Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 120

Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 120
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 84 Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnes- ar Magnúsdóttur og Friðriks Sig- urðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljana- kennd en reyndist fanga vel ömur- leikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátt- takandi í og verður opnuð í dag í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressi- leg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr for- tíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmennta- skólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdós- ina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers lista- manns sem er þá hluti af sýning- unni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Arna tekur fram að allir séu hjartanlega velkomnir í Dósina í síðasta sinn. Hún og Hekla muni meðal annars bjóða upp á ljóðasúpu og brauð og einhvern ljúfan vökva í glasi. „Gleðin hefst klukkan átta og lifir þar til glóðin lognast út af.“ gun@frettabladid.is Samtal kvenna úr fortíð og nútíð Vídeóverk Örnu Valsdóttur, Agnes, blandast við ljóð Heklu Bjartar Helga- dóttur, Kæra Ljóðsdóttir, á sýningu í Geimdósinni í Listagili Akureyrar. Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér. ➜ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir LISTAKONURNAR Hekla Björt og Arna eru með sameiginlega sýningu í Geimdósinni. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Sunnudagsleiðsögn verður í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg á morgun klukkan 14 þar sem þrír góðir gestir spjalla um verk á sýningu valinna verka úr safneign Listasafnsins. Að þessu sinni mun Jón Karl Helgason, pró- fessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, fjalla um Njál eftir Nínu Sæmundsson, Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, fjalla um mál- verk eftir Eggert Pétursson, og Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri mun fjalla um gjöf Lista- safnsfélagsins á verkinu Málverk eftir Auguste Herbin til Listasafns Íslands, sem einnig er til sýnis í safninu. - fsb Sunnudagsleiðsögn í Listasafni Þrír góðir gestir fj alla um verk úr safneign Listasafns Íslands í safninu. EINN AF ÞREMUR Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningar- deild Háskóla Íslands, fjallar um Njál eftir Nínu Sæmunds- son. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjö nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, þau Berglind Erna Tryggvadóttir, Daníel Perez Eðvarðsson, Elísabet Birta Sveins- dóttir, Gísli Hrafn Magnús son, Katrín Helena Jónsdóttir, Krist- ín Helga Ríkharðsdóttir og Oskar Gísli Petzet, sýna í dag í Bíói Para- dís afrakstur fimm vikna nám- skeiðs um tilraunakennda kvik- myndagerð. Útgangspunktur námskeiðs- ins var að nemendur gerðu stutta kvikmynd með vísi að söguþræði. Verkin sem sjá má eru gífurlega fjölbreytt; draumkenndar sýnir um lífið og dauðann í bland við grín, heimildaskráningu og mynd- skreytingar á sannsögulegum atburðum. Á önninni hafa nemendur verið að fást við ýmsa tímatengda miðla; samhliða kvikmyndatækninni hafa þeir unnið með gjörninga, hljóð og myndbandsinnsetningar. Þorbjörg Jónsdóttir kenndi á námskeiðinu og Sigurður Guðjóns- son var umsjónarmaður þess. Draumkenndar sýnir um lífi ð og dauðann Sjö nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands sýna verk í Bíói Paradís í dag klukkan 15. TILRAUNA- KENND KVIK- MYNDALIST Stilla úr verki Berglindar Ernu Tryggvadóttur, einu sjö verka sem sýnd verða í dag. opið á aðventu Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2015 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2015. Verðlaun að upphæð 700 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Páll Valsson formaður og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Bjarni Bjarnason tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlau- naverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2015. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2. hæð, 101 Reykjavík. Hjörtur Marteinsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. febrúar 2015. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. Finnur Arnar tekur á móti gest- um í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum klukkan 14 í dag og fjallar um sýningu sína Ferð. Finnur Arnar á að baki langan og fjölbreyttan feril á vettvangi íslenskra sjón- lista. Myndbandslistaverk eftir hann hafa verið sett upp á helstu sýningarstöðum landsins, ein sér eða í samfloti við verk unnin í aðra miðla. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem haldin er sérstök sýning á vídeólist í húsakynnum safnsins. Finnur með leiðsögn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.