Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 82

Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 82
FÓLK|HELGIN Brynhildur Björnsdóttir, skrá- setjari sögu Kramhússins í til- efni af þrjátíu ára afmæli þess, hefur verið viðloðandi húsið frá unglingsaldri. „Ég tók mér hlé í um áratug en byrjaði svo af fullum krafti í byrjun árs 2009, ómöguleg í baki og öll í steik. Það er skemmst frá því að segja að leikfimin í Kramhúsinu læknaði mig en þetta var í fyrsta skipti sem ég prófaði leikfimi hjá stofn- andanum, Hafdísi Árnadóttur. Tímarnir hjá henni eru engu líkir. Hún blandar saman ballett, jóga, pilates, tai chi, rúmbu, samba, tangó, cha cha cha og einhverri tækni sem hún ein kann og er ótrúlega góð fyrir allt mögulegt,“ útskýrir Brynhildur. VARÐ AÐ SEGJA SÖGU HÚSSINS Hafdís er íþróttakennari í grunn- inn og kenndi lengi vel við leik- listaskólann. „Henni fannst íþrótt- ir svo leiðinlegar að hún byrjaði að kynna sér alls konar dans og hefur hann fengið að blómstra í Kramhúsinu í gegnum tíðina,“ segir Brynhildur. Tímarnir sem Brynhildur hefur sótt eru fyrir konur á öllum aldri og gerir hver eins og hún getur. „Svo er Hafdís alltaf að segja okkur sögur og mér fannst að einhver ætti að skrá- setja þær. Þegar kom í ljós í fyrra að stórafmæli stæði fyrir dyrum ákvað ég að láta til skarar skríða.“ FÓLK KEMUR TIL AÐ NJÓTA SÍN Brynhildur segir mikið frum- kvöðlastarf hafa verið unnið í Kramhúsinu og hefur Hafdís lagt sig fram um að kynna hina ýmsu dans- og hreyfilist fyrir lands- mönnum. „Um tíma kom varla sá útlendingur til Íslands, sem kunni eitthvað í dansi, að hann væri ekki farinn að kenna í Kramhús- inu.“ Hún segir sérstöðu hússins margvíslega. „Þótt fólk sé hingað komið til að stunda líkamsrækt þá fer hér fram gríðarlegt gras- rótarstarf á sviði danslistar og annarrar listsköpunar auk þess sem hér hefur ávallt verið unnið öflugt barnastarf. Þessu fannst mér þurfa að gera skil. Það sem mér finnst þó allra best er að fólk kemur hingað til að vera en ekki til að verða; mjórri, sterkari eða hvað það nú er, þó það gerist auð- vitað samhliða. Það kemur til að njóta stundarinnar og njóta sín.” Bókin er að sögn Brynhildar byggð þannig upp að fyrst er farið yfir sögu Hafdísar og sögu hússins. „Síðan eru þarna viðtöl við fulltrúa þess helsta í húsinu, tangósins, afrósins, leikfiminnar, jógans, leiklistarinnar og barna- starfsins. Megnið af sögunni hefur hingað til verið í munnlegri geymd en auk þess segir ógrynni ljósmynda sína sögu. Ljósmynd- arinn Spessi er myndritstjóri bókarinnar. Hann hefur bæði tekið myndir og valið úr fjölda mynda sem hinir ýmsu ljósmynd- arar hafa tekið í Kramhúsinu í gegnum tíðina. Þá hefur Tómas Jónsson, grafískur hönnuður, lagt sitt af mörkum til bókarinnar en hann hefur séð um frumlegar og skemmtilegar auglýsingar fyrir Kramhúsið frá upphafi.“ UPPSKERA VETRARINS Í dag verður hin árlega jólagleði Kramhússins haldin í Tjarnarbíói. Þar fá áhorfendur að sjá uppskeru vetrarins hjá iðkendum. Fjöl- breytnin er gríðarleg og þykir sýn- ingin hin allra mesta skemmtun. Hjá sumum er hún órjúfanlegur hluti aðventunnar. „Þarna verða Bollywood-dansar, magadansar, afródansar, hip hop, breik, afró, balkandansar og hinir ýmsu gjörn- ingar,“ segir Brynhildur. Barnasýningin hefst klukkan 14 og fullorðinssýningin klukkan 20. ■ vera@365.is IÐKENDUR KOMA TIL AÐ VERA JÓLAGLEÐI Í DAG Dans- og listasmiðjan Kramhúsið fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni var ákveðið að skrásetja sögu hússins og kom bókin Kramhúsið – orkustöð i miðbænum út fyrir skemmstu. Árleg jólagleði Kramhússins verður haldin í Tjarnarbíói í dag en auk þess hefur verið ákveðið að teygja á afmælisárinu og halda yfirlitssýningu í febrúar á næsta ári. MIKIÐ FRUMKVÖÐLASTARF Hafdís Árnadóttir, stofnandi Kramhúss- ins, hefur lagt sig fram um að kynna hina ýmsu dans- og hreyfilist fyrir landsmönn- um í gegnum tíðina. GLEÐIN VIÐ VÖLD „Í Kramhúsið kemur fólk til að vera en ekki verða. Það kemur til að njóta stundarinnar,” segir Brynhildur. MYNDIR/SPESSI FJÖLBREYTTIR DANSSTÍLAR Tangóinn hefur lengi verið viðloðandi Kramhúsið. 30 ÁRA SAGA Hægt er að panta bókina í síma 551-5103 eða senda póst á bryndis@ kramhusid.is facebook.com/CommaIceland Minn um á jólad agata l comm a, vin ninga r alla daga til jó la. Ponchin koma í svörtu, bláu, gráu og drapplituðu eins og á mynd. Poncho verð aðeins 7.990 kr. Smáralind
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.