Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 44

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 44
44 sem slíkar. Þekktust þeirra í dag er sjálfsagt áðurnefnd Þuríður formaður, sem sögð er hafa byrjað að stunda sjóinn með föður sínum þegar hún var 11 ára og var til sjós í rúm 50 ár lengst af sem formaður á báti. Björg Einarsdóttir eða Látra Björg er önnur sem er betur þekkt sem skáld. „Það er stund- um þannig að fólks er minnst fyrir ákveðin verk frekar en fyrir lífsstarfið eins og Látra Bjargar er minnst sem förukonu og níð- skálds en hún var einnig mjög öflug og sjálfstæð sjókona. Með sama hætti er Þuríðar formanns minnst fyrir þátt hennar í að upplýsa Kambsránið.“ Áhöfnin skipuð konum Sérstaða Breiðarfjarðareyja er augljós þegar kemur að sjósókn kvenna enda voru bátar einu samgöngutækin þar um slóðir. Að sögn Írisar Gyðu er dæmi um að bátar hafi eingöngu ver- ið mannaðir konum eins og gerðist iðulega hjá Halldóru Ólafsdóttir Klumbu sem réri frá Oddbjarnarskeri ásamt bræðr- um sínum Eggerti og Tómasi Ólafssonum. Er sagt að hún hafi verið bræðrum sínum skæður keppinautur um sjósókn og aflasæld. Síðan eru dæmi um að konur hafi verið háóléttar til sjós og hafi fætt börn sín í róðri. Launajafnræði til sjós Íris Gyða segir að fjölmargar frá- sagnir og heimildir bendi til að sjósókn hafi verið eðlilegur hluti af lífi margra kvenna. Hún segir að Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur sem nú er látin hafi hvað mest rannsakað sjó- sókn íslenskra kvenna og að rannsóknir hennar séu jafnt framlag í atvinnusögu íslenskra kvenna sem og kvennasögu- rannsókna. Eftir Þórunni liggi tvær bækur um þetta efni þar sem margt athyglisvert komi fram. Meðal annars nefni hún merkilega samþykkt Alþingis frá 13. júní 1720 sem gefi til kynna að jafnræði hafi ríkt með kynjunum þegar kom að sjó- sókn en þar segir: „Ef kona gerir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu þá á að meta verk hennar sem áður segir um karl- menn til slíkra launa.“ Þótt fáir muni eftir þessari löggjöf í dag segir Íris Gyða hana mikilvægt dæmi um að jafnræði til sjós hafi gilt á þessum árum. „Viðtöl og aðrar heimildir styðja einnig þá ályktun að það hafi tíðkast nokkuð launajafnræði til sjós,“ segir hún. Ljóð Látra Bjargar (1716-1784) Ég að öllum háska hlæ á hafi kólga ströngu, mér er sama nú hvort næ, nokkru landi eða öngu. Bið ég höddur blóðugar, þó bregði upp faldi sínum. Ránardætur reisugar, rassi að vægja mínum Ólétt kona til sjós Fyrir kom að óléttar konur réru. Hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Gunnlaugur Ögmundsson réru á vorvertíð frá Oddbjarnarskeri. Þar bjuggu þau ásamt börnum sínum meðan á vertíð stóð. Sig- ríður var vanfær en komin að falli en þrátt fyrir það leyfði lífs- baráttan ekki að hún gerði hlé á sjósókn sinni. Tók hún létta- sótt úti á sjó í óveðri og náðu þau hjón rétt í land áður en hún fæddi. Úr greininni Sjókonur við Breiðafjörð eftir Oddnýju Yngvadóttur sem birtist í Sögnum tímariti sagnfræðinema við HÍ. Ein fjölmargra íslenskra sjókvenna er Unnur Skúladóttir sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Hér er hún um borð í Maríu Júlíu við upphaf starfsferils síns árið 1962. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.