Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Page 32

Víkurfréttir - 21.12.2011, Page 32
32 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Það var líflegt um að litast á Narfakotsseylu í Innri Njarðvík þann 1. desember. Í tilefni af fullveldisdeginum söfnuðust nemendur og kennarar úr Akurskóla fyrir á útikennslusvæðinu og sungu saman. Þangað voru einnig mætt börn af leikskólunum í Innri Njarðvík með íslenska fána og allir sungu svo saman við varðeld sem kveiktur var á svæðinu. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri. Sungið við varðeld í Narfakotsseylu Fitjatorg.is Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! K9 ehf Flugvöllum 6, Sími 421 0050 Sími 892 3590 Iðavöllum 3 - Sími 892 8483 Iðavellir 4b - 420 0303 Heiðarskóla- krakkar gáfu Fjöl- skylduhjálp jóla- gjafirnar Á litlu jólunum í Heiðar-skóla er venjan að allir nemendur kaupi pakka fyrir 500 kr. og skiptist á pökkum. Í ár ákváðu nemendur í 7. bekk að breyta út af venjunni og vildu þeir frekar safna pening til að kaupa gjafir fyrir Fjöl- skylduhjálp Íslands. Þau söfn- uðu samtals 20.500 kr. Nemendur fóru í Nettó og keyptu þar samtals 8 gjafir sem þeir völdu sjálfir. Þeir pökkuðu inn gjöfunum og skreyttu og settu svo alla pakkana hjá jóla- trénu sem er fyrir utan Nettó. Sælla er að gefa en að þiggja á svo sannarlega við í Heiðarskóla þessa dagana.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.