Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 48

Ægir - 01.04.2015, Side 48
48 Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203 endur er langt í frá boðlegur og eitthvað verður að fara að ger- ast,“ segir Þorsteinn sem lengi hefur átt sæti í samninganefnd Sjómannasambandsins. Sá samningur sem síðast var gerð- ur við sjómenn segir hann hafa verið eins konar friðþægingu, „og það er mitt mat að sjómenn hafi gengið með skarðan hlut frá borði í þeim samningi, menn eru að sjá það eftir á. Það hefur gengið vel undanfarin ár, afli verið góður og fyrir hann fengist gott verð þannig að sjó- menn hafa verið með ágætis tekjur. Það má hins vegar ekk- ert bregða út af, ef aðstæður breytast og hlutirnir ganga ekki að óskum detta sjómenn fljótt niður í tekjum.“ Má ekki sofna á verðinum Öryggismálin eru einnig ávallt í brennidepli og þegar að þeim kemur má ekki sofna á verðin- um . „Þau mál eru í góðu horfi, fyrst og fremst fyrir tilstuðlan Slysavarnaskóla sjómanna, sem þjálfað hefur íslenska sjómenn í áraraðir með góðum árangri. Í því sambandi má nefna að ekk- ert banaslys varð á Íslandsmið- um á liðnu ári og slysum á sjó- mönnum hefur fækkað mjög með hverju árinu sem líður,“ segir Þorsteinn. Jötunn hefur í hyggju að færa Sæbjargar- mönnum veglega gjöf af því til- efni. Öflugt félag Jötunn í Vestmannaeyjum fagnaði 80 ára afmæli sínu á síðasta ári og var haldið veglegt hóf af því tilefni skömmu fyrir áramót. „Félagið er öflugt, félagsmenn eru vel á þriðja hundraðið auk þess sem inn í það koma menn sem starfa tímabundið við afleysingar hér í Eyjum. Fyrst og fremst erum við að gæta hagsmuna okkar félagsmanna, það er okkar hlut- verk, en að auki hefur félagið töluverða umsýslu í tengslum við rekstur samkomuhússins okkar, Alþýðuhússins sem og skrifstofunnar. Þá á félagið tvær orlofsíbúðir í Reykjavík sem eru vinsælar meðal okkar félaga,“ segir Þorsteinn. Sjómannadagurinn er fram- undan og jafnan er mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum á þessum helsta hátíðisdegi ís- lenskra sjómanna. „Við eigum okkar stórhátíðir hér í Eyjum, sjómannadagurinn og þjóðhá- tíð, þetta eru okkar helstu há- tíðisdagar. Það er ávallt mikið um að vera hjá okkur á sjó- mannadaginn og þátttaka í há- tíðarhöldum góð, hér sýna menn sjómönnum samstöðu, enda er þetta okkar helsta lifi- brauð, sjávarútveginn, útgerð og fiskvinnsla og fjöldi heimila á allt sitt undir að vel gangi á þeim vettvangi,“ segir Þor- steinn. Sjómannafélagið Jötunn í samvinnu við VM- vélstjóra og málmiðnaðarmenn og Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Verðanda hafa veg og vanda að hátíðarhöldum Sjómannadags- ins í Vestmannaeyjum. „Það er okkur mikilvægt að halda veg- lega upp á sjómannadaginn, að koma saman og gera sér glaðan dag í tilefni af honum er samfé- lagi eins og Vestmannaeyjum nauðsynlegt. Nokkrir félagsmenn í Jötni voru gerðir að heiðursfélögum á afmælishá- tíð félagsins í lok liðins árs. Frá vinstri eru Páll Grétarsson kokkur á Huginn VE, Elías Björnsson formaður Jötuns 1975-2008, Valmundur Valmundsson, fyrrverandi formaður Jötuns og Ólafur Ragnarsson, fv. skipstjóri. Á myndina vantar Jóhann Hjartarson fv. matsvein.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.