Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Síða 38

Ægir - 01.04.2015, Síða 38
38 „Fyrirtækin verða rekin áfram undir sömu nöfnum en með þessu munum við sérhæfa þau hvort á sínu sviði og efla um leið,“ segir Friðrik Sigurðsson, eigandi Tækni ehf. í Reykjavík sem nýverið keypti fyrirtækið Bæti ehf. sem rekið hefur verið í um 30 ár. Hið síðarnefnda er þekkt fyrir viðhalds- og við- gerðarþjónustu véla, sem og innflutning og sölu varahluta í vélar. Tækni ehf. hefur undan- farin ár bæði rekið hliðstæða þjónustu við vélbúnað, auk þess að að reka málmsmíða- deild. Stór hluti verkefna beggja fyrirtækjanna snýr að sjávarútveginum en í kjölfar breytts eignarhalds verða véla- deildirnar sameinaðar undir merkjum Bætis en Tækni mun einbeita sér að málsmíðinni. Meiri þekking á einum stað Friðrik starfaði til sjós sem vél- stjóri til ársins 2006 að hann kom í land og stofnaði fyrirtæki sem þjónustaði báta og skip. Í framhaldi af því festi hann kaup á Tækni ehf. m.a. til að svara aukinni eftirspurn eftir þjón- ustu hans við sjávarútveginn og til að nýta samlegðaráhrif úr rekstri málmsmiðju og véla- þjónustu. „Bætir ehf. hefur um árabil annast þjónustu við stór og þekkt merki í vélbúnaði skipa og má þar nefna t.d. Caterpillar, Cummins, Perkins, Deutz og Mitsubishi. Nú bætist við þekk- ing starfsmanna Tækni ehf. í þjónustu við Yanmar vélarnar þannig að við erum að leggja saman krafta okkar og þekk- ingu til að veita enn betri þjón- ustu,“ segir Friðrik sem gerir ráð fyrir að starfsmenn í heild verði fyrst um sinn 13-14. Hann segir stóran hluta verkefna fyrirtækis- ins unninn um borð í skipum og bátum en þegar svo ber undir eru vélar teknar á verk- stæði Bætis við Smiðshöfða í Reykjavík. Auk viðhalds og viðgerða- þjónustunnar hjá Bæti flytur fyrirtækið inn og selur varahluti frá Caterpillar, Komatsu og De- troit Diesel, mæla frá Isspro, hosur, síur fyrir vélar frá Baldw- in og fleira mætti telja. Þörf á fleiri málmiðnaðarmönnum Eftir sem áður framleiðir Tækni ehf. ýmsar vörur úr áli og stáli. „Af búnaði sem við framleiðum og eigum jafnan á lager má nefna t.d. línustokka, hífibúnað fyrir bretti, brettaklafa, bretta- gálga og ýmislegt fleira. Með þessari hagræðingu verður rýmra um smíðina hjá okkur í Súðarvogi en innan fyrirtækis- ins er mikil þekking í málm- smíði fyrir sjavarútveginn og aðrar atvinnugreinar. Ég tel þetta því farsælt skref og óttast ekki að skortur verði á verkefnum. Hjá okkur og öðr- um fyrirtækjum í málmiðnaði er áhyggjuefnið miklu fremur að fá starfsmenn því það er mikil þörf á að fleiri mennti sig í greininni. Launin hafa verið of lág í málmiðnaði um árabil og mikil þörf er á að atvinnurek- endur og fagfélög í greininni ásamt skólunum og öðrum hagsmunaaðilum leggist á eitt að snúa þessari þróun við,“ seg- ir Friðrik. Gleðilega sjómannadagshátíð! Tækni og Bætir verða systurfyrirtæki Gunnar Gunnarsson, forstjóri og eigandi Bætis ehf. og Friðrik Sigurðsson, eigandi Tækni ehf. handsala kaup þess síðarnefnda á Bæti. Þ jón su ta s

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.