Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Síða 28

Ægir - 01.04.2015, Síða 28
28 Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli. „Við hjá HB Granda höfum lagt mikla áherslu á gæðamál og Venus er stórt skref til betri gæða. Öflugra kælikerfi, betri tankar, meiri ganghraði og dæling afla úr poka frá skut í stað þess að dæla frá síðu skips- ins eru allt atriði sem stuðla að betri gæðum,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda í ræðu við formlega móttöku Venusar NS á Vopna- firði. Fjöldi gesta kom til Vopnafjarðar af þessu tilefni og m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, sem ávarpaði gesti. Birna Loftsdótt- ir gaf skipinu formlega nafn við þetta tækifæri, sr. Stefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur Vopnfirðinga blessaði skipið og loks söng Karlakór Vopnafjarð- ar. Óhjákvæmileg fækkun sjómanna Vilhjálmur vakti athygli á þeirri þróun sem orðið hefði í upp- sjávarflota Norðmanna á síð- ustu árum þar sem öflugri skip hafi leyst þau eldri af hólmi; skip með meiri ganghraða og betri búnaði til aflameðferðar. Samhliða hafi fækkun orðið í áhöfnum skipanna. Þessa braut hafi íslenskar útgerðir verið að feta sig að undanförnu en í stað 13 manna áhafnar á Ingunni AK verði 7-8 á togveiðum á Venusi. Venus NS og Víkingur munu leysa af hólmi þrjú skip fyrir- tækisins, Ingunni, Faxa og Lundey og Vilhjálmur sagði vissulega eftirsjá í 10-12 góðum sjómönnum sem hverfi úr starfsmannahópi fyrirtækisins við þessar breytingar. Vilhjálmur segir hvað stærstu breytinguna fyrir þrautvana áhafnarmeðlimi á Venusi felast í vinnuaðstöðunni en ólíku verði saman að jafna við þá aðstöðu sem þekkst hafi þegar skipin eru fulllestuð og liggja neðarlega í sjó. Slíku verði ekki til að dreifa á hinu stóra og öfluga skipi, Venusi. Vilhjálmur vakti athygli á að Vopnfirðingar fögnuðu síðast nýsmíði árið 1983 þegar tog- báturinn Eyvindur Vopni kom í fyrsta sinn til heimahafnar og 10 árum áður kom skuttogarinn Brettingur nýr til Vopnafjarðar. Bæði eru þessi skip enn í notk- un. Farsælt skipsnafn Skipsnafnið Venus er gróið í ís- lenskri útgerðarsögu og í sögu HB Granda en afi Vilhjálms og nafni, Vilhjálmur Árnason, skip- stjóri, stofnaði árið 1936 til út- gerðar á togaranum Venusi GK. Netabátur í eigu sama félags bar síðan þetta nafn og síðan var frystitogari með Venusar- nafninu í eigu Hvals hf. og síðar HB Granda hf. „Farsæld hefur fylgt og mun fylgja nafninu,“ sagði Vilhjálmur. Stórt skref í átt til betri gæða - segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda ávarpar gesti við mót- tökuathöfnina á Vopnafirði. Það eru jafnan mikil tímamót þegar nýtt skip bætist í flota landsmanna. Frá vinstri: Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps og Guðjón Jónsson, skipstjóri.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.