Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 102

Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 102
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 66 Djúpt djúpt inni í þéttustu skógum Nýja-Sjálands, í austurhlíðum Ruahine-fjallgarðsins sem liggur upp af og meðfram austur-strönd Norðureyjar, þar djúpt inni í skóginum, svo djúpt að menn þurfa nánast að klóra sig gegn- um þétt gróðurþykknið og í fjarska heyrist drynjandi harðtaktur hinna hörkulega bardagamanna Maóría sem æfa sig fyrir dans og stríð í senn, og dimmt dularfullt væl vekur grun um að kannski leynist enn í myrkviðunum fáeinir hinna fjögurra metra háu en ófleygu móa-fugla sem sumir halda að éti jafnvel menn þegar þeir verða soltnir, en þarna djúpt í skóginum, þar hafa nokkrir fölleitir menn daprir á svip nú rutt svolítið rjóður og eru að reisa sér skýli og vísi að sögunarmyllu, og einn hefur komið upp skilti og málað á það nafn á þessum stað sem þeir ætla að koma sér upp: Danavirki stendur þar, og þeir tala dönsku … Nei nei nei Það er löngu búið að ryðja skógana kringum Danavirki, eða Dannevirke eins og staðurinn heitir á Nýja-Sjá- landi. Maóríarnir búa allir í húsum núorðið og fara ekki lengur í stríð, það er löngu búið að sanna að móa-fugl- inn sé útdauður fyrir hundruðum ára. Ruahine-fjöll gnæfa enn í vestri en allt í kringum staðinn þar sem þetta svo- nefnda virki reis fyrst, þar er nú blóm- legt en svolítið syfjulegt landbúnaðar- hérað, akrar og búfénaður, þetta er sex þúsund manna bær, einu sinni var hann í þjóðbraut eftir að búið var að ryðja mesta skóginn, þá unnu menn hér hörð- um höndum við að koma upp járnbraut, en nú er búið að loka brautarstöðinni og lestin milli Wellington og Napier kemur ekki lengur við í Dannevirke. Fyrstu mannvirkin reist um árið 500 Dönsku sjónvarpsþættirnir 1864 vöktu þó nokkra athygli hér á landi um dag- inn. Og þeir rifjuðu upp tilvist Dana- virkis fyrir þeim sem höfðu gleymt því, það er að segja hins upprunalega Danavirkis. Það var lengst af talið hafa verið reist fyrst á víkingaöld, reyndar ekki einn virkisstaður til að byrja með, heldur nokkrir langir garðar, sums staðar skurðir á milli, og lágu þessi mannvirki nokkurn veginn alla leiðina milli Eystrasalts og Norðursjávar, svo menn drógu þá eðlilegu ályktun að um hefði verið að ræða virkisgarða sem danskir víkingar komu upp til að verj- ast árásum germanskra ættbálka af þýsku heiðunum. Nú er reyndar talið að upprunalega hafi þetta kannski frekar verið sam- göngumannvirki, eins konar frumdrög að Kílarskurði sem opnaður var 1895. Og nýjustu rannsóknir gefa til kynna að fyrstu mannvirkin hafi verið reist löngu áður en hinn eiginlegi víkinga- tími hófst, sum um árið 500, önnur jafnvel eldri. En með tímanum var orðið Danavirki þó fyrst og fremst notað um einn tiltekinn virkisstað, sem Danir fóru að lokum að líta á sem útvörð ríkis síns gagnvart Germönum eður Þjóðverjum. Vaxandi þjóðernisstefna Hvar Danmörk endaði og Þýskaland tók við var lengi allmjög á reiki, það átti einmitt eftir að verða ein aðal- ástæða þess hörmulega stríðs sem sjónvarpsþættirnir 1864 fjölluðu um. Danska konungsættin kom laust fyrir 1500 frá þýska hertogadæminu Olden- burg, skammt vestan Hamborgar, og næstu aldirnar höfðu Danakóngar margvísleg ítök í héruðunum Slés- vík og Holstein sunnan hinnar eigin- legu Danmerkur, þar sem þeir voru hertogar. Stundum vildu þeir meiri ítök; Kristján IV. fór í herferð suður í lönd 1625 og ætlaði að verða stórkarl í Þýskalandi en fór háðulegar hrak- farir og Dönum varð ljóst að þeim var líklega ekki ætlað að verða stórveldi í Evrópupólitíkinni. Er kom fram á 19. öld hafði vaxandi þjóðernisstefna hins vegar hleypt nýju blóði í Dani. Það voru ekki bara Íslend- ingar sem gerðust uppteknir af þjóð- erni sínu og sérstöðu og glæstri menn- ingu bæði að fornu og nýju. Danir tóku líka að tútna heilmikið út af nýrri trú á eigin mátt og megin. Og það olli vand- ræðum í hertogadæmunum Slésvík og Holstein. Í þá daga var Þýskaland sundrað í ótal ríki misjafnlega stór en samruna- ferli var þó hafið og til var samband þýsku ríkjanna. Slésvík og Holstein til- heyrðu þýska sambandinu en voru þó í raun hluti Danmerkur líka vegna þess að dönsku kóngarnir voru þar æðstu pótintátar. Með aukinni þjóðernis- hreyfingu 19. aldar tóku íbúar her- togadæmanna að skilgreina sig ýmist sem Dani eða Þjóðverja og fór ekki á milli mála að meirihluti þeirra taldi sig Þjóðverja, nema íbúar nyrðri hluta Slésvíkur sem flestir voru Danir. Árið 1848 kom til stríðs um yfirráð yfir hertogadæmunum milli Danmerk- ur og Prússlands sem var þá í óða önn að verða langöflugast þýsku ríkjanna og hafði reyndar lengi verið svo, en nú voru Prússar farnir að stefna mark- visst að því að sameina öll þýsku ríkin undir sínum fræga járnhæl. Af ýmsum ástæðum fóru Danir með sigur af hólmi í þessu stríði, þeir börðust vissulega knálega en Þjóðverjar gengu á hinn bóginn vart til leiks af heilum hug og flest stórveldi Evrópu vildu líka halda aftur af þeim. Árið 1851 var því samið um frið og Danir héldu yfirráð- um sínum yfir hertogadæmunum. Monrad líklega með geðhvarfasýki Árið sem stríð sjónvarpsþáttanna var háð, þá voru aðstæður hins vegar breyttar. Danir höfðu fyllst ofsatrú á sjálfa sig eftir sigurinn í stríðinu fimmtán árum fyrr og vildu nú setja í stjórnarskrá ákvæði sem gera myndu Slésvík og Holstein að ævarandi hlut- um danska ríkisins, þótt þau væru enn sem fyrr í þýska ríkjasambandinu. Í raun mátti hver maður segja sér að þetta gætu Þjóðverjar aldrei látið bjóða sér, enda kvöddu þeir út her og nú voru Prússar ekki einir á ferð, heldur höfðu Austurríkismenn með sér. Danir höfðu sem sé komið upp á móti sér tveimur af fimm helstu stórveldum meginlands- ins, en hin þrjú voru Bretland, Frakk- land og Rússland. Í sjónvarpsþáttunum 1864 vakti athygli að forsætisráðherra Dana og sá sem hratt þeim að endingu út í þetta stríð var sýndur nánast sem geggjaður fáráðlingur, Ditlev Monrad að nafni, biskup var hann að tign. Sannleikurinn mun vera sá að sú mynd var ekki nema örlítið ýkt, Monrad var í raun og veru afar vanstilltur maður og hefur líklega þjáðst af geðhvarfasýki, hann sveiflaðist ofsalega milli oflætis og þunglyndis og í einu oflætiskastinu lét hann hjá líða að semja um frið við Þjóðverja og Austur- ríkismenn meðan hann hafði enn mögu- leika á. Auðvitað var stríðið samt alls ekki honum einum að kenna, Danir voru almennt uppfullir af eldmóði og ráðnir í að helga sér hertogadæmin að eilífu, meira að segja Holstein, þar sem allir vissu að íbúarnir gátu ekki beðið eftir að sameinast Þýskalandi. Það flækti málið að nýr kóngur hafði aðeins fáeinum mánuðum fyrir upphaf FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson Fór að kynna sér þann hluta sögu Danmerkur sem fjallað var um í sjón- varpsþáttunum 1864 og komst að því sér til undrunar að einn þráður sögunnar endaði í þéttum skógum Nýja- Sjálands. VÍGVÖLLURINN 1864 SLÉSVÍK OG HOLSTEIN Kaupmannahöfn Hamborg Lübeck Kiel Dannevirke x xDybböl Málmey Óðinsvé Flensborg Slésvík Jótland Fjónn Sjáland Holstein Þýskaland EYSTRASALT NORÐUR- SJÓR Svíþjóð Danmörk Borg x Orrusta Núverandi landamæri Danmerkur og Þýskalands DRAUMURINN UM DANAVIRKI stríðsins sest í hásæti Danmerkur, Krist- ján IX., en hann hafði verið kallaður til kóngs af því Friðrik VII. var barnlaus. Kristján gat að langfeðgatali fundið danska kónga meðal forfeðra sinna, en var þó í raun miklu frekar þýskur her- togasonur. Af þessum ástæðum hafði Kristján ekki mikið að segja um ríkis- stjórnina þegar stríðið hófst en æsinga- menn eins og Monrad gátu farið sínu fram. Nú. Eins og skýrt kom fram í sjónvarpsþáttunum marg- nefndu trúðu Danir því statt og stöðugt að hið gamla Danavirki, sem nú taldist til Holstein, yrði sá brimbrjót- ur sem allar sókn- ir Þjóðverja myndu brotna á. Í þjóðernis- æði sínu sáu þeir fyrir sér hetjulega vörn her- sveita sinna í Danavirki og að lokum yrði sóknar- þungi Þjóðverja þorrinn, og þeir myndu neyðast til að semja um áframhaldandi yfirráð Dana yfir hertogadæmunum. En það fór allt á annan veg. Dönsku herforingjarnir vissu vel að það væri óðs manns æði að reyna að verja Danavirki, hið „óvinnandi vígi“ yrði einfaldlega líkkista danska hersins ef það yrði reynt. Og í byrj- un febrúar 1864 flúði danski herinn því frá Danavirki, og var það ægilegt áfall fyrir Mon- rad og Dani almennt. Bismarck vildi ekkert með Dani hafa Í staðinn reyndi danski herinn að verjast þar sem heitir Dybböl en í orrustu í apríl beið hann algjöran ósigur. Hrakfarir Dana voru algjörar og landið varnar - laust. Prússneski herinn brunaði mót- spyrnulaust yfir Jótland og bjó sig undir að gera innrás á Fjón og Sjáland. Hinn nýi kóngur Kristján IX. gerði Þjóðverj- um í leyni það fáheyrða tilboð að Danir skyldu ganga í þýska ríkjasambandið ef þeir fengju að halda hertogadæmunum. Slíkt tilboð var auðvitað bara landráð og ekkert annað, en Bismarck kanslari Prússa hafnaði boðinu. Hann kvaðst ekk- ert vilja með Dani hafa, þó hertogadæm- in ætlaði hann að eignast. Monrad var hins vegar genginn af göflunum, æpti og öskraði og krafðist þess að öllum friðar- umleitunum yrði hafnað og Kaupmanna- höfn varin til síðasta manns. Kóngurinn varð að lokum að setja Monrad af og var hann þá gjörsamlega úrvinda af æsingi og vonbrigðum. Hann bölvaði Dönum í sand og ösku og fannst þeir hafa svikið sig, lýsingarnar á reiðilestrum hans í garð Dana sem ekki vildu berjast til síðasta blóðdropa minna skelfilega mikið á lýsingar af Adolf Hitl- er sem heimtaði 1945 að þýska þjóðin fórnaði lífinu fyrir sig. En nú var saminn friður og urðu Danir að láta hertogadæmin af hendi. Í atkvæðagreiðslu eftir fyrri heimsstyrjöld lýstu íbúar í norðurhluta Slés- víkur hins vegar þeim vilja sínum að sam- einast Danmörku að nýju og varð það úr. Og hefur síðan verið kyrrt á þessum slóð- um og ekki framar barist um Danavirki. En það er af Monrad að segja að niðurbrot- inn maður ákvað hann að flytjast yfir hálfa jörðina og settist að á Nýja-Sjálandi, þar sem hann ætlaði að boða kristindóm og kærleika trú Maóríum. En þá kom tvennt á daginn. Í fyrsta lagi uppgötvaði hinn við- kvæmi Monrad að hafi herprúðir Prúss- ar verið ógnvekj- andi, þá voru stríðs- menn Maóría hálfu verri í hans augum, tattúeraðir á allan skrokkinn, söngl- andi sína hörkulega stríðssöngva. Einmitt um þær mundir sem Monrad mætti til leiks á Norðureyju voru Maóríar á stríðsbuxunum gegn ásælni Evr- ópubúa og uppgjafapólitíkus og biskup úr Danmörku hafði ekki andlegt þrek til að standa þar í móti. Og í öðru lagi hafa Maóríar kannski komist að raun um að kristindómur vanstillts stríðsæsinga- manns frá því hinum megin á hnettin- um hafði lítið að segja þeim. Monrad sneri heim aftur og náði reyndar seint og um síðir að stilla sitt stríða geð, hann settist meira að segja á þing aftur. En arfleifð hans í heim- inum felst kannski í tvennu: hinu yfir- gefna Danavirki í Holstein í Þýskalandi, og svo Dannevirke á Norðureyju en sá bær var stofnaður af dönskum útlögum sem fluttust að tilvísan hans til Nýja- Sjálands og fóru að ryðja skóg. Og lítill vafi er á að nafnið var valið af honum. Hvernig ber svo að líta á það? Sem hinn síðasta virðingarvott við drauminn sem dó við Danavirki, eða kaldrifjaðan brandara? Hafi herprúðir Prússar verið ógnvekjandi, þá voru stríðsmenn Maóría hálfu verri í augum Monrads, tattúeraðir á allan skrokk- inn, söngl- andi sína hörkulega stríðssöngva. MONRAD BISMARCK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.