Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 48

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 48
48 Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203 endur er langt í frá boðlegur og eitthvað verður að fara að ger- ast,“ segir Þorsteinn sem lengi hefur átt sæti í samninganefnd Sjómannasambandsins. Sá samningur sem síðast var gerð- ur við sjómenn segir hann hafa verið eins konar friðþægingu, „og það er mitt mat að sjómenn hafi gengið með skarðan hlut frá borði í þeim samningi, menn eru að sjá það eftir á. Það hefur gengið vel undanfarin ár, afli verið góður og fyrir hann fengist gott verð þannig að sjó- menn hafa verið með ágætis tekjur. Það má hins vegar ekk- ert bregða út af, ef aðstæður breytast og hlutirnir ganga ekki að óskum detta sjómenn fljótt niður í tekjum.“ Má ekki sofna á verðinum Öryggismálin eru einnig ávallt í brennidepli og þegar að þeim kemur má ekki sofna á verðin- um . „Þau mál eru í góðu horfi, fyrst og fremst fyrir tilstuðlan Slysavarnaskóla sjómanna, sem þjálfað hefur íslenska sjómenn í áraraðir með góðum árangri. Í því sambandi má nefna að ekk- ert banaslys varð á Íslandsmið- um á liðnu ári og slysum á sjó- mönnum hefur fækkað mjög með hverju árinu sem líður,“ segir Þorsteinn. Jötunn hefur í hyggju að færa Sæbjargar- mönnum veglega gjöf af því til- efni. Öflugt félag Jötunn í Vestmannaeyjum fagnaði 80 ára afmæli sínu á síðasta ári og var haldið veglegt hóf af því tilefni skömmu fyrir áramót. „Félagið er öflugt, félagsmenn eru vel á þriðja hundraðið auk þess sem inn í það koma menn sem starfa tímabundið við afleysingar hér í Eyjum. Fyrst og fremst erum við að gæta hagsmuna okkar félagsmanna, það er okkar hlut- verk, en að auki hefur félagið töluverða umsýslu í tengslum við rekstur samkomuhússins okkar, Alþýðuhússins sem og skrifstofunnar. Þá á félagið tvær orlofsíbúðir í Reykjavík sem eru vinsælar meðal okkar félaga,“ segir Þorsteinn. Sjómannadagurinn er fram- undan og jafnan er mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum á þessum helsta hátíðisdegi ís- lenskra sjómanna. „Við eigum okkar stórhátíðir hér í Eyjum, sjómannadagurinn og þjóðhá- tíð, þetta eru okkar helstu há- tíðisdagar. Það er ávallt mikið um að vera hjá okkur á sjó- mannadaginn og þátttaka í há- tíðarhöldum góð, hér sýna menn sjómönnum samstöðu, enda er þetta okkar helsta lifi- brauð, sjávarútveginn, útgerð og fiskvinnsla og fjöldi heimila á allt sitt undir að vel gangi á þeim vettvangi,“ segir Þor- steinn. Sjómannafélagið Jötunn í samvinnu við VM- vélstjóra og málmiðnaðarmenn og Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Verðanda hafa veg og vanda að hátíðarhöldum Sjómannadags- ins í Vestmannaeyjum. „Það er okkur mikilvægt að halda veg- lega upp á sjómannadaginn, að koma saman og gera sér glaðan dag í tilefni af honum er samfé- lagi eins og Vestmannaeyjum nauðsynlegt. Nokkrir félagsmenn í Jötni voru gerðir að heiðursfélögum á afmælishá- tíð félagsins í lok liðins árs. Frá vinstri eru Páll Grétarsson kokkur á Huginn VE, Elías Björnsson formaður Jötuns 1975-2008, Valmundur Valmundsson, fyrrverandi formaður Jötuns og Ólafur Ragnarsson, fv. skipstjóri. Á myndina vantar Jóhann Hjartarson fv. matsvein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.