Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 118
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 82
„Sígild jólalög og klassísk balletttónlist
er í forgrunni á jólatónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands að þessu sinni
og sem endranær verður hátíðleikinn
í fyrirrúmi,“ segir Margrét Ragnars-
dóttir, markaðs-og kynningarstjóri Sin-
fóníunnar. Hún segir á þriðja hundrað
manns koma fram á fernum tónleikum
þar í dag og á morgun, klukkan 14 og 16,
báða dagana. Þeir verða túlkaðir á tákn-
máli. „Þarna verður flutt úrval innlendra
og erlendra jólalaga sem koma öllum í
hátíðar skap,“ lofar Margrét.
Fyrir utan Sinfóníuhljómsveit Íslands
koma fram nemendur úr Listdans-
skóla Íslands, krakkar úr Skólahljóm-
sveit Árbæjar og Breiðholts, Stúlknakór
Reykjavíkur, táknmálskórinn Vox Sign-
um og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar. Einsöngvarar eru Hulda Björk
Garðarsdóttir og Kolbrún Völkudóttir.
Kynnir er trúðurinn Barbara sem mun
á sinn einlæga og óviðjafnanlega hátt
tendra ljós í hverju tónleikahjarta.
Um tónsprotann heldur Bernharður
Wilkinson.
- gun
Hátíðleikinn
verður í
fyrirrúmi
Jólatónleikar Sinfóníunnar eru
fastur viðburður í lífi margra
fj ölskyldna á Íslandi. Fernir
tónleikar verða í Eldborgarsal
Hörpu nú um helgina.
LJÓSBERAR Stúlknakór Reykjavíkur kom líka fram á tónleikunum 2012.
„… í sög
unni eru
margir
drepfynd
nir hlæja
-upphátt-
kaflar
og allsko
nar skem
mtilegar
vanga-
veltur um
lífið og t
ilveruna.
“
ÞÓRDÍS
GÍSLADÓ
TTIR
DRUSLU
BÆKUR
OG DOÐR
ANTAR
„... bók a
f því tagi
sem
gæti kan
nski bjar
gað heill
i
kynslóð f
rá ólæsi.
“
EIRÍKUR
ÖRN NOR
ÐDAHL
STARAFU
GL
„… einkar skemmtileg söguhetja, heilsteypt, trúverðug og bráðskörp stelpa … og fyrirtaks sögumaður.“ ÁRNI MATTHÍASSON / MORGUNBLAÐIÐ
DREPFYN
DIN SAGA
FYRIR UN
GLINGA Á
ÖLLUM A
LDRI!
2. PRENTUN VÆNTANLEG
TILNEFNING