Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 120
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 84
Þegar Hekla Björt bauð mér að
sýna í Geimdósinni ákvað ég að
nota lítinn myndbút sem varð til
þegar ég skoðaði aftökustað Agnes-
ar Magnúsdóttur og Friðriks Sig-
urðssonar í Vatnsdalnum. Það var
á hráslagalegum degi síðasta vor.
Myndatakan var mjög tilviljana-
kennd en reyndist fanga vel ömur-
leikann við staðinn.“ Þannig byrjar
Arna Valsdóttir myndlistarkona að
segja frá sýningu sem hún er þátt-
takandi í og verður opnuð í dag í
Geimdósinni við Kaupvangsstræti
á Akureyri. Svo heldur hún áfram:
„Hekla lagði til ljóð sem er hressi-
leg tjáning nútímakonu og ég gerði
upptöku þar sem hún flytur það.
Mér fannst heillandi að láta þessi
tvö verk hittast eins og kona úr for-
tíð hitti nútímakonu svo ég bræddi
þessi tvö myndskeið saman. Þetta
er svona kvennasamtal.“
Arna tekur fram að hún og Hekla
séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er
á sextugsaldri og Hekla Björt á
þrítugsaldri og ég kenndi henni
við myndlistardeild Verkmennta-
skólans. Mér finnst aðdáunarvert
hvernig hún hefur rekið Geimdós-
ina inni á sinni vinnustofu en nú
er hún að missa plássið. Hún hefur
verið með metnaðarfullar sýningar
þar og þessi viðburður okkar er sá
sautjándi og síðasti í Geimdósinni á
einu ári. Hún er líka skáld og hefur
alltaf lagt eitt ljóð til hvers lista-
manns sem er þá hluti af sýning-
unni. Oft hafa listaverkin svo tengst
ljóðinu.“
Arna tekur fram að allir séu
hjartanlega velkomnir í Dósina í
síðasta sinn. Hún og Hekla muni
meðal annars bjóða upp á ljóðasúpu
og brauð og einhvern ljúfan vökva
í glasi. „Gleðin hefst klukkan átta
og lifir þar til glóðin lognast út af.“
gun@frettabladid.is
Samtal kvenna
úr fortíð og nútíð
Vídeóverk Örnu Valsdóttur, Agnes, blandast við ljóð Heklu Bjartar Helga-
dóttur, Kæra Ljóðsdóttir, á sýningu í Geimdósinni í Listagili Akureyrar.
Ekki láta þér bregða, þeir koma
þessir dagar …
Dagarnir sem byrja á síðdegi og
enda á kaldri súpu
spegilmyndin hörfar, fölnuð ást
safnar ryki
og þú starir fram hjá sjónvarpinu
í úlpu
Það snjóar inn um gluggann og
hjartað er úr ösku
og þú vilt eyða þeim í rúminu,
með einhverjum að yrkja um …
og ekki um einhvern sem drap í
glóð í hjartanu,
heldur einhvern sem klæðir sig
brosandi í úlpu
hitar súpuna og situr með þér.
➜ Upphaf ljóðsins
Kæra Ljóðsdóttir
LISTAKONURNAR Hekla Björt og Arna eru með sameiginlega sýningu í Geimdósinni. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Sunnudagsleiðsögn verður í Listasafni Íslands við
Fríkirkjuveg á morgun klukkan 14 þar sem þrír
góðir gestir spjalla um verk á sýningu valinna
verka úr safneign Listasafnsins.
Að þessu sinni mun Jón Karl Helgason, pró-
fessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla
Íslands, fjalla um Njál eftir Nínu Sæmundsson,
Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Íslensku- og
menningardeild Háskóla Íslands, fjalla um mál-
verk eftir Eggert Pétursson, og Tinna Gunnlaugs-
dóttir þjóðleikhússtjóri mun fjalla um gjöf Lista-
safnsfélagsins á verkinu Málverk eftir Auguste
Herbin til Listasafns Íslands, sem einnig er til
sýnis í safninu. - fsb
Sunnudagsleiðsögn í Listasafni
Þrír góðir gestir fj alla um verk úr safneign Listasafns Íslands í safninu.
EINN AF
ÞREMUR
Jón Karl
Helgason,
prófessor við
Íslensku- og
menningar-
deild Háskóla
Íslands, fjallar
um Njál
eftir Nínu
Sæmunds-
son.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sjö nemendur myndlistardeildar
Listaháskóla Íslands, þau Berglind
Erna Tryggvadóttir, Daníel Perez
Eðvarðsson, Elísabet Birta Sveins-
dóttir, Gísli Hrafn Magnús son,
Katrín Helena Jónsdóttir, Krist-
ín Helga Ríkharðsdóttir og Oskar
Gísli Petzet, sýna í dag í Bíói Para-
dís afrakstur fimm vikna nám-
skeiðs um tilraunakennda kvik-
myndagerð.
Útgangspunktur námskeiðs-
ins var að nemendur gerðu stutta
kvikmynd með vísi að söguþræði.
Verkin sem sjá má eru gífurlega
fjölbreytt; draumkenndar sýnir
um lífið og dauðann í bland við
grín, heimildaskráningu og mynd-
skreytingar á sannsögulegum
atburðum.
Á önninni hafa nemendur verið
að fást við ýmsa tímatengda miðla;
samhliða kvikmyndatækninni
hafa þeir unnið með gjörninga,
hljóð og myndbandsinnsetningar.
Þorbjörg Jónsdóttir kenndi á
námskeiðinu og Sigurður Guðjóns-
son var umsjónarmaður þess.
Draumkenndar sýnir um lífi ð og dauðann
Sjö nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands sýna verk í Bíói Paradís í dag klukkan 15.
TILRAUNA-
KENND KVIK-
MYNDALIST
Stilla úr verki
Berglindar Ernu
Tryggvadóttur,
einu sjö verka
sem sýnd verða
í dag.
opið á aðventu
Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar 2015
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók,
frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2015.
Verðlaun að upphæð 700 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Páll Valsson formaður og Ragnhildur
Pála Ófeigsdóttir tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar
og Bjarni Bjarnason tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags
sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem
borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlau-
naverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa
til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi
með í lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2015.
Utanáskrift:
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og
ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2. hæð, 101 Reykjavík.
Hjörtur Marteinsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014. Aðrir sem
áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs
Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. febrúar 2015. Einnig er unnt að fá handrit send í
póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa.
Finnur Arnar tekur á móti gest-
um í sýningarsal Listasafns
Reykjanesbæjar í Duushúsum
klukkan 14 í dag og fjallar um
sýningu sína Ferð. Finnur Arnar
á að baki langan og fjölbreyttan
feril á vettvangi íslenskra sjón-
lista. Myndbandslistaverk eftir
hann hafa verið sett upp á helstu
sýningarstöðum landsins, ein sér
eða í samfloti við verk unnin í
aðra miðla.
Þess má geta að þetta er í
fyrsta sinn sem haldin er sérstök
sýning á vídeólist í húsakynnum
safnsins.
Finnur með
leiðsögn