Fréttablaðið - 23.12.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 23.12.2014, Síða 40
„Ég varð snemma hrifinn af skáldskap Gríms Thomsens og áhuginn á honum hefur fylgt mér lengi. Mér fannst strax heillandi hvað hann gerir miklar kröfur til samvisku manna og er samkvæm- ur sjálfum sér,“ segir Kristján Jóhann Jónsson íslenskufræðing- ur sem nú hefur gefið út bók um skáldið. Hún byggist á doktorsrit- gerð hans um Grím. „Grímur dregur upp ótrúlega sterkar myndir í skáldskapnum. Það var þá mjög nútímalegur skilningur því á þeim tíma voru menn miklir ræðulistamenn,“ heldur Kristján Jóhann áfram. „Við höldum oft að myndmál til- heyri nútímanum og tengjum það við kvikmyndina en kvikmynd- in er miklu frekar afsprengi af þessari myndsýn sem kemur inn í skáldskapinn með rómantísku stefnunni og Grímur tileinkaði sér strax. Ef við tökum bara sem dæmi fyrstu vísuna í kvæðinu um Arnljót gellini þá er mynd í hverri línu. Lausamjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furutoppi sefur; nístir kuldi um næturtíð. Grímur varð samtímamönnum sínum hér á landi að miklu sögu- efni, enda skar hann sig fljótt úr alþýðunni,“ að sögn Kristjáns Jóhanns. „Grímur var sonur iðn- aðarmanns því faðir hans var gullsmiður og úrsmiður, auk þess að vera ráðsmaður við Bessa- staðaskóla. Þetta var svolítið sjaldgæft hér á landi því á þess- um tíma voru flestir bændur. En þegar Grímur kom til Kaup- mannahafnar 17 ára gamall til að setjast á háskólabekk þá voru það einmitt synir hinnar iðnmenntuðu borgarstéttar sem blómstruðu. Sú stétt eignaðist svolítið af pening- um og var í raun að taka við sam- félaginu af gömlu aðalsstéttinni. Hún gat komið sínum börnum til mennta og gerði það. Þetta varð tilefni þess að Grímur varð strax umdeildur hér á landi og átti bæði sterka fylgismenn og sterka and- stæðinga. Það voru gerðar gríðar- legar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna. Til dæmis skrif- aði Jón Ólafsson ritstjóri að sá hörmulegi atburður hefði gerst að Grímur hefði fallið af hesti sínum niður í keldu á Álftanesi og ekki drukknað. Grímur skrifaði vini sínum um þetta slys í bréfi, sagði ísinn hafa brotnað og það hefði viljað honum til lífs að kona hans hefði brugðist hárrétt við, hún hefði verið á eftir honum, rennt til hans staf og bjargað honum. Þannig að þetta var kuldalega sagt hjá Jóni ritstjóra. Það eru ekki sagðir brandarar um svona háska nú til dags en þeir þoldu ekki hvor annan, Jón og Grímur.“ Kristján Jóhann kveðst gjarnan hefði viljað þekkja Grím enda hafi hann verið merkilegur náungi. „Eftir að Grímur kom til Kaup- mannahafnar kynnti hann sér á örstuttum tíma franska ljóðlist og skrifaði bók um hana út frá sam- keppnisspurningu sem sett var upp í háskólanum. Hann skrif- aði líka bók um Byron lávarð og ljóðlist hans og greindi breska menningu. Þó var ekki einu sinni byrjað að kenna ensku í háskól- anum í Kaupmannahöfn. En hann braust í gegnum þetta og var það snemma á ferðinni að það þurfti að kalla til frönskuprófessor til að viðurkenna meistaraprófsrit- gerðina um Byron. Dönum var á þeim tíma illa við Breta – eðli- lega, því Bretar voru nýbúnir að kasta slatta af sprengjum á Kaup- mannahöfn og skjóta á borgina.“ Það hvað Grímur Thomsen var frumlegur og nútímalegur í hugs- un segir Kristján Jóhann hafa gert það að verkum að hann fékk vinnu við dönsku utanríkisþjón- ustuna. „Þegar Danir tóku upp alþjóða- samband þá vantaði fólk sem kunni tungumál. Þá stóð Grím- ur tilbúinn með sína þekkingu og það lyfti honum upp í þá stöðu sem hann komst í. Hann varð hátt- settur í ráðuneytinu, varð í raun ráðuneytisstjóri, eins og það væri kallað nú. Þegar hann hraktist burt úr því embætti var það út af stríðinu 1864 sem fjallað er um í sjónvarpsþáttunum sem hafa verið á RÚV að undanförnu. Þar biðu Danir hrikalegan ósigur og þá voru allir útlendingar hraktir úr valdastöðum í Danmörku. Allir ráðuneytisstarfsmenn voru reknir nema sendillinn.“ gun@frettabladid.is Til dæmis skrifaði Jón Ólafsson ritstjóri að sá hörmulegi atburður hefði gerst að Grímur hefði fallið af hesti sínum niður í keldu á Álftanesi og ekki drukknað. Grímur Thomsen (15. maí 1820– 27. nóvember 1896) var skáld, bók- menntafræðingur, ráðuneytisstarfs- maður, þingmaður og bóndi. Meðal þekktra kvæða Gríms eru: ■ Á Sprengisandi (Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn) ■ Á fætur (Táp og fjör) ■ Skúlaskeið ■ Arnljótur gellini ■ Sveinn Pálsson og Kópur ■ Skúli fógeti ■ Ásareiðin ■ Á Glæsivöllum ■ Íslands er það lag (Heyrið vella á heiðum hveri) Nokkur kvæði Gríms Áhugi á Grími Thomsen hefur fylgt mér lengi Kristján Jóhann Jónsson dósent hefði gjarnan viljað þekkja Grím Thomsen í lifanda lífi . Það er niðurstaða þeirra rannsókna sem liggja til grundvallar bók hans, Grímur Thomsen, þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald. FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA DÓSENTINN Það voru gerðar gríðar- legar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna,“ segir Kristján Jóhann. TILBOÐSVERÐ 4.499.- TILBOÐSVERÐ 6.999.- ALLAR FERÐATÖSKUR 30% AFSLÁTTUR Bezzerwizzer reynir á þekkingu í 20 mismunandi flokkum. Í spilinu eru 3.000 spurningar. Fyrir 2 eða fleiri leikmenn. VERÐ ÁÐUR: 5.799 VERÐ ÁÐUR: 9.499 MENNING 23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.