Gripla - 20.12.2004, Page 50
GRIPLA48
Andsta›a Jóns rau›a erkibiskups var› ekki til fless a› Magnús konungur
hætti endursko›un sinni á landslögum og á árunum 1271–1274 lét hann semja
n‡, sem svo voru samflykkt á lögflingunum. Lögbækurnar voru eftir sem á›ur
kenndar vi› lögflingin (fl.e. Gulaflingsbók, Frostaflingsbók o.s.frv.). Efni fleirra
var fló samhljó›a nema flingfararbálkur sem hlaut a› vera mismunandi fyrir
hvert lögfling (Ólafur Lárusson 1958:226–227, Jón Jóhannesson 1958:20). A›
vi›bættum Landslögum Magnúsar lagabætis lét konungur endursko›a og sam-
flykkja Bæjarmannalög (Bjarkeyjarrétt) ári› 1276 og Hir›skrá (lög hir›-
arinnar) á árunum 1273–1277 (Helle 1974:136). Af flessu lagastarfi hlaust
réttareining í Noregi, nema í kristinréttarmálum. Jón rau›i taldi fla› sk‡lausan
rétt kirkjunnar a› semja kristinrétt án afskipta ríkisvaldsins; hélt Magnús kon-
ungur fast í flá sko›un a› konungdómur og kirkja skyldu hafa samrá› í kirkju-
legri lagasetningu.
Jón rau›i var víg›ur erkibiskup í Ni›arósi ári› 1268 og gegndi embætti til
1282, flegar hann lést í útleg› í Svífljó›. Hann bar›ist ötullega fyrir réttindum
norsku kirkjunnar, s.s. lagasetningar- og dómsvaldi í kristinréttarmálum, og
má heita helsti málsvari klerkastéttarinnar fyrir stefnu alfljó›akirkjunnar í
heimalandinu. Jón tók fljótlega eftir heimkomu úr vígsluför til vi› a› rétta hlut
kirkjunnar. Fyrsta sigur í fleirri baráttu vann hann á Frostaflingi 1269, svo sem
fyrr var nefnt, flegar hann kom í veg fyrir a› konungur fengi a› endursko›a
kristinrétt hinna fornu Frostaflingslaga. Hóf erkibiskup sjálfur a› taka saman
n‡jan kristinrétt reistan á almennum lögum kirkjunnar, kanónískum rétti, en
flann kristinrétt vi›urkenndi Magnús Hákonarson aldrei (Helle 1974:137–
138).10 Á valdatí› Magnúsar naut kirkjan í Noregi fló meiri velvildar en á›ur
og var konungi umhuga› um a› halda fri› í ríki sínu.
Ári› 1272 sendi Gregorius X. páfi út bo› um almennt kirkjufling í Lyon
sem haldi› skyldi 1274. fiessu bo›i fylgdi páfabréf me› tilmælum um a› Jón
rau›i hef›i me› sér á kirkjuflingi› samantekt um flau mál er flörfnu›ust úr-
lausnar í erkibiskupsdæmi Ni›aróss. Bréfi› n‡tti erkibiskup sér til fless a› ná
fram lausn í deilum kirkju og konungsvalds. Afraksturinn var sættarger› milli
erkibiskups og konungs um takmörkun andlegs og veraldlegs valds (DI II:
100–106, NgL III:455–462). Samningurinn var ger›ur á höf›ingjafundi í
Björgvin og flar vi›urkenndi konungur m.a. dómsvald kirkjunnar í klerka- og
kristinréttarmálum og frjálsan kosningarétt um klerkleg embætti. Í sta›inn gaf
Jón rau›i eftir kröfur um íhlutunarrétt í konungskjöri sem kirkjan haf›i ö›last
10 Kristinréttur Jóns rau›a er prenta›ur í ö›ru bindi Norges gamle love eftir sjö handritum en
flar er AM 65 4to lagt til grundvallar (NgL II:340–386).