Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 140

Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 140
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 104 AAAAAAAAAAA RRRRRR \\\\\ W A W A TB W A TB W A TBT • A A S ÍAÍ •• 14 4 33 4 33 Sími: 4115555 og 5303002 Desembertilboð á vetrarkortum Fullkomin jólagjöf fyrir fjölskylduna, vini og vandamenn! Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell eru komin í sölu og fást í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5 og Mohawks, Kringlunni. Pantaðu og fáðu sent í síma 5303002 eða á midar@skidasvaedi.is. Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17. A R W A 1 4 PI PA PI PA PI PAIP A IP APIPPPIPIPIPPIPIPIPIPIPIPIPPPPPPPPPPPPPPPPP Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell „Ég vil þakka föður mínum fyrir að klippa ekki á vængina mína og leyfa mér að fljúga.“ MALALA YOUSAFZAI ÞEGAR HÚN TÓK VIÐ NÓBELSVERÐLAUN- UNUM Í NOREGI Í VIKUNNI. „Þetta er á sama tíma erfiðasta og fallegasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari, en hún í samstarfi við Barnaheill opnar sýninguna Óskir Íslenskra barna í Smáralind í dag. Sýningin er gjöf frá Barnaheillum til barna á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli barnasáttmálans. „Mig langaði til að vekja athygli fólks á því að hér í okkar samfélagi búa allt of mörg börn við ofbeldi, fátækt og vanrækslu sem er algjör- lega óásættanlegt. Við Íslendingar þurfum að breyta þessu saman því að öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og rétt á að njóta umönn- unar,“ segir Ásta. Ljósmyndirnar byggja á reynslu- sögum íslenskra barna úr samtím- anum sem hefur verið brotið á og óskum þeirra um betra líf. Mynd- irnar eru allar sviðsettar eða leikn- ar af öðrum börnum. „Óskirnar eru oft barnslegar og óraunhæfar en fallegar því að hug- myndaflugið getur komið barni í gegnum erfiðleika. Óskhyggjan er leið barna til gleyma þeim aðstæð- um sem þau búa við og með barns- legri einlægni reyna þau þannig að gera lífið betra,“ segir hún. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í marga mánuði og segir Ásta mikla vinnu á bak við sýninguna, en allir sem að henni stóðu gáfu vinnuna sína. „Ég vann náið með Barnaheill og Barnahúsi, fékk innsýn í heim barnanna og sá hversu mikil neyðin er. Það kom mér á óvart hve mörg börn búa við fátækt á Íslandi, en um 12.000 börn eiga á hættu að búa við fátækt samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla. Vandamálið er líka að fátækt er svo mikil skömm í okkar þjóðfélagi að börn þora ekki að segja frá ef ekki er til matur heima hjá þeim,“ segir hún. Bæði erfi ðasta og fallegasta verkefnið Ásta Kristjánsdóttir opnar ljósmyndasýninguna Óskir íslenskra barna í Smáralind í samstarfi við Barnaheill í tilefni 25 ára afmælis barnasáttmálans. ANDLEGT OFBELDI Setning sex ára íslenskrar stelpu sem hefur upplifað andlegt ofbeldi. Hennar ósk er að verða prinsessa svo enginn geti talað niður til hennar framar. „Það er líka hægt að lemja börn með orðum. Það er mjög sárt!“ MYNDIR/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Á sýningunni er óskatré og geta börn komið og skrifað sína ósk og sett í fuglahús. „Ég hvet foreldra til að fara með börn á sýninguna, ræða málin og skrifa ósk á miða sem má ekki vera efnisleg. Ætli það sé ekki hollt að hugsa um eitthvað óefnislegt í kringum jólin. Þetta hvetur vonandi fólk að tilkynna um barn sem býr við ofbeldi, van- rækslu eða annað og þau börn sem þekkja vandamálin á myndunum leiti sér hjálpar og umræðan í sam- félaginu opnist meira,“ segir Ásta. adda@frettabladid.is Óskirnar eru oft barnslegar og óraunhæfar en fallegar því að hug- myndaflugið getur komið barni í gegnum erfiðleika. Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari „Hugmyndin kviknaði þegar við áttuðum okkur á því að okkar sameiginlega vandamál var að við fengum ekki mikið fyrir að selja okkar hönnun í umboðssölu,“ segir Jóna Kristín Snorradóttir kjólaklæð skeri, sem ásamt Halldóru Eydísi skóhönnuði og Þorgerði Kjart- ansdóttur skartgripahönnuði opnaði verslunina Jöklu á Laugavegi 94 í gær. „Við erum allar búnar að vera með þessa hug- mynd í maganum lengi en eftir að við kynntumst á Handverki og hönnun þá ákváðum við bara að kýla á þetta,“ segir Jóna, en ásamt þeim eru sjö aðrir hönn- uðir sem selja vörur í versluninni, alls níu konur og einn karlmaður. „Það skemmtilega við þetta er að stór hluti af hópnum er utan af landi og býr þar enn, þannig að við skiptum vöktunum á milli okkar. Ég bý sjálf á Sel- fossi, önnur í Grindavík, þriðja í Vestmannaeyjum og svo eru tvær að norðan,“ segir hún. Þeir hönnuðir sem selja í versluninni eru Jóna Kristín Snorradóttir JK design, Halldóra Eydís skó- hönnuður, Júlía Þrastar dóttir, gullsmiður djulsdesign, Áslaug Guðfinna Friðfinnsdóttir keramik, Brynja Gunnarsdóttir, barnavörurnar Agú, Togga með hand- gerða blúnduskartgripi, Erna Jónsdóttir keramik, Ásdís Loftsdóttir, fatahönnuður Black Sand, Helma Þorsteinsdóttir, Helma art, og Pálmi Einarsson með trégeislaskurð. - asi Hönnuðir af öllu landinu sameinast Verslunin Jökla opnaði í gær en að henni standa tíu hönnuðir af öllu landinu. SPENNAN- DI TÍMAR Þær Jóna Kristín, Halldóra og Togga reka verslunina Jöklu. Það skemmtilega við þetta er að stór hluti af hópnum er utan af landi og býr þar enn. Jóna Kristín Snorradóttir kjólaklæðskeri YRSA HYLLT AF SUNDAY TIMES Breska vikublaðið The Sunday Times valdi fyrr á árinu fimmtíu bestu glæpasögur og þrillera síðustu fimm ára. Um seinustu helgi vildi blaðið minna lesendur sína á þetta mál til að auðvelda þeim jólainn- kaupin og –lesturinn og birtu því listann aftur í blaðinu. Í því skyni voru sér- staklega dregnir fram rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og breski rithöfundurinn John le Carré. Horfðu á mig eftir Yrsu var á listanum en gagnrýnendur Sunday Times kölluðu hana „harða og afar áhrifamikla skáldsögu, sem færist á enn hærra plan þökk sé einstaklega frumlegu þema og sögusviði“. - þij „Þeir voru bara aðeins að tékka á búðinni okkar. Þeim leist mjög vel á enda versluðu þeir slatta hjá okkur,“ segir Guðmundur Jörunds- son, fatahönnuður og eigandi JÖR, en tískuhönnuðurinn heimsfrægi John Galliano kom í verslunina hans í fyrradag ásamt kærasta sínum, Alexis Roche, og ritstjóra bandaríska tímaritsins Vogue. Eyddu þeir félagar góðum klukkutíma í versluninni, skoðuðu frumgerðir af fyrri línum og tylltu sér svo niður í kaffi og spjölluðu við starfsfólk. Voru þeir einstak- lega viðkunnanlegir og alveg lausir við alla stjörnustæla. Ásamt því að heimsækja versl- unina fór Guðmundur með þá í Hörpuna. „Vinur minn bað mig að fara með þeim á söfn og sýna þeim borgina. Þeir voru mjög hrifnir af Hörpunni og einnig Ásmundar- safni,“ segir Guðmundur. Auk þess kíktu þeir í Bláa lónið í gær. Galliano var nýlega ráðinn til tískuhússins Maison Martin Mar- giela og verður fyrsta lína hans fyrir merkið sýnd í London þann 12. janúar á næsta ári, samkvæmt frétt bresku síðunnar The Bus- iness of Fashion. Ekki er vitað hversu lengi þeir muni dvelja á landinu eða hvort til- gangur heimsóknarinnar er við- skiptalegs eðlis eða eingöngu til ánægju. - asi Galliano verslaði í Jör Tískuhönnuðurinn John Galliano er staddur hér á landi ásamt kærasta sínum og ritstjóra Vogue. Þeir voru bara aðeins að tékka á búðinni okkar. Þeim leist mjög vel á enda versluðu þeir slatta hjá okkur. JOHN GALLIANO Hinn heimsfrægi tískuhönnuður verslaði hjá Guðmundi á Laugaveginum ásamt kærasta sínum og ritstjóra bandaríska Vogue. MUNDI OG VINIR VINNA AÐ TÖLVULEIK Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Klang sem er í Berlín vinnur nú að tölvuleiknum ReRunners. Klang var stofnað af Oddi Snæ Magnússyni og félögunum Ívari Emilssyni og Guðmundi Hallgrímssyni fatahönnuði, betur þekktum sem Munda Vonda. Í ReRunner geturðu keppt við vini þína en heimurinn er svokallaður „open world“ leikur, þar sem leikmenn geta ráfað frjálsir um heiminn. „Leikmaðurinn þarf að sigra í keppnum og vinna sér inn fúlgur til að fjármagna leiðina áfram, yfir eyðimerkur og höf, út í geim og lengra,“ segir á Facebook- síðu leiksins. - þij GLEÐI Á BISTRÓ Útgáfuveldið Bjartur & Veröld og aug- lýsingastofan Dynamo Reykjavík héldu hina árlegu jólagleði starfsmanna á veitingastaðnum Bistro á Laugavegi í gærkvöldi. Fyrirtækin hafa verið nágrannar á Bræðraborgarstígnum um árabil og mynda, ásamt ljósmyndur- unum Sigurjóni Ragnari og Sigfúsi Má, þetta sambýli, sem mjög mörgum finnst sannkallað réttnefni. Guðrún Vilmundardóttir, útgefandi hjá Veröld, var að sjálfsögðu á staðnum og Bjarni Þorsteinsson útgáfustjóri var veislu- stjóri kvöldsins og kynnti gestina, sem allir hafa raunar þekkst um árabil, til leiks. - jhh
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.