Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 18
18 og setja með undirbúningi og þátttöku í deginum þar punkt- inn yfir i-ið í farsælu starfi hans fyrir sjómenn í Vestmanneyjum á liðnum árum. „Í Vestmanna- eyjum hefur verið starfandi sjó- mannadagsráð síðan 1964 og það heldur síðan utan um dag- skrá dagsins og hóar í menn til þess að koma að allskyns vinnu í kringum daginn. Á öðrum stöðum er öðruvísi staðið að málum, t.d. kemur bæjarfélagið í ríkum mæli að hátíðarhöldun- um í Grindavík. Ég stefni að því að vera í Eyjum á sjómannadag- inn og fara, eins og hefð er fyrir, með fulltrúum í sjómannadags- ráði í skötu til Árna Johnsen áð- ur en farið er í sjómannadags- messuna. Það er alveg ómiss- andi liður í sjómannadagshátíð- arhöldunum,“ segir Valmundur. Valmundur telur að mikill meirihluti sjómanna horfi til sjómannadagsins með stolti og haldi upp á hann með fjölskyld- um sínum. „Í Vestmannaeyjum er sjómannadagshelgin, sem er fjögurra daga hátíð, frá fimmtu- degi og fram á sunnudag, til dæmis ein sú allra stærsta á ár- inu,“ segir Valmundur. Á að færa sjómannadaginn? Í gegnum tíðina hefur annað slagið komið upp umræða hvort sjómannadagurinn eigi rétt á sér og jafnvel hefur heyrst að hann sé á óheppilegum tíma á árinu og því væri nær að flytja hann til. Valmundur kannast við þessa umræðu. „Sjómenn munu alls ekki samþykkja að leggja þennan dag niður. Ég man hins vegar eftir því að þegar Smugu- veiðarnar voru í gangi á sínum tíma vildu margir útgerðar- menn ólmir fresta sjómanna- deginum framyfir þjóðhátíð. En núna vilja útgerðarmenn halda sig við að hafa sjómannadaginn á þessum tíma vegna þess að makrílveiðarnar eru ekki hafnar. Þannig að ég held að sjómanna- dagurinn verði þennan fyrsta sunnudag í júní um ókomna tíð,“ segir Valmundur. Fækkun sjómanna Almennt segir að staða sjó- manna í dag sé nokkuð góð, þó á því séu vitaskuld undantekn- ingar. „Það sem hins vegar brennur á mönnum eru fisk- verðsmálin, þar sem víða er pottur brotinn, og síðan er því ekki að neita að margir eru hræddir um plássin sín því störfum til sjós er að fækka með aukinni tæknivæðingu og til- komu nýrra skipa. Gott dæmi um þetta er nýjasta skip HB- Granda, Venus, þar sem er gert ráð að mest verði tíu í áhöfn í stað fimmtán áður. Nú er verið að smíða fleiri uppsjávar- og bolfiskveiðiskip sem væntanleg eru í flotann á næstu árum og það má því búast við enn frek- ari fækkun sjómanna. Því verð- ur ekki neitað að gagnvart til dæmis hvíldartíma höfum við töluverðar áhyggjur af því að á mörgum þessara skipa verði ekki nægilega margir í áhöfn,“ segir Valmundur. Vinnuhópur skoðar kjarasamningana Síðustu kjarasamningar sjó- manna voru gerðir fyrir hálfu fimmta ári. Forystumenn sjó- manna hafa lengi kvartað yfir því að illa gangi að fá útgerðar- menn að samningaborðinu en Valmundur segir það jákvætt í þessum efnum að nú sé starf- andi vinnuhópur, skipaður fulltrúum beggja vegna borðs- ins, sem sé að fara í gegnum ýmsa hluti sem tengjast gerð kjarasamnings. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Flotinn í höfn og málin rædd við höfnina í Eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.