Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 134

Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 134
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 98 Stundum er breyt- inga þörf í fótboltanum. Ég breytti til og er ánægður. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea. Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is Swansea 2012 18 leikir (17 í byrjunarliði). 1.494 mínútur. 83 mínútur að meðaltali í leik. 7 mörk / 3 stoðsendingar. 149,4 mínútur á milli marka eða stoðsendinga. Tottenham 2012-2013 33 leikir (12 í byrjunarliði). 1.235 mínútur. 37,4 mínútur að meðal- tali í leik. 3 mörk / 4 stoðsendingar. 176,4 mínútur á milli marka eða stoðsendinga. Tottenham 2013-2014 25 leikir (14 í byrjunarliði). 1.278 mínútur. 51,1 mínúta að meðaltali í leik. 5 mörk / 0 stoðsendingar. 255,6 mínútur á milli marka eða stoðsendinga. Swansea 2014 15 leikir (15 í byrjunarliði). 1.266 mínútur. 84,4 mínútur að meðaltali í leik. 2 mörk / 8 stoðsendingar. 126,6 mínútur á milli marka eða stoðsendinga. Frammistaða Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni síðan 2012 Í TOTTENHAM Gylfi Þór var keyptur frá þýska liðinu Hoffen- heim árið 2012 eftir góða frammi- stöðu sem lánsmaður hjá Swansea. Þar fékk hann hins vegar sjaldan að spila sína stöðu. Í SWANSEA Sneri aftur til Wales í sumar en Ben Davies og Michel Vorm fóru frá Swansea til Tottenham í skipt- um fyrir Gylfa. Á meðan Davies og Vorm hafa lítið sem ekkert spilað í Lundúnum hefur Gylfi blómstrað sem einn besti miðjumaður deildarinnar fyrir áramót. FÓTBOLTI „Þetta snýst ekki um hvernig ég spila gegn Tottenham. Þetta snýst um hvernig ég spila fyrir Swansea allt tímabilið. Það er það sem hvetur mig áfram,“ sagði hinn hógværi Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við enska fjölmiðla fyrir leik sinna manna í Swansea gegn Tottenham á Liberty Stadium á sunnudag. „Það er markmið mitt að vinna alla leiki – hvort sem það er gegn liðum sem ég hef áður spil- að með eða ekki.“ Ummæli Gylfa Þórs koma ekki á óvart enda velur hann orð sín vel í viðtölum við fjölmiðla, hvort sem er hérlendis eða í Englandi. Hann lætur verkin tala inni á vellinum og skilaboðin sem hann hefur sent Tottenham í haust eru skýr – „þið létuð mig spila í rangri stöðu“. Gylfi hefur áður sagt að hann hafi aldrei verið hrifinn af því að spila á vinstri kantinum, líkt og hann gerði svo oft hjá Tottenham. Hann nýtur sín á miðjunni, helst fyrir aftan fremsta sóknarmann, enda hefur samvinna hans við Wilfried Bony verið eitruð á fyrstu mánuðum tímabilsins. Gylfi hefur lagt upp alls átta mörk í haust, þar af mörg fyrir Bony sem er marka- hæsti leikmaður Swansea með sjö mörk. Það er sama hvaða tölfræði er skoðuð þegar frammistaða Gylfa hjá Tottenham er borin saman við frammistöðu hans hjá Swansea. Velska félagið hefur vinninginn í öllum þáttum. Mest áberandi er að Gylfi hefur á tveimur hálfum tímabilum (vorið 2012 og haustið 2014) átt þátt í fleiri mörkum (tíu í bæði skiptin) en á hvoru tímabilinu hans hjá Tottenham (sjö í fyrra skiptið, fimm í það síðara). Gylfi Þór hefur verið byrj- unarliðsmaður í öllum fimmtán deildar leikjum Swansea til þessa í ár og þarf bara þrettán mínútur á sunnudag til að komast yfir þann mínútufjölda sem hann náði með Tottenham í fyrra. Gylfi er þegar búinn að slá við mínútufjölda fyrra tímabils síns í Lundúnum. Hann hefur blómstrað á miðjunni hjá Swansea og gefið næstflestar stoð- sendingar allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í ár (átta talsins) en aðeins Cesc Fabr egas hefur gefið fleiri (ellefu). Lykillinn að öllu saman er að Gylfi er að spila í sinni stöðu. Stöð- unni sem hann fékk aðeins að spila í sex byrjunarliðsleikjum af 26 alls á árunum tveimur hjá Tottenham. Enda mátti sjá á samfélagsmiðlum eftir flutning Gylfa í suðurhluta Wales í sumar að margir stuðn- ingsmanna Tottenham sáu eftir honum. En forráðamönnum liðs- ins má vera nú ljóst að Gylfi var á þeim árum sem hann var í Lund- únum vannýttur. Það má hins vegar ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að Gylfi fékk dýrmæta reynslu af því að spila í stórum leikjum, svo sem Lund- únaslag gegn Arsenal, og í Evr- ópukeppni. Þá æfði hann og spilaði með mörgum gríðarlega öflug- um leikmönnum, þeirra á meðal Gareth Bale sem nú er á mála hjá Real Madrid. „Þetta var tími sem ég naut virkilega, þrátt fyrir að það hafi líka verið nokkrir erfiðir mán- uðir. Stundum er breytinga þörf í fótboltanum. Ég breytti til og er ánægður,“ sagði Gylfi. Fá lið hafa verið betri á heima- velli í ensku úrvalsdeildinni en Swansea, þrátt fyrir að hafa tapað síðustur leikjum sínum á Liberty Stadium. Liðið byrjaði tímabilið frábærlega en hefur verið að fær- ast niður töfluna í síðustu leikjum. Gylfi og félagar hans eru þó í átt- unda sæti og því engin ástæða til að örvænta enn. Sigur á Totten- ham væri þó kærkominn og myndi sjálfsagt kæta okkar mann sér- staklega, þótt hann myndi senni- lega ekki viðurkenna það opinber- lega. Ljótur andarungi hjá Spurs– fallegur svanur hjá Swansea Gylfi Þór Sigurðsson mætir um helgina sínu gamla félagi er Swansea tekur á móti Tottenham. Að öllu óbreyttu fer hann yfi r 1.300 spilaðar mínútur í deildinni í ár en því náði hann hvorugt árið í Lundúnum. KLÁR Í SLAGINN Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea gegn Manchester United í sínum fyrsta leik með félaginu eftir að hann sneri til baka og hefur síðan þá ekki litið um öxl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Þær eru baráttuglað- ar stelpurnar í toppliði Snæfells í Dominos-deild kvenna. Snæfells- liðið hefur unnið 11 af fyrstu 12 deildarleikjum sínum í vetur, þar af þá átta síðustu. Baráttugleði leikmanna liðsins kristallast ekki síst í tölfræðinni yfir sóknarfráköst. Ekkert lið í deildinni hefur nefnilega tekið fleiri sóknarfrá- köst(Snæfell er með 23 fleiri en næsta lið) og þótt liðið eigi ekki leikmann á topp þrjú yfir flest sóknarfráköst er það sameigin- legt átak sem er að skila liðinu 22 sóknarfráköstum í leik. Það eru alls sjö leikmenn Snæ- fellsliðsins sem taka tvö fráköst eða fleiri að meðaltali. Allar eru þessar sjö á meðal 22 efstu í sóknar fráköstum eftir tólf fyrstu umferðirnar. Hólmarar eiga meira að segja einn til viðbótar á listanum því Unnur Lára Ásgeirsdóttir, sem er úr Stykkishólmi en spilar með Breiðabliki, er í 10. sæti listans með 2,92 að meðaltali í leik. - óój FLEST SÓKNARFRÁKÖST Í LEIK HJÁ SNÆFELLI Í VETUR: 1. Kristen Denise McCarthy 4,50 2. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3,82 3. Hildur Sigurðardóttir 2,67 4. María Björnsdóttir 2,25 5. Gunnhildur Gunnarsdóttir 2,17 6. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2,09 7. Berglind Gunnarsdóttir 2,08 Allar að taka sóknarfráköst BARÁTTUGLAÐAR Berglind Gunnars- dóttir hjá Snæfelli er hér búin að ná frákasti. HANDBOLTI Róbert Aron Hostert, leikmaður Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, hefur verið orðaður við lið í þýsku 1. deildinni að undanförnu. „Ég hef heyrt orðróm um áhuga þýskra liða en ekkert þeirra hefur talað við mig. Á meðan það er ekkert fast í hendi þá held ég bara áfram að virða minn samning við Mors-Thy þar sem mér líður vel,“ sagði Róbert Aron Hostert við hbold.dk. „Ég veit samt af því að þýsk lið hafa talað við umboðsmanninn minn. Ég vil samt leggja áherslu á það að ég ætla mér að klára samning minn við Mors-Thy og hann gildir í eitt og hálft ár til viðbótar. Ég er samt ánægður með að heyra af þessum áhuga,“ sagði íslenski leikstjórnandinn. Forráðamenn Mors-Thy Hånd- bold hafa ekki heyrt frá neinu þýsku liði. „Róbert hefur spilað mjög vel að undanförnu. Það væri því eðlilegt ef einhver félög hafa áhuga á honum,“ sagði Johannes Søndergård, yfirmaður hjá Mors- Thy Håndbold. - óój Stendur við samninginn FER EKKI STRAX Róbert ætlar að vera áfram í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.