Fréttablaðið - 23.12.2014, Side 16

Fréttablaðið - 23.12.2014, Side 16
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 16 VINNUMARKAÐUR Rúmlega tvö þús- und starfsmönnum fjármálafyrir- tækja hefur verið sagt upp frá hruni íslenska hagkerfisins árið 2008 og enn er verið að segja upp fólki í geiranum. Þetta kemur fram í leiðara Friðberts Traustasonar, formanns SSF, í áramótablaði sam- takanna. „Rúmum sex árum eftir efna- hagshrunið eru fjármálafyrirtæk- in og dótturfyrirtæki þeirra enn að segja starfsmönnum upp starfi eða semja við þá um starfslok,“ segir í leiðaranum. Fjöldi starfsmanna fjármálafyrirtækja nú er kominn niður fyrir meðaltal starfsmanna á árunum 1985 til 2005. Friðbert telur reglur um uppsagnir starfs- manna vera of rúmar og verja ekki launþega nógu mikið. „Reglur um uppsagnir sam- kvæmt lögum og kjarasamning- um eru því miður handónýtar og bjóða ekki upp á hugsanlega vernd af neinu tagi. Það er galopið að segja starfsmönnum upp án nokk- urra gildra ástæðna.“ - sa www.snuran.is vefverslun S: 537-5101 Njóttu þess að versla heima í stofu og fáðu sent upp að dyrum – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! ...líka fyrir fæturna PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 4 1 5 9 SOREL WINTER CARNIVAL Brúnir og grænir. Stærðir 36,5–41 24.990 KR. ZAMBERLAN TREK LITE Stærðir 40–48 36.990 KR. SOREL YOOT PAC BARNAKULDASKÓR Blá og bleik. Stærðir 25–39 18.990 KR. SOREL CHEYANNE Svartir og brúnir. Stærðir 41–46 34.990 KR. Jólagjöfin fæst í Ellingsen ÖRYGGISMÁL Eldsvoði í bílageymsl- unni í Hamraborg 14 til 38 gæti orðið að stórbruna sem slökkvilið ræður illa við vegna lélegra bruna- varna. Loka á bílakjallaranum á þrettánda degi jóla. „Á síðustu árum hefur slökkvi- liðsstjóri ítrekað krafist úrbóta á eldvörnum bílageymslunnar og verður að teljast fullreynt,“ segir Bjarni Karlsson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í bréfi til húsfélagsins. Húsfélaginu, svokölluðu Hamra- borgarráði, var í bréfi Bjarna frá 12. nóvember gefinn frestur til 24. nóvember til að leggja fram stað- festingu á að eldvarnirnar yrðu bættar. Slík staðfesting barst ekki. „Vatnsúðarakerfi geymslunn- ar er með öllu óvirkt og án alls viðhalds og eftirlits af hálfu eigenda. Þá vantar hólfandi rennihurð að bens- ínstöð, út- og neyð- arlýsingu er mjög ábótavant, bruna- hólfanir hafa verið rofnar að aðliggj- andi rýmum og vafi leikur á bruna- hólfum í loftræsti- kerfum,“ dregur Bjarni saman um það helsta sem er í ólagi. E i ge ndu r a ð Hamraborg eru yfir 210 talsins; ein- staklingar sem eiga þar íbúðir og fyrirtæki auk Kópavogsbæjar sem á 18 prósent í fasteigninni. Bær- inn greiðir hins vegar 55 prósent kostnaðar við rekstur og end- urbætur á bíla- geymslunni. Í apríl á þessi ári voru opnuð níu tilboð sem bárust útboði í vatnsúðarakerfi sem aðalfund- ur Hamraborg- arráðsins hafði samþykkt að efna til. Leggja átti fram tillögu stjórnar um að semja við AH Pípulagnir um verkið á fundi í ráðinu 27. nóvember. Gjald- keri félagsins lagði hins vegar fram nýja tillögu með þrengri fjár- heimildum sem fjölmennur félags- fundur samþykkti. Kópavogsbær segir þá samþykkt brjóta í bága við útboðsskilmálana og að hvorki bærinn né AH Pípulagnir sam- þykki niðurstöðuna. Fullri ábyrgð sé lýst á hendur Hamraborgar- ráðinu á því að ekki sé hægt að setja upp vatnsúðarakerfið. „Framganga Hamraborgar- ráðsins í þessu máli á líklega eftir að valda fyrirtækjum, íbúum og öðrum þeim sem leið eiga í Hamra- borgina miklum óþægindum og fasteignaeigendum í Hamraborg 14-38 óþarfa kostnaði,“ segir í dreifibréfi Kópavogsbæjar til hagsmunaðila í húsinu. Bærinn sé þó tilbúinn að koma aftur að borð- inu á fyrri grundvelli „en ekki for- sendum samþykktrar tillögu gjald- kera Hamraborgarráðsins“. Búast má við mikilli röskun verði bílahúsinu lokað, meðal ann- ars vegna skorts á öðrum bíla- stæðum og við sorphirðu. gar@frettabladid.is Óttast stórbruna og loka bílakjallara í Hamraborg Slökkviðliðið missti þolinmæðina og mun loka bílageymslu í Hamraborg 14 til 38 vegna bágra eldvarna. Hætt var við uppsetningu vatnsúðarakerfis. Kópavogsbær segir meðeigendur sína að fullu ábyrga fyrir stöðu mála. Í HAMRABORG Eldvarnakerfið hefur aldrei virkað og eldhólfun milli bensínstöðvar og bílakjallara vantar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vatnsúðarakerfi geymslunnar er með öllu óvirkt og án alls viðhalds og eftirlits af hálfu eigenda. Bjarni Karlsson hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. EFNAHAGSMÁL Áfram verður tap á rekstri Íbúðalánasjóðs og eig- infjárstaða sjóðsins verður slæm áfram. Sjóðurinn verður áfram háður framlögum úr ríkissjóði. Þetta er mat lánshæfismatsfyrir- tækisins Moody's sem birti álit í dag. Moody's gefur Íbúðalánasjóði einkunnina Ba1 með stöðugum horfum. Það er óbreytt einkunn. Moody's segir að mörg vand- ræðalán hafi slæm áhrif á eigin- fjárstöðu sjóðsins. Moody's segir að ríkissjóð- ur hafi lagt Íbúðalánasjóði til 51 milljarð króna frá hruni, en þrátt fyrir það nái sjóðurinn ekki fimm prósenta eiginfjárhlutfalli. Íbúða- lánasjóður muni líklegast veita sjóðnum áfram framlag. Þá segir Moody's að fyrirhug- aðar skuldaniðurfellingar muni leiða til þess að eignasafn Íbúða- lánasjóðs verði betra þegar vand- ræðalánum fækkar. Þetta muni hafa jákvæð áhrif á eiginfjár- stöðu sjóðsins. Áframhaldandi uppgreiðslur lánþega sjóðsins muni hins vegar reynast honum erfiðar. - jhh Segir vandræðalán gera eiginfjárstöðu ÍLS erfiða: Staðan áfram erfið FASTEIGNIR Íbúðalánasjóður mun áfram glíma við vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Meðlimum Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur fækkað nokkuð: Tvö þúsund sagt upp frá hruni Reglur um uppsagnir samkvæmt lögum og kjarasamn- ingum eru því miður hand- ónýtar. Friðbert Traustason, formaður SSF. Þrettán milljónir bíða: Vinningshafi ófundinn SAMFÉLAG Íslensk getspá leitar að Íslendingnum sem vann þrettán milljónir í EuroJackpot síðasta fimmtudag. Tölurnar sem gerðu vinningshafann þrettán skatt- frjálsum milljónum ríkari eru 10, 11, 25, 32 og 49 en miðinn var keyptur í Hagkaupi í Smáralind og var með þrjár raðir með Jóker. Kaupendur EuroJackpot-miða eru beðnir um að skoða miðann sinn gaumgæfilega og sá heppni er beðinn um að gefa sig fram til Íslenskrar getspár hið fyrsta. - sks

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.