Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 28

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 28
28 Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli. „Við hjá HB Granda höfum lagt mikla áherslu á gæðamál og Venus er stórt skref til betri gæða. Öflugra kælikerfi, betri tankar, meiri ganghraði og dæling afla úr poka frá skut í stað þess að dæla frá síðu skips- ins eru allt atriði sem stuðla að betri gæðum,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda í ræðu við formlega móttöku Venusar NS á Vopna- firði. Fjöldi gesta kom til Vopnafjarðar af þessu tilefni og m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, sem ávarpaði gesti. Birna Loftsdótt- ir gaf skipinu formlega nafn við þetta tækifæri, sr. Stefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur Vopnfirðinga blessaði skipið og loks söng Karlakór Vopnafjarð- ar. Óhjákvæmileg fækkun sjómanna Vilhjálmur vakti athygli á þeirri þróun sem orðið hefði í upp- sjávarflota Norðmanna á síð- ustu árum þar sem öflugri skip hafi leyst þau eldri af hólmi; skip með meiri ganghraða og betri búnaði til aflameðferðar. Samhliða hafi fækkun orðið í áhöfnum skipanna. Þessa braut hafi íslenskar útgerðir verið að feta sig að undanförnu en í stað 13 manna áhafnar á Ingunni AK verði 7-8 á togveiðum á Venusi. Venus NS og Víkingur munu leysa af hólmi þrjú skip fyrir- tækisins, Ingunni, Faxa og Lundey og Vilhjálmur sagði vissulega eftirsjá í 10-12 góðum sjómönnum sem hverfi úr starfsmannahópi fyrirtækisins við þessar breytingar. Vilhjálmur segir hvað stærstu breytinguna fyrir þrautvana áhafnarmeðlimi á Venusi felast í vinnuaðstöðunni en ólíku verði saman að jafna við þá aðstöðu sem þekkst hafi þegar skipin eru fulllestuð og liggja neðarlega í sjó. Slíku verði ekki til að dreifa á hinu stóra og öfluga skipi, Venusi. Vilhjálmur vakti athygli á að Vopnfirðingar fögnuðu síðast nýsmíði árið 1983 þegar tog- báturinn Eyvindur Vopni kom í fyrsta sinn til heimahafnar og 10 árum áður kom skuttogarinn Brettingur nýr til Vopnafjarðar. Bæði eru þessi skip enn í notk- un. Farsælt skipsnafn Skipsnafnið Venus er gróið í ís- lenskri útgerðarsögu og í sögu HB Granda en afi Vilhjálms og nafni, Vilhjálmur Árnason, skip- stjóri, stofnaði árið 1936 til út- gerðar á togaranum Venusi GK. Netabátur í eigu sama félags bar síðan þetta nafn og síðan var frystitogari með Venusar- nafninu í eigu Hvals hf. og síðar HB Granda hf. „Farsæld hefur fylgt og mun fylgja nafninu,“ sagði Vilhjálmur. Stórt skref í átt til betri gæða - segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda ávarpar gesti við mót- tökuathöfnina á Vopnafirði. Það eru jafnan mikil tímamót þegar nýtt skip bætist í flota landsmanna. Frá vinstri: Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps og Guðjón Jónsson, skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.