Gripla - 20.12.2004, Page 129
fiYKKJA OG fiYKJA 127
Fyrst kve›ur verulega a› flykkja me› stuttu k í Reykjabók Njálu, AM 468
4to, frá um 1300–1325 (nr. 13 í töflunni). fiar er flykkja me› k í hartnær fjór›-
ungi dæma, svo sem ‘fliki’ 9r21, ‘flikia’ 42v17, ‘flikivmz’ 85v18. Annars er
flykkja oftast me› kk sem tákna› er me› depli yfir ‘k’, svo sem ‘flikki’ 2v25,
‘flikkia’ 47r16 og ‘flikkiaz’ 48r16, en dæmum me› ‘ck’ og ‘kk’ breg›ur einnig
fyrir, ‘flickia’ 5v4, ‘flicki’ 9v23, ‘flikkir’ 4v29, 47r29.9 Næst á eftir Reykjabók
kemur Mö›ruvallabók, AM 132 fol, frá um 1330–1370 (nr. 16 í töflunni) flar
sem flykkja hefur stutt k í yfirgnæfandi meirihluta dæma: flar er sögnin sjö
sinnum me› kk en 518 sinnum me› k, a› tali Andreu de Leeuw van Weenen
(2000:82). Til vi›bótar flví sem fram kemur í töflunni má geta fless a› Stefán
Karlsson (1967:25) hefur a›eins fundi› eitt árei›anlegt dæmi um flykkja me›
stuttu k í fornbréfum fram til 1450. Dæmi› sem hér um ræ›ir er ‘fliker’ í bréfi
ger›u á fiingeyrum 1373 (útg. Stefán Karlsson 1963:51, nr. 44:8). Annars er
flykkja me› kk ríkjandi á fjórtándu öld.
Á fimmtándu öld fjölgar textum flar sem flykja er a› finna og á sextándu
öld er flykkja tekin a› hörfa mjög og flykja or›in ríkjandi. Í sautjándu og
átjándu aldar textum er flykkja fásé› og flykja or›in hin reglulega mynd
sagnarinnar. Í ritmálssafni Or›abókar Háskólans eru dæmi me› stuttu k ríkj-
andi; einu dæmin flar um flykkja me› kk eru flessi: (i) nokkur dæmi úr N‡ja
testamenti Odds Gottskálkssonar frá 1540; (ii) eitt dæmi úr handriti frá sautj-
ándu öld (Íslensku galdrabókinni í Stokkhólmi, útg. Matthías Vi›ar Sæmunds-
son 1992); og (iii) eitt dæmi frá sí›ari hluta átjándu aldar úr fl‡›ingu Jóns
fiorlákssonar frá Bægisá á Paradísarmissi Miltons. Í málfræ›i Jóns Magnússon-
ar, sem loki› hefur veri› 1738, er a›eins a› finna flykja me› stuttu k (Jón
Magnússon 1997:223).
firóunin frá flykkja til flykja hefur flví eftir flessum heimildum a› dæma
byrja› snemma: myndum me› stuttu k breg›ur fyrir í einstökum handritum
flegar frá fyrstu tí›; myndir me› kk eru annars ríkjandi fram á fimmtándu öld,
láta mjög undan síga á fleirri sextándu og á sautjándu öld eru flær hartnær
horfnar. Málbreytingar ganga yfirleitt ekki yfir heilt málsvæ›i í einni svipan
og flví kemur flessi langi tími breytingarinnar frá flykkja til flykja ekki á óvart.
fiessi mynd af flróuninni er líka bygg› á ritu›um heimildum, stafsetningu flar
sem ritvenja og áhrif eldri forrita ‡ta undir íhaldssemi. Myndir me› kk hafa
líklega lifa› áfram í einhverjum mæli í kve›skap fló a› myndir me› stuttu k
9 Skrifari Reykjabókar táknar kk gjarna me› ‘k’ me› depli yfir. Í nokkrum fleirra dæma flar
sem hann ritar flykkja me› stuttu k (og táknar me› ‘k’ án depils) sveigist háleggur ‘k’ til
hægri og gæti sá sveigur átt a› koma í sta› depilsins (sjá til dæmis ‘fliki’ og ‘flikia’ 15v12).