Gerðir kirkjuþings - 1980, Blaðsíða 228
220
í Danmörku og Noregi eru lögfestar reglur um þátttöku leik-
manna i biskupskosningu, og eiga sóknarnefndir i biskupsdæmi kost
á að greiða atkvæði um biskupsefni eða tjá sig meó öórum hætti.
Biskupsefni bjóða sig fram samkv. dönsku reglunum og skulu hafa
tiltekinn fjölda meðmælenda. Er kosning bundin við frambjóðendur.
í Noregi er tiltekinn fjöldi biskupsefna og nefndur til, en sú
tilgreining er ekki bindandi fyrir þá, sem atkvæðisrétt eiga. í
reynd binda úrslit atkvæðagreiðslu hendur veitingarvaldsins i
Danmörku, en ekki með sama hætti i Noregi, að þvi er ætla verður.
í frv. þessu er lagt til, að þeir leikmenn fái atkvæðisrétt
við biskupskosningar, sem sæti eiga á kirkjuþingi, þegar biskups-
kosning fer fram, eða i kirkjuráói, þótt þeir sitji ekki á kirkju-
þingi, svo og einn leikmaður úr hverju prófastsdæmi, kjörinn af
leikmönnum (safnaðarfulltrúum) á héraósfundum. Er það i samræmi
við þá stefnu, sem kirkjuþing markaói 1974 og 1976. Vissulega
er margra kosta völ i þessu sambandi, en hér ber að gæta þess, að
vænta má þess, aó á næstunni verði tekin afstaóa til stjórnunar-
og skipulagsmála þjóðkirkjunnar i heild sinni, þ.á.m. um skipun
biskupsdæma. Má ætla, að það fyrirkomulag, sem nú er brotið upp
á, verði nánast til reynslu og þykir þá rétt að viótækari hlut-
deild leikmanna i þessum kosningum biði heildarendurskoðunar á
stjórnunarmálum þjóðkirkjunnar.
3. í þriója lagi er svo þess aó gæta, að ákvæói laga 21/1921
eru næsta fáskrúðug um kosninguna sjálfa, og er þörf á ýmsum ákvæð-
um i þvi sambandi. Hefir frv. þetta slik ákvæói að geyma, og er
reynt aó fella þau að þeirri kosningatilhögun, sem mörkuð er i
lögum \im kosningar til kirkjuþings. í lögum 21/1921 er mælt svo
fyrir, að hver kjósandi tilnefni þrjú biskupsefni. Þessi tilhög-
un þykir ekki heppileg og þykir eðlilegra i kosningum sem þessum,
að kjósandi nefni eitt biskupsefni. Meó þvi fást yfirleitt skýr-
ari úrslit. Þá þykir rétt að kveða svo á, að sá sé réútkjörinn
biskup, sem fái meirihluta atkvæða, og eru ekki áskildir 3/5
hlutar atkvæða, eins og nú er, en sérstök ákvæði eru svo um aóra
kosningarumferð, ef enginn fær svo mörg atkvæði.
4. Rétt hefir þótt að hefja lögin á þvi að mæla fyrir um
kjörgengi i biskupskosningum, sbr. 1. gr. frv.