Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.2015, Blaðsíða 9
9 Sölumaður og næturvörður „Á sínum tíma vann ég í Slipp- stöðinni hér á Akureyri í tólf ár og fór síðan í eigin rekstur ásamt öðrum, við rákum heimil- is- og búsáhaldaverslunina Kaup land í tíu ár. Það má segja að reksturinn hafi verið viðun- andi en við urðum síðan undir í samkeppninni á þessum mark- aði þegar Byko setti upp versl- un á Akureyri. Það fór því svo að lokum að reksturinn sigldi í strand og ég viðurkenni fúslega að það var á allan hátt mjög erf- itt, ekki síst tók það á andlega. Fljótlega eftir þetta var mér boðin næturvarðarstaða á Hót- el Norðurlandi og þar hugsaði ég mér að vera í tvo til þrjá mánuði á meðan ég finndi út hvað ég ætlaði að taka mér fyrir hendur. Þetta var árið 1999 og á þeim tíma voru töluverðar þrengingar í atvinnulífinu á Ak- ureyri með tilheyrandi upp- sögnum. Það var því ekki um auðugan garð að gresja á at- vinnumarkaðnum og svo fór að ég var næturvörður á Hótel Norðurlandi í hálft sjöunda ár. Árið 2000 hafði ég eignast bát ásamt Guðmundi Sigurðssyni, svila mínum og sjómanni. Síðar keypti ég hans hlut og eignað- ist bátinn að fullu. Og enn geri ég þennan bát út – hann hét áður Siggi í Bót EA-46 en núna ber hann nafnið Fleki EA-46,“ segir Árni Ketill. Útgerð hans ber sama nafn og báturinn, Fleki ehf. Báturinn er 4,11 brúttótonn og var smíðaður 1982 í Reykjavík, trefjaplastbát- ur, Skel 26. Árni Ketill er einn af fáum trillukörlum á Akureyri sem stunda strandveiðar. En auk þess er hann með um eitt tonn í kvóta sem hann veiðir eftir að strandveiðitímabilinu lýkur á haustin og síðla vetrar og leigir auk þess til sín aflaheimildir í þorski og ýsu. Og yfir vetrartím- ann gerir Árni meira en að veiða fiskinn, hann hefur komið sér upp ljómandi góðri aðstöðu í verbúðinni í Bótinni til þess að verka aflann og selja. „Ég sel fiskinn að stærstum hluta fros- inn í mötuneyti en einnig hef selt svolítið í verslunina Hrísa- lund á Akureyri.“ Ákveðnir agnúar á strandveiðikerfinu Árni Ketill segir að strandveið- arnar séu gríðarlega mikilvægar fyrir hinar dreifðu byggðir hringinn í kringum landið en því sé ekki að neita að kerfið sé um margt gallað. Fyrsta ár strandveiðanna hafi verið heim- ilt að veiða mánu-, þriðju-, mið- viku-, fimmtu- og sunnudaga en síðan hafi sunnudagarnir verið skornir af. „Það er mitt mat að þessar ólympísku veið- ar, þ.e. fyrstur kemur, fyrstur fær, séu mjög óheppilegar og óhagkvæmar. Ég hef komið gagnrýni minni á þetta kerfi á framfæri við Landssamband smábátaeigenda en hef ekki haft erindi sem erfiði. Þar hefur viðhorfið verið á þann veg að menn megi fiska eins og þeir geta í fjóra daga í viku í fjóra mánuði. Menn hafa ekki viljað horfast í augu við að það gæti þýtt 20 þúsund tonna heildar- veiði á góðu sumri en heildar- pottur strandveiðanna er hins vegar 8.600 tonn. Þar af koma í hlut B-svæðisins, hérna fyrir norðan, rúmlega tvö þúsund tonn. Í ljósi þess að mér fannst ég ekki fá stuðning við gagn- rýni mína á fyrirkomulag strand veiðanna sagði ég mig úr Kletti - félagi smábátaeigenda á Norðurlandi eystra og þar með úr Landssambandi smábátaeig- enda. Ég skrifaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sig- urði Inga Jóhannssyni, bréf um strandveiðarnar núna í vor en mig grunar að það hafi lent í ruslatunnunni því ég hef ekkert svar fengið frá ráðherra,“ segir Árni Ketill. Í bréfinu bendir hann m.a. á að á þeim sjö árum sem strandveiðar hafi verið stundaðar hafi lítið áunnist í því að gera veiðarnar hagkvæmari og enn séu þær því marki brenndar að menn séu í kapp- hlaupi um að ná í fiskinn. Árni Ketill segir að það sé al- mennt mat trillusjómanna að sjórinn sé fullur af fiski og nýj- asta mat Hafrannsóknastofnun- ar hafi staðfest það. Því hafi það komið verulega á óvart að ekki skyldi hafa verið aukið við aflann hjá strandveiðiflotanum sem næmi ca. tvö þúsund tonn- um. „Staðreyndin er sú að það er ekkert sem hleypir jafn miklu lífi í fjölda smærri byggðarlaga um allt land og strandveiðarnar og ég gæti trúað því að af þeim hafi um fjögur þúsund manns atvinnu,“ segir Árni Ketill. „Ég myndi vilja sjá fyrir- komulag strandveiðanna þann- ig að á hverju vori væri einn pottur til úthlutunar og hann þyrfti að vera í heildina 12 til 15 þúsund tonn í stað tæplega 9 þúsund tonn núna. Í þennan pott myndu menn síðan sækja og það mætti hugsa sér að há- mark á bát væri allt að 18 tonn. Til þess að fiska þann afla sem kæmi til úthlutunar hefðu menn síðan sumarið, 4-5 mán- uði, og þá væru menn ekkert háðir ákveðnum dögum. Grundvallarspurningin varð- andi strandveiðarnar er þessi; af hverju þurfa að gilda einhverjar aðrar reglur um þennan fisk en annan sem komið er með að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.