Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 55
Rósa Þorvaldsdóttir, meistari í snyrtifræðum, kennari og fótaað-gerðafræðingur, er eigandi Snyrti-
miðstöðvarinnar Lancôme. Hún hefur
rekið eigin stofu samfellt í 35 ár.
„Við tökum á móti fólki á öllum aldri,
konum og körlum, í slakandi andlits- og
líkamsmeðferðir og leggjum mikið upp
úr þægilegu andrúmslofti. Ég fæ fólk til
mín í alls konar ástandi og okkar mark-
mið er alltaf að hjálpa fólki að líða betur
í líkama og sál.“
MÆLIR MEÐ GOJI-BERJUM
Hverri meðferð fylgir húðgreining og
ráðleggingar um umhirðu húðar, segir
Rósa. „Ég er með mismunandi ráðlegg-
ingar fyrir hvern og einn en bendi öllum
á að borða hollt og fara vel með líkam-
ann. Goji-ber eru ein næringarríkasta
fæða sem ég veit um og algjört töfraefni
fyrir húðina, neglurnar og hárið. Ég
bendi mörgum á að ef þeir vilja fallegt
og heilbrigt útlit séu goji-ber frábær
lausn. Ég tek sjálf goji-fæðubótarefni
daglega því mér finnst það minnka
sykurþörf og gefa mér nauð-
synlega viðbótarorku. Einfalt
og þægilegt,“ segir Rósa og
brosir.
Goji-ber eru af mörgum
talin næringarríkasta fæða
sem finnst í náttúrunni
og eru því flokkuð sem
svokölluð ofurfæða eða
superfoods. Berin vaxa í
Kína, Mongólíu og Him-
alajafjöllunum og eru oft
kölluð hamingjuberin
vegna vellíðunar sem
þeim fylgir og ótrúlegra
áhrifa þeirra á heilsu og
heilbrigði.
Innfæddir hafa notað
þau í þúsundir ára í lækn-
ingaskyni vegna einstakra
yngingaráhrifa þeirra og
margvíslegra næringarefna. Þau eru
stútfull af próteini, amínósýrum, vítam-
ínum og steinefnum og einstaklega rík
af andoxunarefnum sem vinna gegn
öldrun og gefa húð, hári og nöglum fal-
legan ljóma. Einnig bæta þau sjónina,
skerpa hugsun, auka lífsorku og styrkja
ónæmiskerfið.
HENTUG LAUSN
FYRIR ALLA
Goji-ber hafa notið mikilla
vinsælda um allan heim.
Goji-fæðubótarefni er frá-
bær lausn fyrir þá sem vilja
neyta berjanna á auðveld-
an og þægilegan máta. Fá-
anlegt í nær öllum
apótekum lands-
ins, Heilsuhúsinu,
Heilsuhorninu,
Blómaval, Sport-
lífi, Fjarðarkaupum
og Heimkaup.
GEISLANDI HÚÐ,
HÁR OG NEGLUR
BALSAM KYNNIR GOJI-BER – Nýtt frá Natural Health Labs. Stuðlar að hreysti
og langlífi ásamt því að gefa húð, hári og nöglum fallegan ljóma. Tilvalið fyrir
þá sem vilja neyta goji-berja á auðveldan og þægilegan máta.
GOJI-BER
Goji-ber innihalda 500
sinnum meira magn
C-vítamíns en appels-
ínur, margfalt meira járn
en spínat og tífalt meiri
andoxunarefni en bláber.
MÆLIR MEÐ GOJI „Goji-ber eru ein næringarríkasta fæða sem ég veit um og
algjört töfraefni fyrir húðina, neglurnar og hárið,” segir Rósa.
RÁÐLÖGÐ
NOTKUN
Taktu eitt til þrjú
hylki með vatns-
glasi yfir daginn.
Save the Children á Íslandi
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
FÓSTBRÆÐUR Í HÖRPU
Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatón-
leika klukkan 17 í dag í Norðurljósasal
Hörpu. Kórinn syngur íslensk og erlend
jólalög en Auður Gunnarsdóttir sópran
syngur með kórnum.