Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 66
| ATVINNA |
Staða leikskólastjóra við leikskólann Garðaborg
Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Garðaborg.
Garðaborg er tveggja deilda leikskóli við Bústaðaveg, í næsta nágrenni við Fossvogsdalinn.
Leikskólinn er Grænfánaskóli og unnið er eftir hugmyndafræði Caroline Pratt og John Dewey. Í leikskólanum er lögð áhersla
á lýðræðislega stjórnun með samstarfi allra sem mynda samfélag Garðaborgar, þ.e. barna, foreldra og starfsfólks.
Mikil áhersla er lögð á virkt foreldrasamstarf í leikskólanum. Aðal leikefni leikskólans er opinn efniviður í ýmsum myndum, s.s.
einingakubbar. Gildi Garðaborgar er hugrekki og einkunnarorðin eru lýðræði – barnasáttmáli – efniviður.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að þróa og leiða uppeldis- og menntastarf
í Garðaborg.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreyti-
lega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin
fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.
Meginhlutverk leikskólastjóra er að:
• Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðar-
stefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár
og stefnu Reykjavíkurborgar.
• Hafa yfirumsjón með daglegu starfi í leikskólanum.
• Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og
starfsmenn.
• Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
• Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leik-
skólastigi.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
• Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn
umsækjanda á starf í leikskólanum.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. febrúar 2015. Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2015.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórn-
enda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veitir Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu, sími 411 1111.
Netfang: hildur.skarphedinsdottir@reykjavik.is
Atvinna!
Kjötafuraðstöð KS er framsækinn og afkastmikill
vinnustaður sem vill bæta við sig öflugum starfsmanni í
stórgripaslátrun og úrbeiningu. Bæði kemur til greina að
ráða nema og eða vanan einstakling.
Allar nánari upplýsingar veitir Edda í síma 455 4588 eða
sendið inn umsókn/fyrirspurn á edda.thordardottir@ks.is
HÆFNISKRÖFUR / VERKSVIÐ
Farice á og rekur tvo sæstrengi til
útlanda og sinnir þar af leiðandi nánast
allri gagnaumferð Íslands við útlönd.
Viðskiptavinir Farice eru fjarskiptafélög
og viðskiptavinir gagnavera sem eru
sívaxandi þáttur í starfseminni. Farice
býður Internet þjónustu og almenna
gagnaflutningsþjónustu og rekur eigin
kerfi til þess. Hjá félaginu eru rekin SDH
og bylgjulengdarkerfi ásamt Cisco IP/
MPLS kerfi bæði innanlands og erlendis.
Hjá Farice starfa í dag 7 manns en hluta
starfseminnar er úthýst.
Fjölbreytt starf í boði
hjá tæknideild FARICE
Smáratorg 3, 14. hæð 201 Kópavogur www.farice.is
Umsóknarfrestur er til 22. desember.
Umsóknir sendist á starf@farice.is
Við leitum að rafmagnsmenntuðum einstaklingi með mikinn áhuga
á sölustörfum, fyrir starfstöð okkar í Reykjavík
Nortek leggur áherslu á:
Góða framkomu og stundvísi
rumkv ði í star
Getu til að vinna sjálfstætt og skipulega undir álagi
Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2014.
Nortek ehf Eirhöfði 13 & 18 110 Reykjavík Hjalteyrargata 6 600 Akureyri nortek.is nortek@nortek.is
Nortek ehf var stofnað á Akureyri árið 1996 en árið
1998 var opnuð önnur skrifstofa í Reykjavík. Nortek
hefur allt frá byrjun verið leiðandi fyrirtæki á sviði
öryggis og tæknimála.
Hjá fyrirtækinu starfa 30 vel menntaðir og sérþjálfaðir
starfsmenn sem kappkosta að veita góða og skjóta
þjónustu. Nortek hefur lagt sig fram um að selja
einungis hágæða vörur frá viðurkenndum aðilum.
Sölumaður tæknilausna
13. desember 2014 LAUGARDAGUR2