Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 127

Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 127
LAUGARDAGUR 13. desember 2014 | LÍFIÐ | 91 Jennifer Aniston vill endurinn- rétta piparsveinaíbúð unnusta síns, Justins Theroux, í New York vegna þess að það er alltof langt síðan hún gerði eitthvað slíkt. Aniston og Theroux hafa verið trúlofuð síðan í ágúst 2012. Þau eiga hús í Bel Air í Kaliforníu og búið er að taka það í gegn. Pipar- sveinaíbúðin er næst á dagskrá. „Ég elska þetta,“ sagði hún um innanhússhönnun. „Þetta er fínt áhugamál, þannig séð. Ég á erfitt með að sitja kyrr og því er gaman að gera eitthvað svona. Ég hef ekk- ert gert síðan júní,“ bætti hún við í léttum dúr. Breytir íbúð unnustans TRÚLOFUÐ Aniston og Theroux trúlofuðu sig í ágúst árið 2012. Adam Levine, söngvari Maroon 5, vill eignast sautján börn með eigin konu sinni Behati Prinsloo. Hann vill eignast stóra fjölskyldu með Prinsloo, fyrirsætu hjá Vict- oria ś Secret, en gerir sér grein fyrir að það verði ekki á næstunni. „Ég vil örugglega sautján. Er það ekki temmilegt? Ég elska börn og hef gaman af krökkum sem koma á tökustað,“ sagði hann en Levine er dómari í sjónvarpsþætt- inum The Voice. Hann bætti við í samtali við E! News að barneignir væru fyrirhugaðar í framtíðinni en vissi ekki hvenær. Vill eignast sautján börn ADAM LEVINE Söngvarinn vill eignast helling af börnum með eiginkonu sinni Behati Prinsloo. Allt stefnir í að ilmvatn söngkon- unnar Beyoncé, Rise, verði vinsælasta stjörnuilmvatnið í Bretlandi á þessu ári. Búist er við að það seljist yfir 750 þúsund flöskur þar í landi árið 2014. Talið er að hún þéni tæpar 300 millj- ónir króna á þeirri sölu. Næstvinsælasta ilmvatnið er That Moment frá strákabandinu One Direc- tion en talið er að um 450 þúsund flöskur seljist af því. Ilmvötn frá Che- ryl Fernandez-Versini, Nicki Minaj og Katy Perry komust einnig á topp-tíu listann, ásamt ilmvötnum frá Rihönnu, Victoriu Beckham, Taylor Swift og Lady Gaga. „Þetta hefur verið gott ár fyrir ilm- vötn stjarnanna. Þetta snýst allt um poppstjörnur,“ sagði Rakesh Aggarwal, ilmvatnssérfræðingur hjá Escentual. com. „Þessi góða sala þýðir að ilmvötn- in þeirra eru álíka vinsæl og ilmvötn- in frá stóru spilurunum á markaðnum, hönnuðunum. Beyoncé er í níunda sæti yfir mestu söluna yfir allt og það er stór- merkilegt,“ sagði hún. „Flestar stjörn- urnar fá í kringum 400 krónur af hverju seldu ilmvatnsglasi.“ Beyoncé á vinsælasta stjörnuilmvatnið í Bretlandi Búist er við að af ilmvatni söngkonunnar vinsælu, Rise, seljist 750 þúsund fl öskur, þegar árið 2014 verður á enda runnið. NICKI MINAJ Bandaríska söngkonan er í fjórða sæti með ilminn Minajesty. BEYONCÉ Söngkonan vin- sæla hefur slegið í gegn með ilmvatninu sínu Rise. SALA TÍU VINSÆLUSTU ILMVATNA STJARNANNA Beyonce - Rise - 750.000 One Direction - That Moment - 450.000 Cheryl Fernandez - Versini - Storm Flower - 320.000 Nicki Minaj - Minajesty - 310.000 One Direction - You & I - 240.000 Katy Perry - Killer Queen - 230.000 Rihanna - Rogue - 120.000 Victoria Beckham - Intimately Beckham - 80.000 Taylor Swift - Taylor - 50.000 Lady Gaga - Eau de Gaga - 23.000 Nurofen Apelsin Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára Fæst í Lyfjum & heilsu Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir www.lyfogheilsa.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.