Gerðir kirkjuþings - 1980, Blaðsíða 241
233
höfðu lengi óskað eftir þessari þjónustu og einnig þeir ágætu
menn, sem veita forstöóu sjómannastofum i þeim hafnarborgum, sem
isl. skip vitja oft. Þessir forstöðumenn og prestar hafa margir
sýnt isl. sjómönnum mikla gestrisni en þeim hefur þótt á þaó skorta
mjög, aó þessu væri sinnt héóan að heiman, aó séð væri um þaó t.d.,
aó eitthvert isl. lestrarefni væri á boðstólum á þessum stofum.
Islenzkir sjómenn hafa einnig undan þessu kvartaó og hafa fagnaó
þvi, aó úr þessu er nú bætt aó nokkru.
Þá hefur Kristin Sverrisdóttir verið i hlutastarfi á vegum
kirkjuráðs til þess aó þjóna þörfum heyrnarskertra. Sú nauósyn
lega starfsemi er nú komin á nokkuð fastan grundvöll og er vel
metin og þegin. Kristin er nú starfandi kennari vió Heyrnleysingja-
skólann og er þaó aóstöðu hennar til styrktar, en forstöóumenn
skólans hafa sýnt starfi hennar áhuga og góðvild. Sama máli gegn-
ir um þau félagssamtök, sem bera fyrir brjósti málefni heyrnar-
skertra. Ég tel, aó einnig hér hafi kirkjan góöu heilli hafist
handa á vanræktu sviði og var raunar ekKi vonum fyrri, þótt or-
sakir liggi til þess, aö eigi varó aó gert með raunhæfum hætti
fyrr en þetta.
Allmikiö hefur kirkjuráó rætt um útgáfumál. Sú hugmynd er
ekki ný eóa ókunn, aó kirkjulegt forlag sé tímabært mál og hafi
verió lengi. Þó nokkuó er gefió út á vegum kirkjulegra aðilja
beinlinis. Æskulýósstarfió gefur allmikið út af lestrarefni og
hjálpargögnum. Prestafélag Islands heldur úti timariti, sem
kirkjuráó hefur styrkt meó verulegum fjárframlögum um árabil.
Hjálparstofnun kirkjunnar gefur út blaó. Bibliufélagió annast
um útgáfu Bibliunnar og hefur nú Sálmabókina i umboössölu. Þá
er þó nokkur bókaútgáfa hafin á vegum forlagsins "Salts," en aó
því standa félög, sem starfa innan þjóókirkjunnar. Sú spurning
hefur verió rædd, hvort ekki væri eólilegt og heppilegt aó sam-
hæfa þá útgáfustarfsemi, sem hér er um aó ræða, eóa koma á nánari
samvinnu milli þeirra, sem bera ábyrgó á henni. Þaó er mikió
ihugunarefni og langvarandi áhyggjuefni, hve litió kemur út, til-
tölulega, af góóum, kristilegum bókum á islandi. Þar er bókaþjóó-
in islenzka eftirbátur annarra og langt á eftir þeim, sem mióaó
vió stöóu þjóókirkjunnar, standa næstar um samanburó. Nú, þegar
aó þvi liöur, aó minnast ber upphafs kristniboós á íslandi fyrir
1000 árum, er ekki óeðlilegt aó þetta mál leiti á hugann. Þaó
i \
V