Gerðir kirkjuþings - 1980, Blaðsíða 227
219
Greinargerð
Lög um biskupskosningar eru frá 1921, og hafa þau eigi sætt
breytingum. Atkvæðisrétt i slikri kosningu eiga þjónandi prestar
þjóðkirkjunnar og guðfræðikennarar Háskólans. Tilnefna þeir þrjá
menn sem biskupsefni i þeirri röó, sem þeim finnst best við eiga.
Réttkjörinn biskup er sá, sem fær 3/5 hluta atkvæða, og eru úrslit
þá bindandi fyrir veitingarvaldið. Ef enginn fær þann atkvæða-
fjölda, skal embættió veitt einum þeirra þriggja, sem flest fær
atkvæóin.
Ýmsar ástæður valda þvi, að timabært er og raunar aókallandi
að taka lög þessi til endurskoðunar.
1. í fyrsta lagi eru ákvæðin eigi skýr um kosningarrétt i
biskupskosningum, einkum vegna þess að eftir gildistöku laganna
hafa ýmsir starfsmenn Þjóðkirkju bætst við, sem eigi störfuðu,
þegar lögin voru sett. Getur orkaó tvimælis, hvernig fari um kosn-
ingarrétt ýmissa þessara manna. Veltur það á skýringu á lögunum
frá 1921, sem er vandasöm. í 2. gr. 1. tölulið frv. þessa er
ákvæói, sem myndi koma að verulegu haldi, ef lögfest yrði, þá er
heimilað i 7. gr. frv. að setja reglugerðarákvæði um einstök at-
riði, m.a. varðandi kosningarrétt, og er öðrum þræði aó þvi vikió
i 1. tölulið 2. gr.
2. í öðru lagi hafa komið upp hugmyndir \im það, að leikmenn
fái atkvæðisrétt með nokkrum hætti i biskupskosningum. Sú hug-
mynd er raunar ekki ný af nálinni, þvi að í frv., sem séra Þór-
arinn Böðvarsson flutti á Alþingi 1893, var lagt til, aó leikmenn
fengju atkvæóisrétt, og það raunar riflegan, við biskupskjör. Á
kirkjuþingi 1974 var samþykkt tillaga til þingsályktunar um breyt-
ingu á lögum um biskupskosningu þess efnis, að leikmenn sem sæti
eiga á kirkjuþingi, og einn leikmaóur, kosinn af safnaóarfulltrúum
á héraðsfundum, fengju atkvæóisrétt. Þessi ályktun var áréttuð
á kirkjuþingi 1976. Kirkjuþing 1978 samþykkti frv. til laga um
biskupsdæmi, sem hefir að geyma ákvæói um biskupskjör. Er þar
m.a. gert ráð fyrir þátttöku leikmanna i kosningunni, þótt ekki
séu stilaðar ákveðnar reglur um þaó, og var lagt til, aó um þetta
væri mælt i reglugeró. Ýmis fleiri merki eru um þaó, að hugur
manna standi til þess að leikmenn taki þátt í þessari kosningu.