Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 96
10 HLUTABRÉF TWITTER Verð hlutabréfa Twitter féll um tæp 85% á þessu ári. Hjá venjulegu fyrirtæki væri þetta dauðadómur en ekki í heimi samfélagsmiðla. Notendafjöldi er dýrmætari gjald- eyrir en tekjur. Því miður hefur fjölgun notenda staðið í stað hjá Twitter. Horfurnar? Sé mið tekið af sögunni eru þær jákvæðar. Facebook gekk brösulega á hlutabréfamarkaði í upphafi en er í hæstu hæðum í dag. Hver veit? 9 SNJALLÚRIÐ 2014 átti að vera ár snjallúrsins. Nokkrar athyglisverðar frumgerðir litu dagsins ljós á síðasta ári– Sam- sung, LG og Sony kynntu formlega snjallúr til leiks og fyrirtækin héldu áfram að dæla út snjallúrum sem enginn virtist hafa áhuga á. Risarnir hafa ekki náð sér á strik og sprotinn Pebble með úrið Steel er enn vinsæl- astur. Mögulega getur Apple bjargað þessu með Apple Watch á næsta ári en það er lítið tilefni til bjartsýni. 8 MICROSOFT KINECT Þetta hefur verið erfitt ár hjá Micro- soft. Stjórnendaskipti og hræðileg byrjun á leikjatölvu-stríðinu við Sony. Hinn uppfærði Kinect-skynjari átti upphaflega að fylgja með Xbox One- leikjatölvunni og dró með sér 12.000 kr. verðmiða. Kinect, sem í raun er stórkostleg græja, var nauðsynlegur fylgihlutur Xbox 360-leikjatölvunnar. Árið 2014 varð ljóst að enginn vildi auga Microsoft í stofunni hjá sér. 7 IOS 8.0.1 Þetta var erfitt ár hjá Apple. Nýtt stýrikerfi iPhone beinlínis drap símana og þeir sem þustu á iTunes til að fá meina sinna bót fengu í staðinn uppfærslu sem gerði illt verra. Apple fór í neyðarham og dró uppfærsluna til baka. Birti aðra og allt féll í ljúfa löð. Fyrirtækið gerði lítið úr vandamálinu, þetta hafði víst bara áhrif á 40 þúsund manns. 6 TILRAUNASTARFSEMI FACEBOOK Fyrir utan sálfræðilegar tilraunir á notendum sínum þá reyndi Facebook fyrir sér í smáforritum. Fyrirtækið kynnti þrjú öpp til leiks, Rooms, Paper og Slingshot. Ekkert af þessum smáforritum hefur notið vinsælda (Paper er reyndar ansi myndarlegt app). Í hinu stóra samhengi eru forritin smávægileg fjárfesting fyrir Facebook. Mögulega eru þau vitnisburður um listrænt og hugmyndafræðilegt gjaldþrot sam- félagsmiðlarisans. 5 „SVONA TÖLUM VIÐ EKKI“ MEÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA MICROSOFT Satya Nadella, nýr framkvæmdastjóri Microsoft, hefur gert margt gott fyrir fyrirtækið. Markmið hans er að vinna gegn stöðnun Microsoft. Til að ná því markmiði er mikilvægt að sleppa því að tala niður til kvenna. Nadella sagði á árinu að konur ættu ekki að sækjast eftir launahækk- unum, þetta sagði hann á ráðstefnu kvenna í tölvuiðnaðinum (ekki djók). Frekar ættu þær að treysta á kerfið til að sjá um þær (kerfi sem mismunar konum). Nadella ítrekaði síðar að honum hefði skjátlast. 4 AMAZON BRENNUR Netverslunarrisinn kynnti loks snjall- síma til leiks. Hann kostaði álíka mikið og iPhone og var í alla staði frekar lélegt raftæki. Hann stóð sig þó þokkalega vel í að vera framleng- ing á vefverslun Amazon. Flestir eru sammála um að Amazon hafi ekki gert nóg í að undirstrika eiginleika símans. Stjórnarformaðurinn Jeff Bezos, verandi Jeff Bezos, er stað- ráðinn í að selja Amazon Fire-snjall- símann. „Fylgist með,“ sagði hann á dögunum. 3 CANDY CRUSH Sænski tölvuleikjarisinn King, sem á heiðurinn af Candy Crush, átti hræðilegt ár. Fyrir utan það að reyna að fá einkaleyfi á orðinu Candy þá var hlutafjárútboð fyrirtækisins hörmung. Bréfin voru upphaflega seld á verðinu 22,50$ á opnunardegi og stóðu í 19$ í lok dags. Sem sagt, allir töpuðu (verðið er í kringum 17$ í dag). Eins og með Twitter og Facebook þá segir fyrsti dagur á markaði ekki alla söguna. 2 ICLOUD Tekjur af sölu iPhone halda áfram að heilla en Apple þurfti engu að síður að takast á við erfið vandamál. Öryggismál iCloud vekja sérstaka athygli. Nektarmyndir af Jennifer Lawrence, Kate Upton og fleirum láku úr skýinu. Apple var harð- lega gagnrýnt fyrir öryggismál en fyrirtækið sagði friðhelgi notenda örugga. Á endanum voru skilmálar og stillingar efld. 1 GÖGNIN ÞÍN Þú áttir erfitt ár í netheimum. Þú kynntist ormum, vírusum og þjófum á borð við Regin, Heartbleed og Shellshock. Tölvurefir af öllum toga komust yfir gögn tugmilljóna einstaklinga um allan heim. Brotist var inn hjá fjölmörgum fyrirtækjum þar sem netvarnir voru af skornum skammti JP Morgan, Home Depot, Snapchat og nú síðast Sony. Það versta við þetta allt er að við neyt- endur berum sökina. Við framseljum persónuupplýsingar viljug, oft til fyrirtækja sem gæti ekki verið meira sama um netöryggi (lesist: Snapchat). - khn ÞAÐ VERSTA Í TÆKNI 2014: ÞÚ TAPAÐIR Í nýsköpun eru mistökin mörg. Hin vísindalega aðferð krefst mistaka og sem slík eru þau göfug. Það þýðir ekki að við getum ekki skemmt okkur yfir þessum mistökum. Hérna eru stærstu flopp ársins í tækniheiminum. 13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 60 GÖGNIN AMAZON FIRE MICROSOFT TWITTER GAGNAVER APPLE ENDOMONDO Endomondo reiknar kílómetrafjölda, tíma, kaloríur og þetta helsta sem maður þarf til að æfa sig fyrir hlaup. CRAZY HELIUM BOOTH Maður getur breytt andlitinu og rödd sinni og sent afmæliskveðjur sem feitur ljótur hamstur. Mér finnst þetta grín einhvern veginn ekki verða þreytt. DRIVE Ég gæti ekki farið í gegnum daginn án þess að skoða þetta forrit. Nota það mikið í minni vinnu sem útvarpskona. Við Sverrir hendum hugmyndum að viðtölum og umræðuefnum í þáttinn þarna inn. TULIPOP Benjamín sonur minn elskar þetta stafa- forrit, mjög svo skemmtilegt og fróðlegt. Giljagaur Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Sölutímabil 5. - 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð • Hafnarborg – Hafnarfirði Kokka - Laugavegi • Líf og list Smáralind Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi • Litla jólabúðin - Laugavegi Módern - Hlíðarsmára • Scintilla – Skipholti Þjóðminjasafnið - Suðurgötu • Blómaval - um allt land Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Blóma og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum • Valrós – Akureyri www.jolaoroinn.is S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A UPPÁHALDS ÖPPIN8 Ósk Gunnarsdóttir þáttar- stjórnandi á FM957 3G 9:41 AM A-Remote Viber Drive IMDB Shazam Endomondo Crasy helium Booth Tulipop SHAZAM Allir tónlistarunnendur þurfa að hafa þetta forrit í símanum sínum. Ef ég heyri gott lag og veit ekkert hvaða lag það er þá tek ég upp vin minn Shazam og hann gefur mér allar upplýsingar. IMDB Áður en maður horfir á ræmu þá er alltaf gott að sjá hvaða einkunn hún fær á IMDb. VIBER Ég á fjölskyldu og vini sem búa erlendis og með Viber þá hringi ég frítt í þau. Símreikning- urinn snarlækkaði eftir að ég náði í þetta forrit. A REMOTE Apple TV-fjarstýringin er alltaf að týnast á mínu heimili enda er hún pínkulítil. Þá er gott að geta notað símann sem Apple TV-fjarstýringu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.