Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 100
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 64 Það var alveg nýtt form fyrir mér að skrifa barnabók og ég var alls ekki viss um að lesend-urnir myndu fylgja með, en það hefur gengið alveg sæmilega,“ segir Ármann Jakobs- son höfundur Síðasta galdrameist- arans sem er ein fimm bóka sem tilnefndar eru í barna- og unglinga- bókaflokki Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Ármann er prófessor í íslensk- um bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og sækir efnivið í Síðasta galdrameistarann í þann sjóð. „Ég hef alltaf verið hrifinn af menningarlegum bókmennt- um sem byggjast á langri tilvísun í eldri bókmenntir. Þar má nefna verk eins og Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobsdóttur, svo við tökum íslenskt dæmi, en líka útlendar sögur um Ágústus, Tíberíus og Nóa til dæmis. Ég hef lesið talsvert af slíkum bókmenntum og finnst það oft mjög áhugavert þegar menn taka gamla sögu, snúa upp á hana og skoða út frá breyttu gildismati. Þessi saga mín er aðallega byggð á Hrólfs sögu kraka þar sem gildis- matið er mjög framandlegt fyrir okkur. Þar ríkir mikið karlasam- félag og ég er í raun og veru að skrifa alveg gegn því. Hugmyndin hjá mér var alltaf sú að endurtúlka hver væri góður og hver vondur í þeim átökum sem lýst er í sögunni, en þó vildi ég auðvitað ekki snúa því alveg við og gera það banalt. Allar persónurnar hafa einhverja kosti og einhverja galla, það er ekki alltaf tekin afgerandi afstaða í sög- unni heldur bent á aðra túlkunar- möguleika.“ Bægifótur hefndi sín Hvers vegna ákvaðstu að beina þessari sögu að börnum? „Þetta var gamalt efni, ég átti örstutt upphaf að sögunni síðan áður en mér datt í hug að skrifa Glæsi sem ég hafði lagt til hliðar. Svo lenti ég í því að snúa á mér fótinn og lá heima með bægifót um hríð, það var meira að segja kenning í fjölskyldunni að Bægifótur hefði hefnt sín fyrir Glæsi, en ég sem sagt var heima, innilokaður uppi á fjórðu hæð, og mátti ekkert gera þegar ég fann þetta upphaf í tölvunni og ætlaði í fyrstu bara að henda því. Fór samt að lesa það sem ég hafði skrifað og fannst það í fyrsta lagi betra en ég hélt og í öðru lagi sá ég strax hvernig ég gæti lagfært það. Síðan varð ferlið ekki stöðvað og ég skrif- aði alla söguna á nokkrum dögum en ég hef auðvitað snurfusað hana heilmikið síðan því maður heldur alltaf áfram að hugsa um söguna.“ Ármann segir atburðarás Síð- asta galdrameistarans setta inn í miðja Hrólfs sögu kraka, rétt fyrir Skuldarbardaga og hann sé yfirvof- andi í gegnum söguna. „Svo er það auð vitað gömul brella sem ýmsir barnabókahöfundar hafa notað á undan mér að taka nútímalega hugsandi persónu og setja hana í miðjuna á fornum heimi þar sem fólk hugsar öðruvísi. Sagan fjallar að miklu leyti um sannleikann, hvað sé satt og hvað logið, blekk- ingu og veruleika og sögurnar sem fólk segir. Því meira sem ég hugsaði um það því ánægðari varð ég með það sem efni í barnasögu. Ég held að börn hafi gott af því að heyra að eitthvað er ekki endilega satt bara af því að einhver segir það.“ Finnst þér það vera meira atriði í barnasögu en fullorðinsbók að það sé einhver boðskapur? „Nei, mér finnst þurfa að vera einhvers konar boðskapur í öllum sögum. Boðskap- ur er reyndar vandræðaorð, það er dálítill predikunarkeimur af því, en sögur þurfa alltaf að eiga eitt- hvert erindi. Auðvitað er gott að sögur séu í og með afþreying en hún getur þá verið erindi líka. Mér finnst ekki áhugavert að skrifa sögu um miðaldir nema maður hafi sjálfur mjög skýra sýn á hana og viti hvað maður vill gera með hana. Ef bara væri verið að herma eftir gömlu sögunum þá held ég að það myndi ekki rata til lesendanna.“ Ekki viss um að hitta í mark Hvaða aldurshóp hafðirðu í huga sem lesendur sögunnar? „Ég var raunar ekki mjög viss um það á meðan ég var að skrifa en mér hefur sýnst krakkar á aldrinum tíu til ellefu ára taka mjög vel við sögunni og yngri börn sem eru vanir lesendur taka henni líka vel. Ég prófaði söguna á tveimur sex ára börnum, sem höfðu fylgst með Merlin í sjónvarpinu, til að byrja með og þau kveiktu strax á efninu. Augljóslega skilur sex ára barn söguna á allt annan hátt en tíu ára barn en það gerir bara ekk- ert til ef það hefur gaman af henni. Mér finnst mikilvægt að sögur geti virkað á fyrir marga lesendahópa.“ Það virðist vera mikill áhugi á miðaldasögum um þessar mundir, kanntu einhverja skýringu á því? „Sá áhugi hefur held ég aldrei dofn- að. Auðvitað hefur fantasían verið sterk undanfarið enda er hún þægi- legt form að skrifa inn í. Þar ríkja ákveðnar reglur, ég er til dæmis með þrjár þrautir í minni sögu sem er klassísk brella til að knýja sögur áfram. En ég held raunar að það sé líka talsverð eftirspurn eftir raunsæju efni fyrir börn og ung- linga þótt ég sé ekki eins viss um að framboðið á því sé fyrir hendi. Þetta skiptir mig kannski ekki öllu máli, ég bara átti þessa sögu og fannst hún geta gengið upp þótt ég væri alls ekki viss um að hitta í mark með henni, það er alltaf svo- lítið óljóst.“ Síðasti galdrameistarinn virð- ist heldur betur hafa hitt í mark og Ármann viðurkennir að það hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar. Mig skorti svolítið sjálfstraust til að skrifa fyrir börn og hafði á tíma- bili miklar efasemdir um framtak- ið. Þegar maður er vanur að skrifa fyrir fullorðna er það töluverð nýj- ung að skrifa fyrir börn, maður er óviss um hvort lesendahópurinn muni fylgja með. Rithöfundar sitja auðvitað alltaf uppi með þessar efa- semdir; þeir hafa skrifað það sem þeim finnst skemmtilegt og áhuga- vert en finnst einhverjum öðrum það? Bókin stendur og fellur með því.“ Boðskapur er vandræðaorð Ármann Jakobsson er tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir sína fyrstu barnabók, Síðasta galdrameistarann. Hann segist hafa haft efasemdir um hvort hann kynni að skrifa fyrir börn og er að sjálfsögðu ánægður með viðtökurnar. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA ÁRMANN JAKOBSSON „Ég held að börn hafi gott af því að heyra að eitthvað er ekki endilega satt bara af því að einhver segir það.“ Starfsmenn Bjarts ráku upp stór augu við tiltekt í kjallarageymslu forlagsins á dögunum. Meðal þess sem þar dúkkaði upp voru þrjú eintök af fyrstu útgáfunni af Harry Potter, en Bjartur var svo snemma á ferðinni með galdrastrákinn að í þessu fyrsta kasti var hann með sína eigin kápu og sína eigin mynd af söguhetjunni. Þegar að fyrstu endur- prentun kom var JK Rowling-veldið að verða til og þá var búið að samræma útlitið á bókunum um allan heim. Safnarar vita af þessari einstæðu kápu og fær Bjartur reglulega fyrirspurnir hvaðanæva að um fyrstu útgáfuna sem var löngu uppseld. Eintökin þrjú eru nú vandlega læst inni í peningaskáp samsteypunnar og nefnd hefur verið skipuð til þess að ákvarða næstu skref. - fsb Fundu fj ársjóð í geymslunni Lesið verður úr þeim níu bókum sem eru tilnefndar til Fjöruverð- launanna, bók- menntaverðlauna kvenna, í Hann- esarholti klukkan 12 í dag. Meðal þeirra sem lesa eru Guðrún Eva Mínervudóttir, Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir og Elísabet Jökulsdóttir sem allar eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta. Allir eru velkomnir á viðburðinn. Níu tilnefndar í Hannesarholti FÆRT TIL BÓKAR SÖGUR Á GÓÐRI SIGLINGU Sögur útgáfa má vel við una þessa dagana. Ljónatemj- ari Camillu Läck- berg er í fyrsta sæti hjá Eymundsson og æviminningar Jóhönnu Kristjóns- dóttur, Svarthvítir dagar, næstmest selda ævisagan það sem af er vertíðinni. ! Ljóðabækur rjúka út í bókaflóðinu og hafa bækur Þórarins Eldjárns, Tautar og raular, og Gerðar Kristnýjar, Drápa, nú verið endurprentaðar, en slíkt er ekki algengt þegar ljóðabækur eiga í hlut. Ljóðið ratar sannarlega til sinna. Ætli það séu ljóðajól?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.