Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 43

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 43
43 Í tilefni þess að nú eru 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt verður opnuð sýn- ing um þátt íslenskra kvenna í sjósókn hér við land í Sjóminja- safninu við Grandagarð þann 5. júní sem er föstudagurinn fyrir sjómannadag. „Í stuttu máli fjallar sýningin um sjósókn ís- lenskra kvenna, frá upphafi landnáms til dagsins í dag,“ segir sýningarstjórinn Íris Gyða Guðbjargardóttir, starfsmaður Borgarsögusafns. Fleiri sjókonur á Íslandi Sýningin er að sögn Írisar Gyðu unnin í samstarfi Borgarsögu- safns og Dr. Margaret E. Willson mannfræðings sem undanfarin ár hefur safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna. Marg- aret Willson er bandarískur doktor í mannfræði og býr í Seattle. Hún kom fyrst hingað til lands fyrir um 13 árum og heimsótti þá meðal annars sjó- búð Þuríðar formanns á Stokks- eyri og heillaðist af sögu henn- ar. „Hana langaði að fræðast nánar um efnið og hvort til væru sögur um fleiri sjókonur. Árið 2012 hóf hún rannsókn og ferðaðist um landið ásamt tveimur aðstoðarmönnum og tók viðtöl við hátt í 100 konur og skoðaði allar tiltækar heim- ildir. Rannsóknir hennar verða gefnar út í ítarlegri bók með haustinu. Niðurstaða þeirra var meðal annars sú að sjósókn ís- lenskra kvenna hafi verið og sé enn mun meiri hér en í löndun- um sem við berum okkur yfir- leitt saman við,“ segir Íris. Sem dæmi um sjósókn kvenna nefn- ir hún að á tímabili hafi um 1/3 kvenna við Breiðafjörð róið til fiskjar. Þá voru konur um tíma skyldaðar til að sækja sjó ef þær ætluðu að fá vist og til er spak- mæli við Breiðafjörð sem segir „Bundin er bátlaus kona í Breið- arfjarðarey.“ Fór til sjós 11 ára Íris Gyða segir að til séu heim- ildir um sjósókn kvenna allt frá landnámi. Í Íslendingasögunum er getið að minnsta kosti tveggja sjókvenna sem eru landnámskonurnar Þuríður Sundafyllir sem segir frá í Land- námabók og Auður Djúpúðga sem meðal annars er fjallað um í Laxdælu og Eyrbyggju. Í gegn- um tíðina eru fjölmargar frá- sagnir til af konum sem hafi verið bátseigendur og formenn og verið vel metnar og virtar Íslenskar sjókonur í þúsund ár - sýning um sjósókn íslenskra kvenna í Sjóminjasafninu í Reykjavík Íris Gyða Guðbjargardóttir sýningarstjóri segir að með stækkun skipa og fækkun í áhöfnum hafi orðið erfiðara fyrir konur að fá pláss og konur með reynslu jafnvel orðið að víkja fyrir reynslulausum körlum. Halldóra klumba eða klumba formaður, mannaði oft bát sinn eingöngu konum. Málverk eftir Bjarna Jónsson (1934-2008), í eigu Þjóðminja- safns Íslands. K on u r og sjósók n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.