Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 38

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 38
38 „Fyrirtækin verða rekin áfram undir sömu nöfnum en með þessu munum við sérhæfa þau hvort á sínu sviði og efla um leið,“ segir Friðrik Sigurðsson, eigandi Tækni ehf. í Reykjavík sem nýverið keypti fyrirtækið Bæti ehf. sem rekið hefur verið í um 30 ár. Hið síðarnefnda er þekkt fyrir viðhalds- og við- gerðarþjónustu véla, sem og innflutning og sölu varahluta í vélar. Tækni ehf. hefur undan- farin ár bæði rekið hliðstæða þjónustu við vélbúnað, auk þess að að reka málmsmíða- deild. Stór hluti verkefna beggja fyrirtækjanna snýr að sjávarútveginum en í kjölfar breytts eignarhalds verða véla- deildirnar sameinaðar undir merkjum Bætis en Tækni mun einbeita sér að málsmíðinni. Meiri þekking á einum stað Friðrik starfaði til sjós sem vél- stjóri til ársins 2006 að hann kom í land og stofnaði fyrirtæki sem þjónustaði báta og skip. Í framhaldi af því festi hann kaup á Tækni ehf. m.a. til að svara aukinni eftirspurn eftir þjón- ustu hans við sjávarútveginn og til að nýta samlegðaráhrif úr rekstri málmsmiðju og véla- þjónustu. „Bætir ehf. hefur um árabil annast þjónustu við stór og þekkt merki í vélbúnaði skipa og má þar nefna t.d. Caterpillar, Cummins, Perkins, Deutz og Mitsubishi. Nú bætist við þekk- ing starfsmanna Tækni ehf. í þjónustu við Yanmar vélarnar þannig að við erum að leggja saman krafta okkar og þekk- ingu til að veita enn betri þjón- ustu,“ segir Friðrik sem gerir ráð fyrir að starfsmenn í heild verði fyrst um sinn 13-14. Hann segir stóran hluta verkefna fyrirtækis- ins unninn um borð í skipum og bátum en þegar svo ber undir eru vélar teknar á verk- stæði Bætis við Smiðshöfða í Reykjavík. Auk viðhalds og viðgerða- þjónustunnar hjá Bæti flytur fyrirtækið inn og selur varahluti frá Caterpillar, Komatsu og De- troit Diesel, mæla frá Isspro, hosur, síur fyrir vélar frá Baldw- in og fleira mætti telja. Þörf á fleiri málmiðnaðarmönnum Eftir sem áður framleiðir Tækni ehf. ýmsar vörur úr áli og stáli. „Af búnaði sem við framleiðum og eigum jafnan á lager má nefna t.d. línustokka, hífibúnað fyrir bretti, brettaklafa, bretta- gálga og ýmislegt fleira. Með þessari hagræðingu verður rýmra um smíðina hjá okkur í Súðarvogi en innan fyrirtækis- ins er mikil þekking í málm- smíði fyrir sjavarútveginn og aðrar atvinnugreinar. Ég tel þetta því farsælt skref og óttast ekki að skortur verði á verkefnum. Hjá okkur og öðr- um fyrirtækjum í málmiðnaði er áhyggjuefnið miklu fremur að fá starfsmenn því það er mikil þörf á að fleiri mennti sig í greininni. Launin hafa verið of lág í málmiðnaði um árabil og mikil þörf er á að atvinnurek- endur og fagfélög í greininni ásamt skólunum og öðrum hagsmunaaðilum leggist á eitt að snúa þessari þróun við,“ seg- ir Friðrik. Gleðilega sjómannadagshátíð! Tækni og Bætir verða systurfyrirtæki Gunnar Gunnarsson, forstjóri og eigandi Bætis ehf. og Friðrik Sigurðsson, eigandi Tækni ehf. handsala kaup þess síðarnefnda á Bæti. Þ jón su ta s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.