Gerðir kirkjuþings - 1980, Blaðsíða 289
281
II. Biblíufræði (2 einingar, 4 stundir á viku í eina önn).
Forkröfur. Nemendur hafi lokið námi í trúarbragðasögu.
Markmið. Kennaraefni geti:
a) gert málefnalega grein fyrir því, hvernig kristnir menn skynja hinstu
rök tilverunnar og hvernig þeir túlka stöðu sína í henni,
b) gert grein fyrir höfuðatriðxim og forsögu og sögu kristinna trúar
í Biblíunni,
c) sýnt nokkurn skilning á Biblíutextum (Gt. og Nt,),
d) sýnt færni í nokkrum grundvallaratriðum sagnfræðilegra og bókmennta-
fræðilegra vinnubragða til þess að komast að því sem höfundar textanna
vildu segja í sínum kringumstæðum,
e) yfirfært niðurstöðnr slíkrar vinnu til kennslu á grunnskólastigi.
Námsefni. Aðalnámskrá grxmnskóla, kristin fræði. Helstu þættir landafræði og
samtíðarsögu varðandi Gamla og Nýja testamentið. Innihald, aðalhugmyndir,
einkenni og uppruni einstakra rita Gt. og Nt. svo og tilurð þessara ritsafna,
ágrip af textasögu.
Mikilvæg fræðileg hugtök og aðferðir við greiningu, skýringu og túlkun texta,
einkum Nt., svo sem bygging, form, samhengi og tilgangur texta, dæmi:
sköpunarsögur, ættfeðrasögur, spámannatextar, sálmar, frásögur, Jesúorð, dæmi-
sögur, kraftaverkasögur, upprisutextar, bréfatextar o.s. frv. í þessu sambandi
liggur sérstök áhersla á þjálfun í faglegum vinnubrögðum við undirbúning kennslu
a grunnskólastigi. Ágrip af meginkenningu eða guðfræði Nt. á grundvelli textanna
(sbr. námskrá grunnskóla, kr.fr. 8.og 9.ára).
Kennsluaðferðir og vinnubrðgð. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum.
í fyrirlestrunum eru tekin fyrir helstu atriði til aðstoðar við tileinkun
námsefnis og til undirbúnings fræðilegri vinnu með texta. Gert er ráð fyrir
að nemendur noti Biblíuna ásamt kennslubók og öðrum hjálpargögnum við fyrir-
lestrana og þjálfun x faglegum vinnubrögðum undir leiðsögn kennara. 1 um-
ræðutímum eru teknir til umfjöllunar kennslutextar, ritgerðir og kennsluáætlanir.
Serhverjum nemanda er úthlutað kennsluverkefni við upphaf kennslu. Nemendur
skila verkefnum (ritg. og kennsluáætlun) minnst þrem dögum fyrir munnlegan
flutning og umfjöllun kennara og nemenda í gengi. Hver nemandi vinni í samráði
við kennara eitt kennsluverkefni og skal umfjöllun lokið fyrir skráningu til
prófs.