Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 44

Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 44
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 40 Kammerkórinn Schola cantor- um heldur jólatónleika í Hall- grímskirkju sunnudaginn 28. desember klukkan 17. Tónlistin er úr ýmsum áttum en einkenn- ist öll af hátíðlegum andblæ jólahátíðarinnar þar sem kórinn mun syngja lög allt frá þýskum meisturum 16. aldar til nýrra verka, auk vel þekktra jólalaga. Af íslenskum verkum tón- leikanna ber hæst frumflutning á fjórum jólalögum eftir Haf- liða Hallgrímsson en undanfar- ið hafa jólalög hans fyrir kóra vakið athygli á Englandi þar sem hann er búsettur. Vel þekkt lög, bæði íslensk og erlend, munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Jólagjöfina eftir Hörð Áskelsson og Ó, helga nótt eftir Adams. Einsöngvarar eru Fjölnir Ólafsson barítón, Hildigunn- ur Einarsdóttir alt og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran auk þess sem aðrir einsöngvarar úr röðum kórfélaga syngja ein- söngsstrófur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og stjórn- andi Hörður Áskelsson. Frumfl ytja fj ögur jólalög eft ir Hafl iða Schola cantorum fl ytur á jólatónleikum sínum á sunnudaginn tónlist frá ýmsum tímum, þar á meðal fj ögur ný jólalög eft ir Hafl iða Hallgrímsson. SCHOLA CANTORUM Tónlistin á jólatónleikunum er allt frá tónsmíðum 16. aldar til glænýrra íslenskra laga. MYND: GUNNAR FREYR STEINSSON m ar kh ön nu n e hf www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri BILLIONS TO BUST - AND BACK BJ. THOR BJORGOLFSSON KR - ÓTRÚLEG UPPLIFUN FÓLKSINS Á BAK VIÐ TJÖLDIN Í ÍSLENSKA BANKAHRUNINU ÁRIÐ 2008 - HVETJANDI GREINARGERÐ UM FRUMKVÖÐLASTARFSEMI OG HVERNIG HÆGT ER AÐ EIGNAST AUÐÆFI Á VAXANDI MÖRKUÐUM - EINLÆG OG OPINSKÁ VÖRN MANNSINS SEM SAKAÐUR VAR UM AÐ HAFA ORÐIÐ ÍSLENSKU EFNAHAGSLÍFI AÐ FALLI - MANNLEG SAGA ÁRANGURS, FALLS OG UNDRAVERÐRAR ENDURKOMU Salon-serían sem Gamli Sfinxinn gefur út er vasi sem inniheldur tíu árituð verk eftir tíu listamenn. Einungis hundrað eintök eru gefin út og fást í Kunstschlager á Rauð- arárstíg 1. Kristín Karólína Helgadóttir stendur að baki útgáfunni ásamt Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur. „Salon-útgáfan er ein sinnar teg- undar á Íslandi, Nú er kominn vasi númer 2, Salon Nangas og hefur meðal annars að geyma verk eftir Curver Thoroddsen, Eggert Pét- ursson og Elínu Hansdóttur,“ lýsir hún. „Við buðum tíu listamönnum að vera með og þeir höfðu frjálsar hendur. Við leggjum upp úr því að fá sem breiðastan hóp, einhverja sem eru að gera það gott í dag, einhverja eldri og líka einhvern óvæntan sem hefur ekki verið mikið að koma fram listamaður en er samt að vinna í myndlist.“ Hún segir kaupandann ekki sjá verkin heldur verða að treysta listamönnunum. „Margir hafa gaman af að fá árituð verk og smá nasaþef af því sem er að gerast í myndlistinni,“ bendir hún á. Þetta er annað árið sem þær stöllur gefa út svona vasa. Krist- ín segir fyrstu útgáfu hafa geng- ið vel. „Við fjármögnuðum þessa útgáfu með því sem inn kom í fyrra og það dugði líka fyrir einni sýningu í galleríinu. Þannig að ágóðinn fer í ákveðna myndlistar- uppbyggingu.“ - gun Vasi með verkum tíu listamanna Listamennirnir Curver Thoroddsen, Eggert Pétursson og Elín Hansdóttir eru meðal þeirra sem eiga verk í nýrri Salon-seríu Gamla Sfi nxins í Kunstschlager. Í KUNSTSCHLAGER „Margir hafa gaman af að fá árituð verk og smá nasaþef af því sem er að gerast í myndlistinni,“ segir Kristín Karólína Helgadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.