Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Qupperneq 20
Sergei Rebrov Tottenham Kaupverð: 11 milljónir punda Keyptur: Sumarið 2000 n Þó að ellefu milljónir punda séu ekki mikill í peningur í fótboltaheimi nútímans þótti það heill hellingur árið 2000. Forráðamenn Totten- ham vildu byggja upp sigursælt lið í kringum Úkraínumanninn Sergei Rebrov sem hafði sleg- ið í gegn með Dynamo Kiev í Meistaradeildinni. Rebrov þótti afar útsjónarsamur sóknarsinn- aður miðjumaður sem átti að fá það hlutverk að mata sóknarmenn Tottenham og eins og góðum miðjumönnum sæmir, skora eitt og eitt mark. Það er þó skemmst frá því að segja að Rebrov stóð aldrei undir væntingum í búningi Tottenham. Eftir sextíu deildarleiki og tíu mörk var Rebrov lánaður til Fenerbache í Tyrklandi áður en hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu. 20 Sport 4. janúar 2012 Miðvikudagur n Stórliðin sem keyptu köttinn í sekknum n Manchester United, Liverpool og Chelsea eiga tvo leikmenn á listanum hvert Dýrustu floppin í enska boltanum Fernando Torres Chelsea Kaupverð: 50 milljónir punda Keyptur: Janúar 2011 n Fernando Torres var af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta með Liverpool árin 2007 til 2010. Þessi gríðarlega kraftmikli og leikni leikmaður raðaði inn mörkunum fyrir Liverpool og var auk þess fastamaður í sigursælu lands- liði Spánar. Eftir að hafa lent í meiðslum hjá Liverpool fór svo að Torres var seldur til Chelsea í janúarglugganum í fyrra. Margir bjuggust við að Torres myndi finna fjölina sína að nýju í stjörnum prýddu liði Chelsea en svo fór þó alls ekki. Í þeim 29 deildarleikjum sem Torres hefur spilað fyrir Chelsea hefur honum einungis þrisvar tekist að koma boltanum í net and- stæðinganna. Afonso Alves Middlesbrough Kaupverð: 12,7 milljónir punda Keyptur: Janúar 2008 n Brasilíumaðurinn Afonso Alves gat ekki hætt að skora í hollensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Herenveen. Á því eina og hálfa ári sem hann lék með félaginu skoraði hann hvorki meira né minna en 47 mörk í 39 deildarleikjum. Svo fór að stórhuga forráðamenn Middlesbro- ugh keyptu leikmanninn á 12,7 milljónir punda í janúarglugganum 2008. Það er skemmst frá því að segja að Alves fann sig engan veginn í deild þeirra bestu og skoraði einungis 10 mörk í 42 leikjum. Einu og hálfu ári síðar var Alves seldur til Katar þar sem hann leikur enn. Alberto Aquilani Liverpool Kaupverð: 20 milljónir punda Keyptur: Sumarið 2009 n Þó að fáir efist um hæfileika Ítalans Alberto Aquilani verður ekki hjá því komist að setja hann á listann yfir dýr- ustu floppin í sögu enska boltans. Aquilani var meiddur þegar hann var keyptur til Liverpool frá Roma sumarið 2009. Hann fékk afar fá tækifæri á miðju Liverpool-liðs- ins þrátt fyrir að vera orðinn heill heilsu. Hann sýndi góð tilþrif í nokkrum leikjum en féll í algjöra meðalmennsku þess á milli. Aquilani var lánaður til Juventus ári eftir komuna til Liverpool og var svo aftur lánaður til Milan fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir standa einungis 18 leikir í búningi Liverpool, eða milljón pund fyrir hvern einasta leik hans með félaginu. Hann er enn samningsbundinn Liverpool en alls er óvíst hvort hann snúi aftur á Anfield. Kevin Davies Blackburn Kaupverð: 7,5 milljónir punda Keyptur: Sumarið 1998 n Þó að Kevin Davies hafi reynst Bolton- liðinu vel undanfarin ár var hann lítið annað en kötturinn í sekknum þegar forráðamenn Blackburn ákváðu að splæsa 7,5 millj- ónum punda í leikmanninn sumarið 1998. Davies lék með Southampton áður þar sem hann vakti athygli fyrir baráttugleði og marksækni sína. Gengu margir svo langt að líkja honum við Alan Shearer sem hafði gert garðinn frægan með Blackburn áður en hann var seldur til Newcastle 1996. Davies tókst hins vegar aðeins að skora 1 mark í 26 deildarleikjum fyrir Blackburn og fór svo að hann var seldur aftur til Southampton ári síðar. Andriy Shevchenko Chelsea Kaupverð: 30 milljónir punda Keyptur: Sumarið 2006 n Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko sló rækilega í gegn með AC Milan á Ítalíu þar sem hann raðaði inn mörkunum. Roman Abramovich, eigandi Chelsea með fulla vasa af peningum, ákvað upp á sitt einsdæmi að kaupa Sheva, eins og hann var ávallt kallaður, til Englands þar sem honum var ætlað það hlutverk að skora mörk. Punktur. Shevchenko varð þó fljótlega eins konar aðhlátursefni hjá stuðningsmönnum annarra liða því hann fann sig engan veginn í liði Chelsea. Hann skoraði einungis 9 mörk í 48 deildarleikjum með Chelsea og var lánaður aftur til Milan sumarið 2008. Þar náði hann sér ekki á strik og var seldur til upp- eldisfélags síns Dynamo Kiev árið 2009 þar sem hann leikur enn. Francis Jeffers Arsenal Kaupverð: 8 milljónir punda Keyptur: Sumarið 2001 n Francis Jeffers var talinn eitt mesta efni enskrar knattspyrnu í kringum síðustu aldamót. Þessi eldfljóti leikmaður braust ungur inn í aðallið Everton og vakti athygli stóru liðanna. Svo fór að Arsene Wenger keypti Jeffers, þá tvítugan, árið 2001 og var honum ætlað stórt hlutverk í liði Arsenal. Á þeim þremur árum sem hann lék með Arsenal náði hann einungis að spila 22 leiki í deild og skoraði hann í þeim fjögur mörk. Hann var lánaður aftur til Everton ári seinna en tókst þá ekki að skora eitt einasta mark í átján deildarleikjum með uppeldisfélagi sínu. Jeffers hefur ekki náð sér á strik síðan þá og leikur núna í Ástralíu. Juan Sebastian Verón Manchester United Kaupverð: 28,1 milljón punda Keyptur: Sumarið 2001 n Argentínumaðurinn Juan Sebastian Verón sló rækilega í gegn í ítölsku deildinni þar sem hann skapaði sér nafn sem einn besti miðjumaður heims, fyrst með Sampdoria, svo Parma og loks Lazio. Stórveldið Manchester United keypti Verón sumarið 2001 og var honum ætlað stórt hlutverk í liði United. Verón kunni hins vegar illa við sig í kuld- anum á Englandi og náði sér aldrei á strik við hlið harðjaxlsins Roy Keane á miðju United. Eftir tvö tímabil hjá United fór svo að Chelsea keypti Verón árið 2003 þar sem hann náði sér enn síður á strik. Andy Carroll Liverpool Kaupverð: 35 milljónir punda Keyptur: Janúar 2011 n Andy Carroll kom eins og stormsveipur inn í úrvalsdeildina með Newcastle haustið 2010. Þessi stóri og kraftmikli leikmaður raðaði inn mörkunum fyrir félagið sem kom verulega á óvart eftir að hafa komið upp úr Champions- hip-deildinni. Hann skoraði 31 mark í þeim 80 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle og kom ekki á óvart þegar stóru félögin á Englandi fóru að sýna honum áhuga. Það var svo í janúar í fyrra að Liverpool keypti Carroll eftir að hafa selt Fernando Torres til Chelsea. Kaupverðið, 35 milljónir punda, kom þó mörgum á óvart enda hafði Carroll einungis leikið hálft tímabil í efstu deild. Enn sem komið er hefur Carroll ekki náð sér á strik með þeim rauðklæddu og hefur einungis skorað 4 mörk í 23 deildarleikjum. Diego Forlán Manchester United Kaupverð: 7,5 milljónir punda Keyptur: Janúar 2002 n Sir Alex Ferguson hefur lengi þótt hafa auga fyrir góðum framherjum en kaup hans á Diego Forlán eru þó undantekning. Forlán var keyptur frá Independiente í Argentínu árið 2002 fyrir 7,5 milljónir punda sem þótti dágóð upphæð. Það er skemmst frá því að segja að Forlán náði sér aldrei á strik í búningi United, lék 63 deildarleiki og skoraði einungis 10 mörk. Hann kunni mun betur við sig í hitanum á Spáni þar sem hann lék með Villarreal og Atletico Madrid og raðaði inn mörkum. Hátindur ferils hans var án efa á HM í Suður-Afríku 2010 þar sem hann var valinn besti leikmaður keppninnar. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.