Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 54

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 54
Véltækniskólinn og starfsfólk óska sjómönnum til hamingju með daginn og velfarnaðar í leik og starfi. Allt frá upphafsárum vél- stjórnarmenntunar á Íslandi hafa vélstjórar og sjómennska tengst órjúfandi böndum eins og Frans Gíslason fyrrum kenn- ari við Vélskóla Íslands rekur vel í bók sinni Vélstjóramenntun á Íslandi – Vélskóli Íslands 75 ára (Reykjavík, 1990). Þar er sögu skólans og vélstjórnarmennt- unar gerð góð skil. Franz rekur hvernig einstaklingar með brennandi áhuga á vélstjórn og vélstjóramenntun drifu skóla- hugmyndina áfram og lögðu grunn að því að Alþingi setti haustið 1915 „lög um vjelstjór- askóla í Reykjavík“. Skólinn var stofnaður sama haust og hefur starfað óslitið síðan. Fyrsti for- stöðumaður skólans var danski vélstjórinn M. E. Jessen og kom það í hans hlut að byggja upp nám í vélstjórn og laga það að íslenskum aðstæðum. Skólinn og námið hafa verið í sífelldri mótun og þróun frá upphafi og er leitast við að undirbúa nemendur undir fjöl- breytt störf til sjós og lands, en þungamiðja menntunarinnar er sniðin að þörfum sjávarútvegs- ins og flestir nemendur kjósa sér störf tengdum sjónum, ann- að hvort beint sem vélstjórar eða í smiðjum sem þjóna fisk- vinnslu, veiðum og fraktflutn- ingum. Tækniþróunin hraðari en nokkru sinni Í haust eigum við að baki hundrað ára vélstjórnarsögu þar sem vélar og vélbúnaður hafa verið drifkraftur framfara og velmegunar og mótað sögu okkar á margan hátt. Ef fyrstu ár 21. aldarinnar eru vísbending um hver þróunin verður næstu 100 árin, er víst að vélar og tækni munu þróast mun hraðar en nokkru sinni og umhverfi okkar mótast í enn meiri mæli af nýsköpun og breyttri véla- menningu. Slíkt umhverfi fram- fara og tæknilegra byltinga kall- ar á sífellda endurskoðun vél- stjórnarmenntunar og á forustu fagskóla. Tækniskólinn vill og verður að vera þar í fararbroddi. Alþjóðlegar kröfur um um- hverfisvernd og minnkun gróð- urhúsaáhrifa hafa aukist mikið á undanförnum árum og munu verða hertar í náinni framtíð. Vélaframleiðendur eru að þróa nýjar vélar og tæki og útgerðir og framleiðslufyrirtæki eru að breyta vélum sínum til að tak- ast á við þessar nýju aðstæður. Skólinn verður að taka þátt í þessu og efla umhverfisfræðslu og hafa tæki og búnað sem nýt- ist til að efla með nemendum þekkingu og virðingu á um- hverfi og náttúru. Á fáum sviðum er þróunin eins hröð og í raftækni og raf- búnaði. Iðntölvur og tölvustýrð tæki eru að taka við á mörgum sviðum þar sem hefðbundinn mekanískur vélbúnaður hefur verið alls ráðandi áratugum saman. Efla þarf mjög og end- urnýja búnað til kennslu í raf- magnsfræðum. Skólinn hefur um langt skeið verið öflugur á því sviði og á áttunda áratug síðustu aldar lyftu kennarar og starfsmenn grettistaki í endur- nýjun tækja, búnaðar og kennslubóka. Mikill vilji er til að halda merki þessara ötulu starfsmanna hátt á lofti og gera skólann vel í stakk búinn til að takast á við tækniframfarir 21. aldarinnar. Í samræmi við þetta er stefnt að því að kynna nýja námskrá vélstjórnar í haust. Þar koma fram breyttar áherslur varðandi einstakar brautir skólans. Gert er ráð fyrir að námslok vélfræð- inga verði á fjórða námsþrepi samkvæmt aðalnámskrá. Fjórða þrepið er framhaldsnám að loknum framhaldsskóla. Síð- ustu tvær annir vélstjórnar- námsins verða þar með á því sem kalla má fagháskólastig. Söguleg tímamót gefa tilefni til að horfa til baka og meta það sem vel hefur tekist, en um leið að horfa fram á veginn og marka stefnuna til næstu ára. Í haust mun skólinn í sam- starfi við hagsmunasamtök vél- stjóra efna til ráðstefnu um stöðu og framtíðarsýn í menntamálum vélstjóra. Ráð- stefnan verður haldin 9. októ- ber í Hvammi Grand hótel og hefst kl. 13. Egill Guðmundsson skólastjóri Véltækniskóla Tækniskólans Vélstjórn í 100 ár Vélstjórar gegna mikilvægu hlutverki í fiskiskipum dagsins í dag. Hér er hluti búnaðar um borð í nýjasta skipi flotans, Venusi NS 150. V élstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.