Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 14
14 sveit Ingimars Eydal haustið 1970 þegar Hjalti Hjaltason trommuleikari hætti í hljóm- sveitinni. Þá var ég sautján ára gamall og hafði ekki aldur til þess að vera í Sjallanum! Þessi tími er tvímælalaust það eftir- minnilegasta sem ég hef gert í tónlist. Auk þess að spila í Sjall- anum og á böllum um allt land spilaði ég stundum djass með þeim Eydalsbræðrum, Ingimari og Finni. Ég hafði ekki spilað djass áður en Finnur gaf mér ýmis góð ráð og einnig fékk ég góðar ábendingar frá Paul Wee- den djassgítarista sem þá var hér á Akureyri. Tónlistin hefur alla tíð fært mér mikla gleði. Á þeim árum sem ég var til dæmis með Hljómsveit Ingimars Eydal var þetta okkar vinna og þegar best lét uppskárum við ágætis laun. En núna eru litlir sem eng- ir peningar í þessu en það gerir ekkert til. Núna spila ég fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Til dæmis spila ég oft með fé- lögum mínum fyrir gamla fólkið á öldrunarheimilinu Lögmanns- hlíð á Akureyri. Ég þykist vera að leggja inn gott orð fyrir hornherbergi með góðu útsýni þegar þar að kemur! Í vetur hef ég ásamt Hermanni Arasyni og Finni Finnssyni verið að vinna að mjög skemmtilegu verkefni með tveimur konum sem spila á harmoniku, Hildi Petru Frið- riksdóttur og Vigdísi Jónsdótt- ur, sem felst í því að spila efni inn á disk sem er að koma út um þessar mundir. Saman köll- um við okkur hljómsveitina „Við og við“. En aðal danshljóm- sveitin mín í dag er Dansbandið en með mér í henni eru Einar Guðmundsson harmonikuleik- ari, Ragnheiður Júlíusdóttir söngkona, Haukur Ingólfsson á gítar, Finnur Finnsson á bassa og Ingi Jóhannsson spilar á hljómborð og syngur. Þessi hljómsveit hefur starfað í tíu ár og spilað víða.“ Árni Ketill segir að tónlistin sé ekki eina áhugamálið sem hann eigi því ófáum stundum verji hann í sumarbústað þeirra hjóna í landi Skóga í Fnjóskadal. „Þar er eilífðar vinna við viðhald á húsinu og í skógræktinni,“ segir hann. Ungur trommari með bítlahár og barta í Hljómsveit Ingimars Eydal, þar sem hann starfaði á árunum 1970- 1975. Í þá gömlu góðu daga þegar Hljómsveit Ingimars Eydal klæddist hinum svokölluðu skæruliðafötum. Frá vinstri: Bjarki Tryggvason, Finnur Eydal, Helena M. Eyjólfsdóttir, Grímur Sigurðsson, Árni Ketill Friðriksson og Ingimar Eydal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.