi elska. Ekki varað sig einn morguninn þegar sólin kom upp.“ ÞAÐ Á ENGINN ANNAR SVONA HÚS Skammt innan við þorpið á Djúpavogi er stjörnulaga hús sem heitir því kúnstuga nafni Kápugil og stendur þar sem þrjár orkulínur eru taldar mætast. Þar búa hjónin Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir og Albert Jensson með þremur börnum sínum. KÁPA „Við teljum að Kápa hafi verið tröllskessa sem hafi orðið að steini þegar sólin kom upp einn morguninn,“ segir Halldóra Dröfn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÁPUGIL Upphaflega var húsið teiknað eins og píramídi en var svo breytt í stjörnu. HLERI Fyrir ofan tvennar dyr uppi eru málverk af degi og nótt. Hér brosir sólin sjálf. Í SÓFANUM „Ég er aldrei að gera ekki neitt,“ segir Halldóra og grípur prjónana meðan myndin er tekin. Sófamálverkið er eftir Geir Pálsson, frænda hennar á Stöðvarfirði. EFRI HÆÐIN Orkusúlan er áberandi í miðju húsinu, öll herbergin umhverfis eru stór og björt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.